Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1938, Qupperneq 8

Dýraverndarinn - 01.04.1938, Qupperneq 8
20 DYRAVERNDARINN þegar hann kemur í nánd viíS þann, sem hann veitir eftirfc>r, ef matSur er ekki kominn alla leið, Keli veit. að hann átti ekki að vera með í förinni, þótt hann hinsvegar gæti ekki ráÖið viÖ ferðafýsn sína. Þegar hann sér þann, sem hann eltir, álengdar, ])á fer hann út af veginum, leggur rófuna niöur á milli fóta og læöist eftir götuskorningum, til þess aö sem minst beri á sér. Hann virðist helzt ekki vilja að maður verði hans var, fyrr en komiÍS er á leiðarenda, heldur laumast hann þegjandi áfram skáhalt á hlið við mann. Ef maður kallar til hans og segir honum að fara heim, þá hægir hann að vísu nokkuð á sér í bili, en heldur þó áfram. Kalli maður aftur á móti vingjarnlega til hans, þá rekur hanrrmpp gól af gleði og kemur i hend- ingskasti, og er ])á ýmist samsiða hestinum á veg- inum eða rétt á eftir honum. líftir það kemur hann að öllu leyti frjálslega fram, því nú veit hann a'S hann má vera meS í ferSinni. Komi maSur að á eða vatni, sem þarí aS fara yfir á leiSinni, þegar Keli er meS, þá vill hann nú helzt vera laus viS aS bleyta sig. Hann fer þá a'S ýlfra dálítiS, eins og hann sé aS biSja mann aS nema staSar. Um leiS og hesturinn nemur staöar, hefir Keli engar sveiflur á því, nema stekkur á bak fyrir aftan mann og heldur sér þar dauSahaldi, á hverju sem gengur, i þeim stellingum, sem myndin sýnir. Myndin er af okkur Kela, þar sem viö „tvímenn- um“ á Grána minum. Mér er þaS i minni, hvaS Grána minutn varS hverft viö i fyrsta skifti sem Keli stökk á bak fyrir aftan mig. Hann hentist langar leiöir út i vatniS, ausandi svo, aS gusurnar gengu mér yfir höfuS, en Keli ríghélt sér og datt ekki af l)aki. SiSan höfum viö Keli oft „tviment" á Grána, bæöi yfir HéraSsvötn og aörar ár þar heima í Skagafiröi. Nú finst Grána þaö alveg sjálf- sagt, aö lofa Kela aö sitja á I)akinu á sér yfir árnar, og nemur undireins staöar sjálfur, þegar hann heyr- ir Kela ýla á vatnsbakkanum, áöur en lagt er út í. ÖSru máli er aö gegna, þegar Keli heldur aö hann sé óvelkominn meS í ferSina og komiS er aS vatnsfalli. Þá laumast hann áfram, eins og á'Sur er sagt, langar leiSir frá manni og kemur aö ánni á alt öSrum staS, leggur hiklaust út í og syndir yfir. Þá biður hann ekki að lofa sér á bak, heldur er hann þá oftast kominn yfir á undan ferðamanninum. Hvers vegna leggur nú Keli svona mikið á sig til að ferðast? Eg held að það stafi af tvennu: í fyrsta lagi hefir hann gaman af aö ferSast og sjá sig um, og í ööru lagi er þaS trygð og vinátta, sem knýr hann til aö fylgja heimamönnum, sem fara í ferðalög. Á vorin, ])egar orðið er hlýtt í veðri, er Keli van- ur að liggja uj)pi á fjóshlöðunni á nóttunni. Það- an sér. hann yfir alt túnið, og ver það svo ræki- lega fyrir skejnnun, að enginn maður ])arf um það að hugsa. í fyrravor (i937) varð ein ær, sem bróöir minn átti, fyrir grjóthruni og fótbrotnaði. Hún var þvi látin vera heima á túni alt vörið, meSan fóturinn var að gróa. Keli amaðist aldrei neitt við hcnni. þótt hann sæi hana í túninu, en ef affrar rollur komu í túniS, þá rak hann þær burt meö miklum skör- ungsskaj), en þó án þess aö bita þær, því hann bítur aldrei menn eöa skepnur. Hann haföi séð, þegar fótbrotna ærin var látin inn á túnið, og vissi að hún átti aö vera þar, þess vegna þekti hann hana og sneidcli altaf hjá henni, þegar hann rak aðrar kindur úr túninu. Keli er nú kominn á efri ár, en er þó enn vel ern. ÞaS mætti ýmislegt skrifa um hann fleira, sem frásagna er vert, en ])etta verður að nægja að sinni. íslénzku hundunum hefir því miöur oftast veriS lítill sómi sýndur. líkkert hefir veriö svo illt, að þaS hafi ekki þótt fullboðlegt handa lnmdunum, sbr. „hundaveSur", „hundamatur" o.fl. ÞaS er tæp- ast efamál, aS fjölmargir íslenzkir hundar eru mjög vitbornir, ])ótt nokkuð sé ])að auðvitað, misjafnt; en þaö er ekki aS búast viS því, aS kostir íslenzku hundanna fái notiS sín undir þeim lifskjörum, sem þeir hafa átt viS aS búa á umliönum öldum, því þau llafa sannast aS segja veriS smánarblettur á íslenzkri þjóðmenningu. Menn ættu aS gera sér meira far um það, en nú tíðkast alment, aS veita gáfum dýranna eftirtekt og færa dæmi um þær í frásögur. Sumir menn álíta, aö dýrin séu bara „skynlausar skepnur”, sem ekki þekki illt frá góðu. Þetta er gömul villa, sem ])arf aS bverfa. ÞaS kostar ekki fé, aS veita háttum dýr- anna eftirtekt og því, hvaöa gáfur koma oft og einatt í ljós hjá þeim, en þaS hjálpar mönnunum til aS skilja sálarlíf dýranna, og þaS, aS skilja dýrin rétt, er frumskilyrSi fyrir því, aS geta veriö dýravinur. Á sumardaginn fyrsta 193S. Jón N, Jónasson,

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.