Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1939, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.03.1939, Blaðsíða 7
DÝRAVERNDARINN ii Grunur Bleikalings. Hrólfur hét ma'ður Hrólfsson, Helgasonar bónda að Ábæ í Skagafjarðardölum. Hann var húsmaður á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð, er atburður sá gerðist, er nú verður frá sagt. Þá bjó að Ökrum Þorlákur hinn auðgi Símonarson og gætti Hrólfur sauða hans uppi við Grjótstekk, því að snapir nokkurar voru þar um fjallið, þó að jarðbann væri bið neðra og víðast hvar um sveitir. Þetta mun hafa verið vet- urinn 1803. Hrólíur þessi átti hest bleikálóttan, ágætan grip, traustan í besta lagi, gæfan og auðsveipan. Vissi engi maður til þess, að hann hefði nokkuru sinni reynst styggur í haga, óþjáll eða var um sig. Og nú var hann í húsi og hafði verið lengi vetrar. En út mun hann hafa verið látinn dag hvern, er vel viðraði. Nú ]>ar svo til á sumardaginn fyrsta, að piltur sá, er Ólafur hét Þórarinsson frá Stokkhólma, vest- an Héraðsvatna, vildi komast heim til sín, ef þess væri kostur. En ekki var hægt um vik, því að Vötn- in þóttu ófær. Hafði brugðið til þeyviðra síðustu vetrar-dægrin, fannir leyst og vatn hlaupið á slétt- lendi. En ekki höfðu Héraðsvötn drepið sig úr dróma að svo komnu eða af sér varpað megin-ís- um, heldur brotist upp á stöku stað og.orðið af mikill vatnagangur. Þótti sýnt, að víða gæti vakir leynst, þó að heilt virtist yfir að líta. — Ólafur, sá er áður getur, sótti fast að komast heim til sín og vildi ekki láta sér skiljast, að Vötn- in rnundu ófær, uns úr þeim hlypi. Kannaðist við það að vísu, að beljandi mikill færi ofan isa, en stæður mundi sá flaumur traustum hesti og vel járnuðum. Var nú einkum leitað til við Hrólf, því af einum stofni, þó að mjög hafi greinst og mis- jafnt sé útlit og þroski. — Einar Benediktsson, eitt hið andlegasta og spakasta skáld þjóðarinnar að íornu og nýju, hefir orðað mjög fagurlega hugsun- ina um uppruna og skyldleika alls lífs, svo sem hans var von og vísa. — Hann segir: Eg veit, að alt er af einu fætt, að alheimsins lif er ein voldug ætt dauðleg, eilíf og ótal-þætt urn afgrunns og himins slóðir. að allir kunnugir vissu, að hestur hans var hinn öruggasti. En hann skoraðist undan liðveislunni, uns Þorlákur bóndi kom til sjálfur og bað hann gera fyrir sín orð. Lét Hrólfur þá til leiðast, þó að honum þætti í ófæru stefnt og málið fremur af kappi sótt en forsjá. -----o----- Leggur nú Hrólfur af stað og ætlar að taka hest sinn, er hann hafði áður út látið um morguninn. En það er af Bleikaling að segja, að nú brá svo við, að maðurinn fekk hvergi í nánd honurn kom- ist. Virtist hann ráðinn í því, að láta ekki taka sig, og fór undan á hlaupum. Þótti Hrólfi þetta nýlunda, því að hesturinn hafði löngum verið gæfur í haga og ljúfur í öllum skiftum, vinur eiganda síns full- kominn. Var og kallaður ,,kvenelskur“ og þótti gott ldýlegt viðmót. Má engi maður um það vita, hvað Hrólfur hefir hugsað um tiltæki hestsins. En nú hljóp honum kapp i kinn og vildi ekki una því, að klárinn réði skiftum þeirra og ferðurn að sinni. — Fór og svo, að Bleikalingur varð höndum tekinn að lokum, er fleira fólk kom til, og eftir mikinn elt- ingarleik og fyrirhöfn. -----o----- Eftir þetta lagði Hrólfur af stað, reið út á isinn og reyndist vatnið brátt í kvið eða neðan á síðu. Fór hægt og gætilega, leitaðist við að þreifa fyrir sér af hestbaki með vatnastöng sinni. Heimafólk á Ökrum stóð fyrir dyrum úti, óttafult og kvíðið — og horfði á glimu hests og manns við ofurefli og dauða. Og áfram þokaðist, hægt og hægt. En er minst varði hurfu báðir, hestur og maður. Vissu þá allir, er á horfðu, að þeir myndu i vök fallnir og liklegast, að straumurinn tæki báða og bæri undir ísinn. — En bráðlega skaut þeim þó upp, og hafði maðurinn svaríast fram úr hnakknum og sat nú á makka hestinum. Straumurinn var mikill og þungur og bar þá óðfluga niður vökina. Fólkið horfði á og þótti öllum mikið að orðið og litil von um líf. En alt í einu reis hesturinn hátt að frarnan og var hreyfingin svo snögg, að Hrólfur þeyttist upp á ísinn og fékk einhvern veginn borgið lífi sinu. — Skildi þar milli feigs og ófeigs, því að Bleikalingur hvarf í sömu svipan — barst undir ísinn og sást ekki framar. Var margt um þetta rætt og þótti mönnum lík- legt, að hestinn hefði grunað hversu fara mundi, ef hann léti taka sig að þessu sinni.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.