Dýraverndarinn - 01.12.1934, Síða 7
DÝRAVERNDARINN
59
sem honum þótti vera til meins. Var oft gaman
a'Ö sjá, hve natinn hann var vi'Ö þetta. Hins vegar
tók hann sjaldan upp hjá sjálfum sér aö reka úr
brekkunum, en geröi þaö tafarlaust og honum var
sagt það.
I framhaldi af þessu vörzlustarfi þykir hlýöa
aö geta um fleira, er sanna þótti vitsmuni Hauks.
Á þeim tíma, sem fénaður mátti ganga á túnun-
um, kom það vitanlega oftsinnis fyrir á meÖ-
an engar vóru girðingar, að fénaður úr vesturbæn-
um leitaði inn á mitt tún. En Haukur leið engum
stórgrip úr vesturbænum stundinni lengur að grípa
niður á mínu túni, og jafnvel þótt um hávetur væri.
Rak hann þá miskunnarlaust vestur á þeirra tún, og
dugði engum að setja sig upp á móti vilja hans.
Var oft skemtun góð að horfa á, er hann var að
skilja þessa gripi frá mínum. Sama var og að gegna,
er aðrir afbæjar stórgripir, t. d. frá Eyvindarmúla,
komu hér heim á tún; þá rak hann eitthvað austur
með fjalli. En um sauðfé stóð honum á sama, og
virtist ekkert hirða um hverjir áttu. Og þó að
hestum gesta minna væri slept á túnið, beizlislaus-
um, amaðist hann ekki við þeim og lét þá sjálf-
ráða.
Mjög var Haukur mér fylgispakur, einkum heima
við, en elti mig þó sjaldan er eg fór að heiman
ríðandi. Mun ástæðan sú, að eg bannaði honum það
í fyrstu, svo að hann vendist síður á bæjaflakk.
En í hvert sinn, sem eg fór gangandi að heiman
og eitthvað á aðra bæi, fanst honum sjálfsögð skylda
að fylgja mér. Og annað haustið, sem eg átti hann,
rak eg með honum sláturfé til Reykjavíkur, og svo
upp frá þvi á hverju hausti í mörg ár, og dugði
hann jafnan ágætlega. í fyrstu ferðunum fylgdi
hann mér eftir á meðan eg dvaldi í Reykjavík. En
svo var það haust eitt, er suður kom í Sláturhúsið,
að okkur var tilkynt, rekstrarmönnunum, að Reykja-
víkurbær hefði gert samþykt um að banna alla um-
ferð hunda á götum höfuðstaðarins, en jafnframt
trygt þeim sveitarökkum, sem erindi áttu til bæj-
arins, örugga geymslu inni í Tungu. Þangað fór
eg svo með Hauk, og bað fyrir hann á meðan eg
dveldi í bænum. Var það mál auðsótt.
Þegar eg svo, að nokkurum dögum liðnum, var
ferðbúinn, vitjaði eg hundsins, en var þá sagt, að
hann hefði sloppið úr gæzlunni, ásamt fleiri hund-
urn og ekki náðst aftur. Lét eg i ljós, að mér þætti
þetta lítt viðunandi, þar sem mér hefði verið heitið
Haukur.
því, að hundurinn skyldi geymdur á öruggum stað.
En sá,sem hundanna átti að gæta, fór þá að afsaka
sig, og jafnframt gefa í skyn, að ef hundurinn
hefði verið skotinn, mundi eflaust koma fyrir harm
eitthvert verð, einhvers staðar frá. Svaraði eg því
stuttlega, að mér þætti það lítils virði, og engin
afsökun fyrir hirðuleysi gæzlumanns. Varð eg að
láta mér þetta lynda, án þess að geta fengið neitt
frekar að vita um afdrif hundsins. Hélt eg svo heim-
leiðis og var í þungu skapi. En er heim kom, hýrn-
aði yfir mér er eg sá, að þar var Haukur fyrir og
fagnaði mér með nokkurum drýgindum, eins og
hann vildi gefa í skyn, að heim hefði hann kornizt
án minnar hjálpar og tilhlutunar. Eftir því, sem
fullyrt var í Tungu, höfðu hundarnir sloppið út að
aflíðandi nóni á miðvikudegi, en næsta morgun
(fimtudags) vöknuðu heimamenn í Múlakoti
skömmu fyrir rismál við það, að kvatt var dyra
og fylgt fast eftir. Þegar komið var ofan stóð Hauk-
ur fyrir dyrum úti og gaf til kynna, að nú væri
hann matarþurfi. Þótti hann og taka ósleitilega til
matar síns, enda hafði hann, eftir því sem næst
var komizt, runnið í einum áfanga 130 km. á 14—
15 klukkustundum.
En Haukur kunni illa þeirri ráðstöfun valdhaf-