Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1938, Side 6

Dýraverndarinn - 01.09.1938, Side 6
34 DYRAVERNDARINN Dýraverndunarfélag r Islands. Frá aðalfundi og skýrsla stjórnarinnar. Þriíijudaginn 3. maí 1938 var haklinn aðalfundur Dýráverndunarfélags íslands i Varðarhúsinu við Kalksofnsveg, samkvæmt fundarboði með kortum til félaganna, dags. 26. f. m. Fundurinn hófst kl. 21. Fundinum stýrði formaður félagsins, Þórarinn Kristjánsson hafnarstjóri, og fundarritari var Lud- vig C. Magnússon, ritari félagsins. Áður en gengið var til dagskrár mintist formaður látinna félaga á starfsárinu, en þeir eru þessir: i leiðursfélagi Ólafur Ólafsson, frikirkjuprestur. Æfifélagi jes Zimsen, kaupmaður. Félagi Daníel Daníelsson, varaform. Dvf. Fundarmenn risu úr sætum sínum í minningu um liina látnu félaga. Þá var gengið til dagskrár. Reikningar félags- ins, d'ryggvasjóðs, Minningarsjóðs Guðlaugs Tóm- assonar, Minningarsjóðs jóns Ólafssonar Iranka- stjóra og Ártíðaskrá dýranna lágu fyrir fundinum. Höfðu þeir fyrst verið endurskoðaðir af löggiltum endurskoðendum og síðan af hinum félagskjörnu endurskoðendum, og ekkert fundist við þá að at- huga. Las formaður upp reikningana og skýrði ein- staka liði þeirra. Voru þeir síðan samþyktir um- ræðulaust. Skudlaus eign félagsins við áramót var krónur 15.587.^4. Þá var Tryggvasjóður kr. 85.816.78, Minningarsjóður Jóns Ólafssonar bankastjóra kr. 2.400.00, Minumgia'rsjóður Guðlaiugs Tómassonar kr. 687.75 og Ártíðaskrá dýranna kr. 57-59- Skýrsla formanns. Þá gaf formaður skýrslu um hi'ð helsta er gerst hafði á hinti liðna starfsári. Gat formaður þess, að á árinu hefði verið haldn- ir alls 10 Irókaðir stjórnarfundir, ]>ar sem stjórnin hefði tekið til meðferðar mál þau, sem fyrir hefðu legið, og athugað framkomnar kærur. Af kærum þeim, sem stjórninni bárust, vildi formaður geta tveggja. Vor önnur á hendur dönskum manni, er leigði sér hesta til fcrðalags um landið, og mis- beitti þeim svo, að hestarnir voru allir stórskemd- ir eftir ferðalagið, og suma þurfti að aflífa að ferð- inrii lokinni. Ifkki verður hér um kennt vanþekk- ingu erlends manns, því að með danska mannin- um voru tveir íslendingar, fylgdarmaður og ferða- félagi. Stjórn félagsins kærði þessa þokkapilta og sættust tveir þeirra upp á 200 kr. sekt hvor, en sá þriðji mun biða dóms í málinu. ÞaÖ er illt til þess að vita, að íslendingar skuli ekki geta haft vit fyrir sjálfum sér, hvað þá öðrum, um meðferð reiðhesta á löngum ferðalögum, en misþyrma þeim með böðulslegri notkun, eins og hér átti sér stað, til stundargleði fyrir sjálfan sig. Hin kæran Irarst stjórninni frá ensku dýravernd- unarfélagi út af óhæfilegum aðbúnaði útflutnings- hrossa um borð i Dettifossi í ágústferð skipsins til Englands. Stjórnin lét kæruna ganga til lögreglu- stjórans í Reykjavík, sem tók skýrslu í málinu, og sendi því næst stjórnarráðinu til frekari aðgerða; mun kærumál þetta enn óútkljáð. Fullyrða má, að þó að enn hafi eigi tekizt að koma ábyrgð á hend- ur réttum hlutaðeigendum út af misþyrmingu hest- anna í Dettifossi, þá hafa þó afskifti Dýravernd- unarfélagsins af því máli gjört mikið gagn, með því að vekja menn til umhugsunar um liina ó- hæfilegu meðferð á útflutningshrossunum. Stjórn félagsins samþykti að ráða sérstakan mann til þess að hafa eftirlit með útflutningi hrossa fyrir félagið á komandi sumri, og reyna að koma í veg fyrir ])að hirðuleysi, sem átt hefir sér stað hingað til um þá hluti. Eftirlit með slátrun hefir verið með líku móti og undanfarin ár. Sérstakur maður hefir haft dag- legt eftirlit með slátrun í Reykjavík og Hafnar- firði, og athugað umbúnað á biluni þeim, sem flytja féð. Eftirlitsstarf þetta hefir haft mjög mikla þýð- ingu og má nú fullyrða, áð öll meðferð á slátur- fé á þessum stöðum hafi gjörbreytzt, og sé nú í sæmilegu standi. Eftirlitið var nokkuð aukið á ár- inu; tveir menn úr stjórn félagsins, þeir Björn Gunnlaugsson og Sig. Gíslason, fóru eftirlitsferð norður í land og komu við i 13 sláturhúsum, 3 i Borgarnesi, 1 á Borðeyri, 3 á Hvammstanga, 3 á Blönduósi og 3 á Sauðárkróki. Athuguðu þeir allan umbúnað i sláturhúsum á þessum stöðum, ræddu við forstöðumenn sláturhúsanna og hvöttu til mann- úðlegrar meðferðar á sláturfénu. Þess skal með þakklæti getið, að landbúnaðarráðherra veitti fé- laginu 150 kr. styrk til eftirlitsstarfseminnar og

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.