Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1937, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.05.1937, Blaðsíða 6
i8 DYRAVERNDARINN hans, var hann hægur. Kæmi þaS fyrir, aö eg væri þann veg á mig kominn, aö eg gæti ekki haft vald á honum, þá passaði hann mig og gætti þess vand- lega aS eg tyldi í söSlinum. Og ef þaS vildi til, aS eg félli af honum, þá stóS hann kyrr í sömu sporum þar til eg var kominn á bak. Margt fleira væri hægt aS nefna til sönnunar því, aS dýrin eru ekki skynlaus, en auSvitaS eru þessir andlegu hæfileikar á mjög misjafnlega háu stigi eSa áberandi. Hjá hestinum er aS ræSa um sálarlíf .... já, ódauSlega sál, sem viS dauSann ílyzt inn í annaS æSra líf, og þá verSur hann óháSur meSferS manns- ins, sem á stundum er öSruvísi en hún ætti aS vera .... og altof oft, meira aS segja. Á sextánda árinu bilaSi RauSur í fæti og átti eg hann í þrjú misseri brúkunarlausan án þess hon- um batnaSi, en varS þá aS farga honum. GLÁMUR. í ungdæmi mínu var hundur á heimilinu, sem Glámur hét, fjárhundur góSur. Þá vóru húslestrar á hverju kveldi allan veturinn og sálmar sungnir. jGlámur sótti mjög eftir aS vera aSnjótandi söngs- ins, og helzt þátttakandi, en varS þá nokkuS hjá- róma; hann söng meS „sínu nefi“. Stóruvallabærinn forni var meS allra stærstu bæj- um. Fram á hlaSiS vissu sjö þil. Frá bæjardyr- um lágu göng til baSstofu, sem vóru 25 álna löng. Út úr göngunum vóru: eitt eldhús, tvenn búr og skemma. I skemmunni vóru geymd reiStygi, reiS- ingar, reipi o. fI., og var þar aSal-aSsetur huiid- anna. Ef þess var ekki gætt á kveldin aS láta skemmuhurSina aftur hjá hundunum, kom Glám- ur ætíS inn aS baSstofuhurSinni þegar fariS var aS syngja og tók þá tóninn. Fór þaS oft illa viS sálmasönginn, því aS ekki dró seppi af hljóSunum þó aS „harmoníurnar" væri ekki hreinar, og var þá söngfólkinu nóg boSiS, svo aS allir fóru aS hlæja á stundum, nema faSir minn, sem oft hélt söngnum áfram einsamall. Glámur var þá sneyptur og rekinn fram í skemmu sína. Margir álitu aS hundurinn hagaSi sér svona af þvi, að honum féll illa söngurinn, en þaS held eg fráleitt. Ef svo hefSi veriS, þá vóru engar lík- ur til þess, aS hann hefSi sózt svo eftir því aS heyra sönginn. ÞaS var vegna hrifningar, sem hann varS fyrir, aS hann vildi heyra hann, og aS nokk- uru leyti ósjálfrátt aS hann íór aS „syngja meS“, því aS seppi hafSi hljóSin nóg til þess. Áhrif söngs- ins kom á þennan hátt fram hjá hundinum. Eg hefi veitt því eftirtekt, aS fleiri hundar hafi látiS í ljós tilfinningar sínar á sönglistinni, þó aS Glámur bæri af í því, hvaS hann var „músik- alskur“. II. Ilestur leitar sér lœkninga. Fyrir all-mörgum árum átti eg leirljósan hest, sem eg hafSi aliS upp og hét Sómi, hinn mesti grip- ur bæði í sjón og raun. Hann var vel röskur til reiSar, en þótti nokkuS klúr og harSgengur. Drátt- arhestur ágætur, en féll fremur illa l)aggafmrSur. A engjaslætti eitt sinn var eg ásamt öllu fólk- inu viS heyvinnu um 3—4 km. norSur frá bæn- um, en hestarnir vóru í bithaga sunnan viS bæ- inn, sem var afgirtur meS grjótgarSi og einn vír- strengur ofan á. Sá ljósi hafSi þaS til aS lyfta sér yfir girSinguna, ef hann rak nauSur til, og svo var í þetta sinn. Þegar komiS var fram um miSjan dag sjáum viS, hvar Sómi kemur röltandi í hægSum sínum sunnan grundirnar alla leiS til okkar, fremur svip- daufur, legst í slægjuna og tekur til aS velta sér i ákafa; stendur svo á fætur, slær fótunum á víxl upp í kviSinn og veifar taglinu. Eg sé strax, hvaS aS er: hann er meS hrossa- sótt. Eg tek hestinn, beizla hann og ríS honum heim; læt hann fara smá spretti, ef sú hreyfing gæti haft þau áhrif, að kveisan batnaSi, sem stund- um getur átt sér staS, þó aS þaS hepnaSist ekki í þetta sinn. Þegar heim kom, fór eg aS reyna ým- islegt viS hann, aSallega sterkt kaffi og nuddaSi svo kviSinn eins fast og eg orkaSi. AS lokum fór Sómi aS teSja og batnaSi þá kveisan. Nú á seinni árum hafa mér reynzt kransaugnadropar örugg- asta læknislyfiS viS hrossasótt. Engan vafa tel eg á því, aS hesturinn var aS leita sér hjálpar. Hann'fer fram hjá túninu og bænum af því aS hann vissi aS fólkiS var ekki heima. Og munaS gat hann þaS, aS eg hafSi áSur hjálpaS honum þegar líkt stóS á. — Af fleiru mátti marka, aS Sómi var mikilli vitsmunahestur.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.