Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 29.09.1953, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 29.09.1953, Blaðsíða 4
4 ALÞfÐUMAÐURINN ÞriSjudagur 29. september 1953 lafnaiorineim og mstri urinn innu i við kosningarnar r I Jafnaðarmenn langstærsti flokkurinn Síðastliðinn þriðjudag fóru fram almennar þingkosningar í Danmörku, þær fyrstu eftir hinni nýju stjórnarskrá landsins, sem danska þingiö samþykkti endan- lega síðastliðið vor. Auk þess sem erfðalögum dönsku konungsætt- arinnar var breytt, voru aðal- breytingarnar þær, að danska þingið er nú ein deild og kosn- ingaaldur lækkaði úr 25 árum í 23 ár. Voru nú um 2.8 milljónir manna fleiri á kjörskrá en nokkru sinni fyrr. Alls skipa 179 þing- menn danska þingið, 135 kjör- dæmakosnir í Danmörku og 40 uppbótarmenn, 2 fulltrúar Fær- eyinga og 2 Grænlendinga. Á síðastliðnu vori fóru fram þingkosningar í Danmörku í sambandi við stjórnarskrárbreyt- inguna, en þar áður var síðast kosið 1950. Flokkaskipting eftir vorkosningarnar var þessi: Jafnaðarmenn 61 þingm. (836.507 atkv. 1950 Vmstri menn 33 þingm. (456.896 atkv. 1950 íhaldsmenn 26 þingm. (358.509 atkv. 1950 Róttækir 13 þingm. (178.942 atkv. 1950 Kommúnistar 7 þingm. ( 98.940 atkv. 1950 Róttækir 8 þingm. (116.288 atkv. Þýzki minnihl. 1 þingm. ( 8.438 atkv. 813.224) 438.188) 365.236) 167.969) 94.523) ) ) Auk þessara flokka bauð nú nýr flokkur fram, Óháðir, undir for- ustu hins gamla foringja vinstri- flokksins, Knud Kristensens. Þar sem kosið var nú um fleiri þingmenn en fyrr og fleiri kjós- endur á kjörskrá en áður, hefði aukning flokkanna á þingmönn- um frá vorkosningunum að ó- breyttum hlutföllum átt að verða þessi: Jafnaðarmenn 71 þingm. Vinstri menn 39 — íhaldsmenn 31 — Róttækir 15 — Réttarsambandið 10 — Kommúnistar 8 — Þýzki minni hlutinn 1 — Úrslit urðu hins vegar þessi: Atkv. Þm. Jafnaðarmenn 895.038 74 Vinstri menn 499.975 42 íhaldsmenn 365.270 30 Róttækir 168.794 14 Réttarsambandið 75.201 6 Kommúnistar 93.706 8 Þýzki minnihlutinn 9.734 1 Óháðir 58.522 engan Jafnaðarmenn krefjast nú stjórnarforystu, enda langstærsti flokkur þingsins, en undanfarið hafa vinstri menn og íhaldsflokk- urinn farið með minnihlutastjórn í Danmörku. Er þoi til of ihils mœlit! Upploætur á mjólk- urn rá anknai* Verðhækkanir á skyri, rjóma og ostum Meirihluti bæjarróðs vildij ekki setja það sem slcil-j yrði fyrir malartekju úr rafstöðvarlóni Glerór í flugvöllinn nýja, að bif- reiðarstjórar í bænum sætu fyrir vinnunni. Nýlega hefir flugmálastjórnin farið þess á leit við Akureyrarbæ, að hann heimili henni að taka möl úr stíflulóni Glerárrafstöðv- arinnar til að aka ofan á sand- uppfyllingu flugvallarins, sem nú er í byggingu rétt innan við bæ- inn. Jafnframt er vitað, að flugstjórnin hefir óskað tilboða frá bifreiðastöðvuin bæjarins um aksturinn, en þó látið í það skína, að hún gæti látið eigin bíla annast akstur þennan. Þegar haft er í huga, að und- anfarna vetur og jafnvel aðra árstíma hefir verið atvinnuleysi hjá vörubílstjórum hér og ýmiss konar afturkippur er í eðlilegum vexti bæjarins, ennfremur að bærinn hefir á allan hátt reynt að mæta óskum flugmálastj órnar- innar um fyrirgreiðslu og jafnvel lánveitingar til flugvallagerðar- innar — sem hér skal sízt átalið — virtist það ekki nema sjálfsagt, að bærinn reyndi að tryggja ak- ureyrskum b.'lstjórum ofannefnda atvinnu með því að setja það sem skilyrði fyrir malartekjunni, að þeir sætu fyrir vinnunni. Svo und arlega brá þó við, þegar mál þetta var til afgreiðslu í bæjarráði, að meirihluti þess felldi að setja þetta skilyrði fyrir malartekj- unni. Eftir er að sjá hvað bæjar- stjórn gerir í dag. 40 þúsund hr. ó hjli Sameiningarnefnd Akureyrar og Glerárþorps hefir gert fyrir- spurn til Rafveitu Akureyrar, með hvaða kjörum hún vilji láta rafurmagn til 8 bændabýla í Kræklingahlíð, sunnan Lóns og Ásláksstaða. Rafveitustjóri hefir áætlað koslnað raflagna heim að HiESti hósetol)lutnr ó oi.l). (oróori Hann var 19.551 króna með orlofsfé. Hæsti hásetahlutur á síldveið- unum í sumar mun hafa verið á m.b. Garðari, Rauðuvík, eign Valtýs Þorsteinssonar, útgerðar- manns, og fleiri. Með orlofsfé varð hluturinn kr. 19.551.00 á síldveiðunum, en úthaldstíminn mun hafa verið sem næst 2Vá mánuður. Veiðarnar voru stund- aðar með hringnót og meginhluti aflans saltaður. Skipstjóri var Friðþjófur Gunnlaugsson, Gránufélagsgötu 57, Akureyri. Til samanburðar má geta þess, að hásetahlutur á b.v. Jörundi, aflahæsta skipi síldveiðiflotans varð kr. 14.744.72, reiknað á sama hátt, en Snæfellinu, öðru aflahæsta skipinu, rétt um 14 þúsund krónur. Ýmsir eiga högg í annars garði Þegar Alþýðumaðurinn sagði frá myndun hinnar nýju ríkis- stjórnar, í síðasta tölublaði, urðu þau mistök á, að í leiðara blaðs- ins, sem ritaður var áður en ná- kvæm verkaskipting ráðherra var kunn, var Ingólfur Jónsson frá Hellu sagður fara með rafur- magnsmálin. Þetta láðist að leið- rétta í leiðaranum, þó að verka- skiptingin væri kunn áður en blaðið var prentað, en kom að því leyti ekki að sök, að rétt var frá verkaskiptingu skýrt á for- síðu. Þessu flaustri skopaðist ritstj. íslendings réttilega að í næsts.ð- asta tölublaði íslendings. En svo klaufalega tókst hins vegar hon- um sjálfum upp í sama tölublað- inu, að sízt var betra. Hann skýr- ir þar frá uppstyttu, sem orðið hafi á kærleiksheimili bæjar- stj órnarmeirihlutans í Vest- mannaeyjum og fer þar bæði rangt með nöfn manna og full- trúaskipun flokka í bæjarstjórn og hvernig þeir skiptust um á- greiningsmálið: sölu annars bæj- artogarans úr Eyjum. Enn verr tekst þó ritstjóranum í síðasta tölublaði. Þar leggur hann út af því í hálfs dálks grein, að nýlega hafi 2 menn verið dæmdir í 3 mánaða fangelsi fyrir að hafa orðið manni að bana í gáleysi (ölvaðir). Dómurinn hljóðaði upp á 3 ár og mátti lesa það í hverju Reykj avíkurblað- anna sem var. Ilitt er svo annað mál, að vér erum ritstjóra íslendings sam- mála að öðru leyti í þeirri grein, að glæpi á ekki að afsaka með „fylliríi“. húsvegg býlanna samtals 400.000 kr. og leggur til, að býlum þess- um sé gefinn kostur á rafmagn- inu gegn 40 þús. kr. framlagi hvers og ábúendur þeirra sjái auk þess um gröft á stauraholum. Samkvæmt' verðlagsgrundvelli landbúnaðarafurða hefir mjólk- urverð hækkað til framleiðenda um 10 aura lítrinn. Hefir verið ákveðið, að ríkissjóður greiði sjálfur hækkun þessa og mun hún nema um 2.4 milljónum króna á ári. Alls nemur þá uppbót r'kis- sjóðs á hvern mjólkurlítra til bænda 96 aurum, en það mun samsvara um það bil 23 milljóna króna útgjöldum úr ríkissjóði. Sú upphæð er svo aftur tekin af al- menningi með tollum og skött- um. Hins vegar hækkuðu allar mjólkurafurðir nema smjör í verði frá og með 23. september síðastliðnum. 3—4% hækkun. Ilækkun mjólkurafurðanna er sem hér segir: Skyr hækkar um 15 aura kíló- ið í kr. 5.85. Rjómi hœkkar um 75 aura lítr- inn í kr. 24.90. Mjólkurostur 40% hœkkar um 70 aura kílóið í kr. 24.80. Mysuostur hœkkar um 45 aura kílóið í kr. 11.45. Smjör hækkar hins vegar ekki e!ns og áður segir, enda liggja nú í landinu óseldar smjörbirgðir, sem nema um 3000 tonnum. ^ðáturtíðarþánkar Roskinn verkamaður hringdi í ritstjóra Alþýðumannsins síðast- liðinn sunnudag til að spjalla um daginn og veginn, og ekki er í. frásögur færandi. En meðal ann- ars leiddi hann talið að þv', að forsjálum verkamanni hefði fyrir stríð þótt sjálfsagt að birgja sig nokkuð upp á haustin með haust-1 mat og fleira og helzt greiða húsaleigu til áiamóta. Þetta var eins konar öryggisráðs öfun gegn atvinnuleysi vetrarmánaðanna. Verkamaður með meðalfjölskyldu bjó þá vísast í haginn fyrir sér með eftirgreindum innkaupum, um leið og hann innti neðan- greind gjöld af höndum: kr. 100 kg. kjöt 110.00 20 slátur 60.00 2 tn. karlöflur 50.00 3 tonn kol 120.00 Fiskur og korn 50.00 Útsvar og skattar 160.00 Húsaleiga í 3 mánuði 150.00 Sam'als kr. 700.00 Þetta var afrakstur 467 vinnu- stunda miðað við verðlag og tímakaup 1939. Vilji verðamaður með sömu fjölskyldustærð og aðstöðu haga sér eins nú um innkaup og greiðslur, lítur dæmið svona út: kr. 100 kg. kjöt 1650.00 20 slátur 980.00 2 tn. kartöflur ca. 580.00 3 tonn kol 1600.00 Fiskur og korn 500.00 Skattar og útsvar 2500.00 Húsaleiga í 3 mánuði 1500.00 Samtals kr. 9.290.00 Nú tœki þannig 641 vinnustund að vinna fyrir samsvarandi út- gjöldum og 467 tíma, tók að vinna fyrir 1939. Þó að þetta dæmi kunni í ein- hverju atriði að þykja hæpið, er það í höfuðdráttum rétt, sagði verkamaðurinn. — Kaupmáttur launa hejir rýrnað síðan 1939. Ég vil líka benda á, bætti hann við, að þeir munu fáir nú verka- mennirnir hér á Akureyri, sem hafa 9290.00 kr. til góða eftir sumaratvinnuna, hafi þeir fyrir meðalfjölskyldu að sjá. Sé svo haft í huga, að kröfur fólks til 1 fsins hafa stórum aukizt síðast- liðinn ára'ug, getur hver gert sér í hugarlund líðan þess verka- manns á haustnóttum, sem horfir fram á alvinnuleysi yfir vetrar- tímann hafandi marga munna að seðja, sagði hann að lokum. Frii Alújóðasambandinu Framhald af 2. síðu. enda eða annarra afla, sem and- stæð eru hagsmunum verkalýðs- ins. Þingið vill auk þess beina at- hygli almenningsálitsins um heim allan að hinni miklu nauð- syn þess að almenn mannrétt- indi njóti fullkominnar virðing- ar, þar eð kúgun þessara réttinda af hálfu hvaða ríkis sem er, hindri eðlilega þróun lýðræðis og framfara um heim allan. Reyktur silungur úr Mývatnssveit. Kaupfél. verkamanna Nýlenduvörudeild. MroMóli Ahureyrar verður settur 1. október næstkomandi kl. 2 e. m. Akureyri, 28. september 1953. Skólastjórinn.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.