Dýraverndarinn - 01.03.1939, Blaðsíða 12
DÝRAVERNDARINN
16
DÝRAVERNDARINN
kemur aÖ rninsta kosti á 11 a s i n n u m út á ári.
Dýraverndarinn er ódýrasta blaðið, sem nú er
geíið út hér á landi. Árgangur hans kostar að eins
3 krónur.
Ætlunarverk Dýraverndarans er aÖ vinna að upp-
eldis- og menningarmáli allra þjóöa, en þaö er sú
siðbót, sem fratn kemur í verndun tnálleysingja og
miskunnsemi við munaðarlausa.
Dýraverndarinn er oft prýddur myndútn, og i
honum munu verða ritgerðir og sögur eftir ritfæra
menn og merka.
Dýraverndarinn vill vinna sér traust og hylli allra
góðra manna, ungra og gamalla. Og er eigi sízt
leitað liðsinnis kennara og itngmennafélaga utn að
kynna blaðið.
Þeir, sem útvega 5 kaupendur að Dýraverndar-
anurn, eða fleiri, fá 20% i söluiaun.
Dýraverndunarfélag Islands.
„Betri er belgur en barn."
Hann haföi þann sið, hundeigandinn, að koma við
hjá slátraranum dag hvern og kaupa „úrgangskjöt“
handa rakkanum sínum. Keypti venjulega fyrir‘20
eöa 25 aura og fékk talsvert vænan skamt. En væri
maöurinn vant viö látinn, sendi hann drenginn sinn
þessara erinda.
Nú er þaö einhverju sinni sent óftar, að drengur-
inn er sendur, og segir hann þá viö slátrarann:
—• Eg á að kaupa „hundakjöt" fyrir 20 aura. En
þú mátt ekki hafa þaö eins feitt og seinast, þvi aö
hann pabbi varð fárveikur af því!
-k
Hlaupa-gikkir.
Skógar-geitin er talin býsna frá á fæti, en ekki
þolin aö sama skapi. Segja kunnugir menn, aö á
stuttu færi geti hún hæglega hlaupið svo hratt, aö
svari til go km. á klukkustund — eða rúmlega þaö.
öllu sprettharðari er þó Gepardinn. (Hann er i
ætt viö liund og kött og svipar til beggja). Hann er
ekki „þol-hlaupari“, fremur en skógar-geitin. En
stuttan spöl getur hann leikandi fariö meö þeim
hraöa er svarar til aö minsta kosti 100 km. á
klukkustund!
'k
Orðfær páfagaukur.
Svo er taliö aö páfagaukur nokkur í Havana
muni vera einna „orðfærastur" állra páfagauka í
heiini nú sem stendur. Honum hefir m. a. veriö
kent „Faöir vor“ á tveim tungumálum, ensku og
spænsku, og þylur „piltur“ þaö svo reiprennandi á
báöum málunum, aö hvergi skeikar!
Skpítlup.
— Ljótur varð Jón á svipinn, þegar eg sagði
honum, aö nú væri Bína farin að setja færilykkju i
pilsin sín.
—- Eg get því nærri.
— Hann sagöi: Já — þetta á maður upp á and-
skotans baöstofukuldann í vetur!
*
Þegar rikisarfinn italski og kona hans eignuöust
son, eftir sjö ára hjúskap, stóö í blaði einu:
— Ætli Mussolini þakki sér nú ekki þetta — eins
og alt annaö!
★
Þau sátu saman í lggubekknum, kystust í sífellu
og elskuðu hvort annað. Þaö var komiö fram yfir
miönætti og glaöur máninn skein inn til þeirra:
Hún: Helduröu aö fólk búi i tunglinu?
Hann: Nei, þaö held eg ekki. En eg get svo sem
dregiö gluggatjöldin fyrir, ef ]?ér þykir það viss-
ara! —
★
— Flýttu þér nú, Guðmundúr! Eg má ekki vera
aö þessu drolli.
— „Búinn er hundur þegar hristir sig“, segir
máltækíö — og nú á eg bara eftir að kyssa konuna!
Af'nreiðslu og innheimtu „Dýraverntlarans“ annast
Hjörtur Ilansson, Aðalstræti 18 (Uppsölum), 2. hæð.
Pósthólf 566, Reykjavík, og þanfjað eru menn vin-
samlega beðnir að snúa sér með fyrirspurnir sínar,
cða annað, sem við kemur blaðinu.
Munið að gjalddafji blaðsins er 1. júlí.
Ritstj.: Páll Steingrímsson.
Útgefandi: Dýraverndunarfélag íslands.
Félagsprentsmiðjan h.f.