Dýraverndarinn - 01.05.1937, Blaðsíða 11
DÝ RAVERNDARINN
23
hesta feröamanna, sérstaklega i kalsatíö aö haust
og vorlagi. Þá var þaS, aS þegar félaginu áskotn-
aSist hin mikla gjöf Tryggva Gunnarssonar áriö
1919, fanst mörgum áhugasömum félagsmanni, aö
nú væri unt aö uppfylla liina langþráðu ósk, um
að Dýraverndunarfélagið eignaöist hestaskýliö og
var þá samþykt aö kaupa Tungu. Vafalaust hefir
Tunga verið félaginu og málefni þess til mikils
gagns fyrstu árin eftir aö félagiö eignaöist hana,
ekki eingöngu í þágu dýraverndunar beinlínis,
he.ldur einnig sem sýnlegt tákn íélagssltaparins út
á viö. En tímarnir breyttust og aðaltilgangurinn
með starfsemi Tungubúsins hvarf, þegar bílarnir
konux til sögunnar og urðu aöaltxekiö til flutnings
á fólki og farangri. líg hefi á aðalfundi hér í fé-
laginu þ. io. maí 1935 gert grein fyrir fjárhagsaf-
komu Túngubúsins frá byrjun, og sýnt fram á, aö
Tunga var orðin sú fjárbagslxyröi fyrir félagið,
aö til vandræða horfði. Því var þaö, að vér, sem
í stjórn félagsins vórum 1935—!93Ó, tókum að at-
huga, hvort eigi væri unt að selja Tungu meö sóma
samlega hagkvæmum kjörum fyrir félagiö. Varð
það til þess, aö Guöm. Ólafsson bóndi i Austur-
hlíð gerði 50 þús. kr. kauptilboð í eignina. Tilboð
þetta lagöi stjórnin svo fyrir síöasta aðalfund og
bar jafnframt fram tillögu um, að kosin væri nefnd
þriggja manna, sem ásamt stjórninni athugaöi til-
boðið og ákvæði hvort ganga skyldi aö því; auk
þess var til þess ætlazt, að nefndin, ásamt stjórn-
inni, athugaaði, hvort unt væri aö koma því skipu-
lagi á rekstur Tungubúsins, að það gæti borið sig
fjárhagslega. Tillagan um.nefndarkosninguna var
samþykt á fundinum og vóru í nefndina kosnir þeir
Dan. Daníelsson stjórnarráðsdyravörður, Þorl.
Gunnarsson bókbandsmeistari og Magnús V. Jó-
hannesson fátækrafulltrúi. Stjórnin og þriggja
manna nefndin hélt nú nokkura fundi um máliö og
komst að þeirri niðurstöðu, aö hver leið, sem
farin væri, mundi hallinn á rekstri TungU í höndum
íélagsins verða nálægt 3000 kr. á ári næstu árin,
og þar sem Tunga, eins og nú væri komið, hefði
mjög litla þýðingu fyrir dýraverndunarstarfsemi
félagsins, væri með öllu óverjandi að nota nálega
allar árstekjur félagsins til að greiöa með hallann
af rekstri Tungubúsins. Þaö var ]?ví einunt rómi
samþykt að taka kauptilboði Guðrn. Ólafssonar og
var honum seld Tungueignin frá 1. júní 1936 að
telja, fyrir 50 þús. kr., enda liafði ekki tekizt aö1 út-
vega hærra né hagkvæmara kauptilboð i eignina
frá öörum.
Nú er ekki svo aö skilja, aö eg eöa þeir, sem’ meö
mér störfuðu að sölu Tungu, telji algerlega
ástæöulaust fyrir félagið að eiga gripahús, þar
sem hýsa mætti skepnur, þegar þess þyrfti með,
alls ekki ; eg vil aðeins taka það skýrt fram, að
þessi eini liður dýraverndunarstarfseminnar er ekki
svo mikils virði, aö hann megi gleypa alt starfsfé
félagsins, enda öðrum (t. d. bæjarstjórn) jafnskylt
að sjá þessu máli borgið.
Eg tel æskilegt, aö félagið eignaöist gripahús
með hæfilega stórri hlööu, en í sambandi við það
má enginn áhættusamur búrekstur vera; tel eg
heppilegast, aö félagið fengi leyfi til að reisa það
á landi einhvers búanda í nánd við Reykjavik, eða
svo nálægt einhverju býli við bæinn, að ábúandi
býlisins gæti annast starfrækslu þess fyrir félagið.
IJaö fyrirkomulag yrði áhættuminst fyrir félagið
og ódýrast.“
Kosningar.
Þá var gengiö til kosninga og var stjórnin ásamt
meðstjórnendum endurkosin.
Stjórn félagsins skipa þetta ár:
Þórarinn hafnarstjóri Kristjánsson, formaöur,
Lúdvig C. Magnússon, skrifstofustjóri, ritari,
Ólafur kaupmaður Ólafsson, gjaldkeri.
Meðstjórnendur: Björn innheimtumaður Gunn-
laugsson og Sigurður iogreglujijónn Gíslason.
Varaformaður var endurkosinn Dan. Danielsson
stjórnarráðsdyravörður og vara meðstjórnendur
þeir ísleifur Jónsson og Einar E. Sæmundsen.
Endurskoðendur vóru þeir kosnir: Ólafur fram-
kvæmdarstjóri Briern og Guðmundur deildarstjóri
Guðmundsson.
í stjórn „Ártíðaskrár dýranna“ vóru þeir kosnir:
Daníel Danielsson, Hjörtur Hansson og Einar E.
Sæmundsen.
Prjálsar umræður.
Fyrstur kvaddi sér hljóðs formaður útbrei'ðslu-
nefndar, Hjörtur heildsali Hansson. Af störfum
nefndarinnar kvaðst hann hafa það að segja, að
fenginn hefði verið listi yfir barnakennara landsins
hjá fræðslumálastjóra, og í samráði við Jón N. Jón-
asson kennara, valdir úr rúmir 120 kennarar, víðs-
vegar um land, og þeim skrifað og óskað eftir að-
stoð þeirra við útbreiðslu Dýraverndarans. En undir-