Dýraverndarinn - 01.09.1938, Page 5
Dýravinir og dýrapyndingar.
Þótt ólíklegt megi viröast, gera ýrnsir clýravinir
sig seka um dýrapyndingar, sökum þess, hve þekk-
ing þeirra á náttúrunni og' á eöli skepnanna er af
skornum skamti. Margir dýravinir valda uppáhalds-
skepunum sínurn hinna verstu óþæginda, af því
þeir lifa í þeirri trú, að alt, sem þeirn er sjálfum
ljúft og til þægðar, hljóti einnig að eiga viö dýrin,
sem þeir hafa undir hendi. — Ekkert er algengara,
en aö eigendur hunda, einkurn konur, láti jafnan
við hverja máltíö undan snikjum tryggasta hús-
dýrsins síns. Nú er þaö í sjálfu sér mjög skaölegt,
aö offóðra skepnur, hvað þá, ef sætindi eru þeirn
óhóflega í té látin. í því ganga börnin lengst, launa
þau einmitt hvert afrek hinna mállausu leikbræöra
sinna með sykurmolum, og sælgæti. Þó aö þetta sé
alt af góðum huga gert, þá er heilbrigði skepnunn-
ar stofnað í hættu meö ]?essu. Viö megum aldrei
gleyma því, að hundurinn er i eðli sínu rándýr,
kjötæta, svo að sykur er fjarri því aö vera eöli-
leg fæöa handa honum. Villihundar snerta alls ekki
við sætindum, þar segir örugg eðlishvöt til sín.
Hjá tömdum hundum er eölishvötin aftur á móti
oft tekin að sljófgast. Það er ]?vi skylda okkar, að
aftra þeim frá þeim hlutum, er heilbrigði þeirra er
búin hætta af. Sannarlega er það ömurleg sjón, aö
sjá stælta og rennilega hunda breytast smám sam-
an í kjagandi, másandi og blásandi mörvamba, sjálf-
um þeim til kvalar og eigendunum til skapraunar.
Stundum kemur það fyrir, að konur stökkvi ilm-
vötnum á hunda sína, til þess að verja þá ódaun.
Einuig ]>aö er hrein pynding fyrir skepnuna. Ilm-
efni þau, sem hafa þægilega angan fyrir okkar
smekk, valda hundunum illkynjaðrar ertingar og
viðþolslauss kláða, og séu ilmvötn notuð á lumd-
ana að staðaldri, eyðileggja þau þefvísi nefsins,
sem er eitt hið mikilvægasta skynfæri þeirra. Hver
sá, er séð hefir hund hlaupa ýlfrandi í felur, er
hann kom auga á ilmvatnsflöskuna, getur gert sér
nokkra hugmynd um, hversu heppileg þessi meö-
ferð á þeim er. — Hér ber einnig aö vara við notk-
un dropa eða dufta til útrýmingar á skordýrum,
nema að ræöa sé um lyf, sem sérstaklega eru til
þess ætluð. Öll slík lyktarsterk efni hafa hin verstu
áhrif á hundana og valda þeim rneiri óþægindum
heldur en nokkrar flær. — Það er einnig hin versta
pynding fyrir dýrin, ef þau eru höfð að staðaldri
inni í herbergjum, þar sem mikið er reykt. Hin við-
kvæmu öndunarfæri dýranna eiga örðugt með að
veita viðnám hinum skaðlegu áhrifum nikótínsins.
— I>að er og versta hefndargjöf, er nrenn strá mol-
um af nýju, blautu brauði út á gaddinn í því skyni,
að gefa smáfuglunum eitthvað í svanginn. Afleið-
ingin er sú, að meltingarfæri fuglanna sýkjast af
þeirri fæðu, er þeir eru ekki færir um að melta.
Veslast þeir síðan upp og deyja hinum kvalafyllsta
dauða í einhverjum afkima. Skal g'efa þeim sér-
staklega útlrúið fuglafóður, sem fæst i búðurn, eða
])á moðsalla.
Þessi fáu framanskráðu atriði sýna, lrve merki-
legt ]>aö er, aö kynnast eðli og uppruna dýranna
okkar. Þekkiiig okkar á eðli hvers dýrs kennir okk-
, ur, hvernig þa'ð verði verndað á réttan hátt.
(Lausl. þýtt úr: Das Tiermagazin.)