Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 29.04.1952, Side 2

Alþýðumaðurinn - 29.04.1952, Side 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN ÞriSjudagur 29. apríl 1952 Friðlinnnr Ólafsson: framtíð íslenzhs iðnaðar (Ejtirjarandi grein birtist í Al- þýðublaðinu 19. apríl s.l.) Um fátt hefir meira verið rætt undanfarið en iðnaðinn íslenzka. Fyrst og fremst hafa þær umræð- ur snúizt um þá erfiðleika, sem iðnaðurinn á nú við að búa á all- ar hliðar; en í sambandi við þær umræður hefir þó einnig verið rætt um nauðsyn íslenzks iðnað- ar yfirleitt; og augu manna virð- ast nú loks hafa opnazt fyrir því, að hér sé ekki hægt að lifa nienn- ingarlífi án þess að iðnaöurinn sé rekinn í stórum og vaxandi mæli. Stjórnarflokkarnir hafa nú báð- ir lofaö, að framkvæmd skuli at- hugun á íslenzkum iðnaði, með það fyrir augum, að sá iðnaÖur skuli studdur, sem til framfara horfir og þjóðhagslegur hagnað- ur er að. Er þetta vel, og mælti þó fyrr hafa verið gert; en þess er þá líka að vænta, að sljórnarflokk- arnir slandi við gefin fyrirheit í þessu efni. Eins og áður segir, er það hverjum manni augljóst, að vel skipulagður og samkeppnisfær iðnaður er höfuðnauðsyn til þess, að unnt sé að lifa hér menningar- lífi og útrýina atvinnuleysi og allri þeirri bölvun og lamandi áhrifum, sem það hefir í för með sér. Þetta er augljóst og þarf ekki rökstuðnings við. Á hinn bóginn er það líka jafn rétt, að allur iðn- aður á hér ekki óskilið mál. Is- lenzkur iðnaður yfirleitt, þ. e. verksniiðjuiðnaður, er mjög ung alvinnugrein í okkar þjóðfélagi, og fjöhnargar iðngreinar liafa tæplega enn slitið barnaskónuin. Þessar iðngreinar hafa risið upp á tímum innflutningshafta og að nokkru leyti í skjóli þeirra, en þessu hefir fylgt sá annmarki, að stundum hefir minna verið hugs- að um verð og vörugæði heldur en nauðsynlegt var, en treyst á það, að framleiöslan myndi selj- ast, þar sem innflutningur hlið- stæðra vörutegunda væri ekki leyfður. Þetta er vitaskuld ahangur grundvöllur til þess að reisa á iönfyrirtæki. Þess vegna var það fyrirfram vitað, að slíkar iðn- greinar hlytu að draga saman seglin strax og rýmkaðist um inn- flutning; og frá þjóðhagslegu sjónarihiði er ekkerl nerna g'ott um það.að segja. Hér skal þó skýrt tekið fram, að mikill minni hluli íslenzkra iðngreina á hér hlut að máli. Yf- irleitt held ég að megi segja, að íslenzkir iðnrekendur hafi gert sitt ýtrasta til þess að framleiöa samkeppnisfærar vörur, bæði hvað snertir verð og vörugæði; og fjölmargar iðngreinar eru nú orðnar landsþekktar fyrir hvort tveggja; nægir í því sambandi að minna á t. d. Vinnufatagerð ís- lands, Raftækjaverksmiðjuna í Hafnarfirði og margt fleira. Það sem lofuð og fyrirhuguðsnertir. Heilir kaupstaðir eru að rannsókn hlýtur að beinast fyrst og fremst að, er að mínum dómi eftirfarandi: 1. ) Hvaða iðngreinar, sem nú starfa, eigi rétt á sér frá þjóð- hagslegu sjónarmiði. 2. ) Hvaða iðngreinar þurfi að r.'sa á legg til þess, að full- nægja þeim neyzlukröfum, sem nú eru fyrir hendi. 3. ) Hvaða ráðstafanir þurfi að gera til þess, að dreifa iðnfyr- irtækjunum á hina ýmsu landshluta, miðað við heppi- legt staðarval, og þó ekki síð- ur með það fyrir augum að auka atvinnu á þeim stöðum, sem nú og í ófyrirsjáanlegri framtíð eiga í vök að verjast í þeim efnum. Atvinnuástandið í landinu er aú þannig, að óverjandi er með öllu að gera ekki þegar ráðstafan- ir til úrbóta. Nú þegar þarf að hlynna að þeim iðngreinuin, sem starfa á heilbrigðum grundvelli; >g þar duga engin vettlingatök. Iðnrekendur hafa fært rök að því, að þeir eigi við óhagstæðari tollalög að búa heldur en sam- bærilegir iðnrekendur á Norður- öndum. Iðnrekendur segja, að ieim sé algerlega ókleift að starf- rækja fyrirtæki sín vegna skorts i rekstursfé, nema að litlu leyti; /firfærsluaðferðir bankanna og oátagjaldeyririnn, að ógleymdri sívaxandi dýrtíð, krefst stórauk- ns fjármagns, en á sama tíma er stórlega dregið úr öllum lánum til iðnaðarins. Hér verður ríkisvaldið að grípa í taumana. Það er blátt áfram skylda rík- sstjórnarinnar að sjá svo um, að :ollaIögin verði lagfærð með til- iti til þarfa iðnaðarins, og að auknu fé sé varið til lánastarf- semi til þeirra iðngreina, sem nú eru lamaðar vegna skorts á láns- fé. Á nýsköpunarárunum var var- ið geysimiklu fé til innflutnings á nargs konar vélum og tækjum til iínaðarins. Þessar vélar og verk- smiðjur eru nú lítt eða ekki starf- æktar vegna skorts á hráefni, sem stafar af þyí skipulagi, sem r á öllu viðskiptalífi í landinu. Það var sagt, að Njáll væri lisvitur; en eru þau stjórnarvöld ikki meira en lítið misvitur, sem erja stórfé fátækrar þjóðar til bess að kaupa vélar og reisa verk- smiðjur, en fyrirmuna svo eig- ’ndum þeirra að starfrækja þær, g það jafnvel þótl ískyggilegt itvinnuleysi ríki í landinu og 'iungurvofa sé við dyr fjölda heimila? Það er bezt að hver svari þessu fyrir sig. Það hefir nú á síðustu tímum komið mjög greinilega í ljós, að 'msir staðir á landinu, sérstak- lega noröanlands og vestan, eru ákaflega illa staddir hvað atvinnu komast á vonarvöl vegna þess að sj ávaraflinn, sem þessir staðir hafa byggt alla sína von á, hefir brugðizt um lengri eða skemmri tíma. — Það er óvar- legt að reikna með því að úr ræt- ist verulega með aflabrögðin á næstunni, en ljóst er, að til ein- hverra ráða þarf að grípa. Margir þessara staða hafa hin ákjósanlegustu skilyrði íil margs konar iðnaðar, bæði iðnaðar, sem vinnur að mestu úr innlend- um hráefnum, og eins iðnaðar, sem þarf innflutt hráefni að nokkru eða öllu leyti. Þessum stöðum þarf að hjálpa til þess að reisa verksmiðjur og koma ýmis konar iðnaði á fót. Það er engin lausn á vanda- málum þótt veitt séu hallærislán; það verður að koma á fót heil- brigðum atvinnurekstri á þessum stöðum, — það eitt hjálpar og ekkert annað. — Núverandi ríkisstjórn er ekki vinsæl í þessu landi. Henni hefir flest illa tekizt; en þyngstur mun þó áfellisdómurinn verða, ef hún ætlar að evðileggja, vísvitandi eða óafvitandi, þau iÖnfyrirtæki, sem þegar hafa sýnt, að þau fram- leiða góða og tiltölulega ódýra vöru, og gerir ekkert til þess að hjálpa þeim bæjarfélögum, sem nú eiga erfiðast. Vonandi stendur þó stjórnin við gefin fyrirheit um rannsókn á iðnaölnum; og þess er að vænta, aÖ sú rannsókn leiði af sér bráðar ráöstafanir, sem leysi íslenzkan iðnað úr viðjum og bæti úr því ófremdarástandi, sem nú ríkir í íslenzkum atvinnumál um. Friðjinnur Ólajsson. Saltfiskurinn Undan oo ofai sf í markaðsmdlunom Afurðasalan og framleiðslan snertir alla landsmenn. Jafnvel hinn öruggi einbættismaður, sein tekur laun sín hjá ríki eða bæ, getur orðið að þrengja lifskjör sín, ef erfiðlega gengur hjá fram- leiðsluuni. Svo nátengd eru þessi mál afkomu allrar þjóöarinnar. Margir myndu telja, að heldur hjart væri fram undan hjá báta- átveginum, verðið hækkandi á fiskinum og afli sæmilegur í sum- um verstöðvum og óvíða fyrir neðan það, sem hann var í fyrra, jg heáldaraflinn nokkru rneiri en * hann var á sama tíma í fyrra. Er þetta einkum að þakka góðum gæftum. í sumum versíöðvum er iflinn þó svo rýr, eins og á Akra- nesi, að sárafáir hafa aflað fyrir ágmarkstryggingu. Afurðaverðið hefir gefið mönn- im nokkurt tilefni til bjartsýni, og þá ekki sízt saltfiskverðið. Fyrir það, sem selt hefir verið af saltfiski í ár, heflir náðst nijög gott verð, bæði í fitalíu og Grikk- Iandi. En það er ekáki ýkjamikið nagn, sem enn hefir verið selt af saltfisíd, og sáralítið af þurrfiski, :ða af hvQ’ru tveggja sem svarar 12.000—15.000 lestum af sall- riski. Er þetta sem svarar rúm- lega einum saltfiskfarjtni allra tog- aranna. Einnig má bera þetta saman við saltfiskfiramleiðsluna 1950, en þá var hún 50.000 lestir og 1051 32.000 lesti;r. 1. apríl i ár var saltfiskíramleiðsíyii orðin 36L8 lestir. Það er mjög sennilegt, að selja niegi saltfisk til Grikkl;»nds og Italíu allt að því það nia^n, sem framleiðslan nam 1951, eða 25.000—35.000 lestir, án þess að til verðfalls þurfi að k«nna. Norð- menn hafa lagt sig anjög eftir Suður-Ameríkumörkuðunum í ár Amiars er framleiðsla þeirra af saltfiski svipuð og árið áður. munaði aðeins 5% hvað hún var minni um sl. mánaðamót en á sama iíma árið áður. Um sölu á þurrfiski til Spánar er erfitt að segja. Verðið á hon- um (í fyrra) er orðið svo lágt, að það er ekki sambærilegt við saltfiskveröiö, sem nálgast það nú mjög, þegar allt kemur til alls. Að óbreyttu verðlagi er þvi ósennilegt, að mikið verði þurrk- að af fiski í ár, uenia mikil fram- leiðsla reki menn til þess eða verðið hækki verulega. Þó er hér annað verra í sambandi við Spán- arviðskiptin, að mjög treglega gengur að koma þar á jafnvirðis- kaupum, og eiga Islemdingar stór- fé til þess að gera hjá Spánverj- um af þeim sökum. Spánarviö- skipti eru því borin von, eins og sakir standa. Portúgalar myndu fúsir til að kaupa saltaðan fisk aí íslending- um, en ekki neina fyrir verð, sem þykir ekki aðgengilegt eins og er. Þeir stefna nú meira og meira að því að verða sjálfum sér nógir með f ’sk og veiða nú orðið* upp undir % hluta af neyzluþörfinni. Að sama stefna Spánverjar og er togaraútgeríó á Spáni mjög ábata- söm. Um sölu til Suður-Ameríku, Egyptalands og annarra landa, sem til greina gætu komið, er erf- itt að segja ítokkuð, eins og er, og ótrúlegt, að þangað verði nokkuð selt sem heitir, nema um þeim mun meiri framleiðslu verði að ræða. Enginn getur sagt um, hversu mikiÖ þarf að selja af saltfiski í ár eða hvað verÖið verður i lok- in, og getur framleiöslumagnið 150000000 1 skada- bætur til Fergusons Hinurn jrœgú málajerlum H. Fergusons og H. Fords er nú lok- ið, og var Ford dœmdur til þess að greiða Ferguson hvorki meira né minna en 9250 þús. dollara og svarar það til nœr 150 milljóiui króna, Um skeiö hafði verið samvinna miIliFergusons ogFords umfram- leiðslu véla. Annaðist Ferguson uppfyndingar og endurbætur á vélunum og sölu jjeirra, en Ford sjálfa framleiðsluna. Eftir að slitnað var upp úr samstarfinu hélt Ford áfram að smíða drátt- arvélar samkvæint einkaleyfum jg uppfyndingum Fergusons og selja þær og olli Ferguson með þessum hætti gífurlegu tjóni. — Fyrir það skal honum nú blæða. Umfangsmikil niálajerli. Málaferlin hafa staðið í fjögur ir og yfir milljón skjala hafa ver- ð rannsökuð. Um hundrað vitni /oru kölluð fyrir réttinn. Aðal- iökin væri sú, að Ford-verksmiÖj- irnar hefðu stælt Ferguson-drátt- arvélarnar við stórframleiðslu sína. 550 þúsund Ferguson-vélar. Nú eru í notkun í heiminum 550 þúsuiul Ferguson-dráttarvél- ir, og 500 þúsund aðrar af sömu ^erð. 250 þús. Ferguson-vélar lafa verið smíðaðar í Englandi jftir styrjöldina. — Hér á landi munu 364 Ferguson-vélar vera í notkun, og von á 200 til viðbótar í ár. Furðulegur sfuldur. í sl. viku var stolið hjóla„stelli“ und- an, bamakeiru, sem skilin liafði verið eftir úti yfir nótt bak við búsið Gránu- félagsgötn 43. Ekkert liefir enu vitnazt, hver franiið hefir sluld þennan. Hjúskapur. Ungfrú Svanhildur Bern- harðsdóltir, Bjarkastíg 5, Akureyri, og Kjartan Sigurðsson, lögregluþjónn, Ak- ureyri. Trúlojun. Ungfrú Sólveig Jónsdóttir, Bjarka.tíg 5, Akureyri, og Yngvi Rafn Jóhannsson (Hara’dssonar) rafvirkja- nemi, Akureyri. haft þar nokkur áhrif. Það er sennilegt, að hið háa saltfiskverð ýti undir þorskveiðar í salt, og ekki sízt hjá togurunum, og þá er fljótt að koma í mikið magn jafn- mikill og togaraflotinn er. Og ekki sízt ef Grænlandsveiðar verða stundaðar af kappi og birgðaskip höfð þar á staðnum. Það er einnig líklegt, að þorsk- veiÖar verði meira stundaðar á vélbátum í sumar með tilliti til þess, að útlit er fyrir lágt verð á síld til bræðslu vegna hins lága lýsisverðs, og þá eins vel að veru- legl magn af aflanum verði sall- að. Það má því vel gera ráð fyr- ir, að saltfiskmagnið geti orðið þó nokkuð mikið í ár, ef útlitiö með sölur versnar ekki frá því sem nú er. (Víðir.)

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.