Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1938, Síða 6

Dýraverndarinn - 01.04.1938, Síða 6
i8 DÝRAVERNDARIXN Sjöfugíar í hœttu. ÞaS er all-langt síöan a8 menn veittu því eftir- tekt, aö sjófuglum stafar veruleg hætta af olíu- brák þeirri, er á sjóinn sest, þar sem skipaumíerð er m'ikil. Hefir þessa gætt mest á síöustu árum, enda fer gufuskipum nú fækkandi, en skip meö mótorvélum, sem brenna olíu, koma í þeirra stab. ÞjóSabandalagiS í Genf hefir haft mál þetta til rannsóknar aS undanförnu og safnaS um það mikils- veröum gögnum frá. ýmsurn löndum, og nú er svo komiS, aö ÞjóSabandalagiö hefir gert uppkast aS aljjjóSaliigum um þetta mál. Líklegast verSur þess þó a!l-langt aS biSa, aS lög þessi nái samþykki hlutaSeigandi þjóSa, því aS sjálfsagt koma fram ýrnsar breytingatillögur á þeim. Er sarnt vonandi, aS alþjóSa-löggjöf um þetta atriSi korni til fram- kvæmda á næstu árurn, en á rneSan er þaS á valdi ríkisstjórnanna í hinum ýmsu löndum, hvaS þær aShafast til þess aS afstýra hættunni, sem sjófugl- unum stafar af olíu, er í sjóinn fer. d. maSur, senr neitar sér um aS hafa hund í stór- borg, af því aS hundurinn er e. t. v. lítiS betur settur hjá honum en maSur í fangelsi), hefur rniklu mannúSlegra og þroskaSra viShorf á dýrunum en einhver „hundafröken“, sem altaf er aS kjassa seppa sína, en sér þeim aS öSru leyti ekki fyrir lífsskil- yrSurn viS þeirra hæfi. Þessi dýr eru opt svift mest-allri lífsgleSi meS rangri meSferS, óhollri fæSu, athafnaleysi og ófrelsi. Eg veit vel, aS slíkar syndir eru framdar af hugsunar- og skilningsleysi á eSli dýranna og þörfum, en ekki af illvilja; en hiS sama má oftast segja um þaS, sem almenningur kallar von.da meSferS dýra. Dýraverndarinn mun framvegis gera sér far um aS flytja fræSandi greinar um þessi efni. Réttur skilningur á eSli dýranna er undirstaSa bættrar meSferSar á þeim. Ef nægileg þekking er ekki fyrir hendi hjá þeim, sem meS dýrin fara, geta þeir valdiS dýrunum ýmsum þjáningum. DýriS kvelst jafnt, ef meSferS þess er óhentug, þó aS mennirn- ir hafi þá afsökun, aS þeir viti ekki, hvaS þeir gera. Því er þaS skylda hvers manns, aS afla sér sem beztrar þekkingar á meSferS þeirra dýra, sem hann hefir undir hendi. Hér á íslandi mun þess lítt hafa orSiö vart til þessa, aS sjófuglar biSu verulegt tjón af olíu og fitu, sem fer i sjóinn nálægt landi. Helzt myndi þessa aS vænta á þröngum fjöröum, þar sem stór- ar síldarverksmiöjur starfa og skipaferS er rnikil, svo sem á Reykjarfiröi, SiglufirSi, Eyjafiröi og víSar. Væri fróSlegt, ef lesendur Dýi'averndarans veittu sjófuglum á þessunr stöSum athygli og geröu Dýraverndúnarfélagi Islands aðvart, ef þeir sæu, aS sjófuglar biSu tjón af framangreindum orsökum. Danska verzlunar- og siglingamálaráSuneytiö hefir látiS þetta mál til sín taka, og fyrir nokkru sendi það út tilkynningu, þar sem athygli skip- stjóra og útgerSarmanna er vakin á olíuhættunni fyrir sjófugla og þar sem varað er viS aS hella úrgangsolíu í sjóinn og aS skola olíugeyma nálægt landi eSa inni á fjörðum, þar sem sjókyrS er mikil. Tilkynning danska verzlunar- og siglingamála- ráöuneytisins hljóðar svo i lauslegri þýöingu: „Svo sem öllum sjófarendum mun kunnugt, hefir vaxandi notkun tankskipa og þeirra skipa, er brenna olíu, haft þaS í för meS sér, aS siglinga- leiSir fyllast óhreinindum af olíuefnum, sem tæmd eru í sjóinn frá slíkum skipum, t. d. viS hreinsun tanka. Þessi olíuefni fljóta oft á haffletinum um langan tirna, en þaö er mjög skaSlegt bæöi sjó- fuglum og fiskum. Einnig eru baSstaSir oft illa farnir vegna óhreininda frá þessum olíuúrgangi, sem rekur aö ströndinni. Einkum er sjófuglum stórhættulegt aö lenda í olíublettum þessum á haffletinum, þar eS olían ó- hreinkar og límir saman fjaörir fuglanna, svo aS fiSriS er ekki lengur vatnshelt, en þaS hefir þær afleiöingar, aS fuglarnir geta hvorki flogiö né kaf- aS. Þeir horast niöur og deyja kvalafullum dauSa úr hungri og kulda, þegar vatniö kemst inn úr fiörinu. Tjón á sjófuglum, svo sem aS íraman er lýst, veröur á öllum höfum, einnig á dönskum siglinga- leiSum. Þannig fórust t. d. í janúarmánuöi 1936 hundruS sjófugla, sérstaklega æSarfugl, í suSvest- ur hluta Kattegats, vegna þess aS þeir lentu í hrá- olíu frá flutningaskipi einu, er veriS var aS skola innan tank þess. Nefnd, sem starfar undir stjórn ÞjóSabandalags- ins aö samgöngumálum, vinnur nú aS því, aS sett- ar verði alþjóðareglur, er komi í veg fyrir aö sigl- ingaleiöir óhreinkist af ýmsutn olíuefnum og rná

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.