Dýraverndarinn - 01.02.1944, Blaðsíða 8
DÝRAVERNDARINN
2
3jrunka giamka.
Frá Brúnku gömlu sagði mér systursonur minn,
Siguröur heitinn Jónsson, rafvirkjameistari. Hún
var dóttir Brúnku minnar1) og átti hún hana á efri
árum sínurn. Uppvaxtarár Siguröar og Brúnku
gömlu fóru Saman. Þau ólust bæöi upp á Þykkva-
bæjarklaustri. Munurinn var aðeins sá, aö hún
náöi miklu fljótara fullorðins aldri og á því kvaðst
Sigurður hafa fengiö að kenna. — Raunar hét hún
í fyrstu aðeins Brúnka, en síðari nafngiftina hlaut
hún þó ekki sakir aldurs, því að enn var hún á
léttasta skeiði,.er hún var nefnd Brúnka gamla og
mun því hafa ráðið ýmislegt í háttum hennar, sem
fremur þótti minna á roskna, lífsreynda hryssu,
en unga, og verður það nafn notað hér eftir. —
Það þótti einkennilegt, að öll folöld Brúnku
Leiðin að markinu er því sú, að finna búskapar-
háttu, sem gefa bændum meiri og auðsærri arð af
vel fóðruðu og vel hirtu búfé. — Og þetta er sú bú-
menning, sem nú er á hraðri sigurför um allan heim.
Hún krefst þekkingar, mannúðar og vísindalegra
rannsókna. Þeir, sem ekki vilja fylgja þessari þróun,
eða geta það ekki, hljóta því að dragast aítur úr,
bæði menningar- og fjárhagslega.
Búnaðarhagfræði allra landa kennir okkur, að
hrossakjötsframleiðsla sé óhagkvæm, nema af göml-
um afsláttarhestum, og að hverju búi sé bezt að
hafa svo fáa og góða hesta, sem írekast er unnt.
Til þess að fá góða hesta þarf að rækta þá og
kynbæta. Til þess að fá sterka og þroskamikla hesta
þarf að ala þá vel upp og fóðra þá vel. Ef hestarnir
eiga að verða þolmiklir og langlífir má aldrei ofbjóða
þeim og verður að hlúa að þeim í hvívetna. En
góðir, sterkir, þolmiklir og langlífir hestar verða
ódýrustu hestarnir.
Þetta er leiðin til að hagnast á því að láta hest-
unum líðla vel. Svo þarf að skapa áhuga meðal
bænda um að leggja niður þá búskaparháttu, sem
eru óhagkvæmir og auk þess bæði sjálfum þeim
og þjóðinni til vansæmdar.
Gunnar Bjarnason.
J) Frá henni er nokkuð sagt í Dýraverndaranum
XXVIII. árg. bls. 18.
minnar höfðu verið skeiðfelld, nerna Brúnka gamla.
Hún skokkaði, en brá aldrei fyrir sig skeiðgangi.
En á þeim árum þóttu þaðNeingöngu hestefni, sem
voru skeiðfelld. Brúnku gömlu var því enginn sómi
sýndur í uppvextinum. Hún var alin upp til þess
eins, að verða „áburðartrunta“, eins og þá var
komizt að orði. Engu að síður náði hún sæmileg-
um þroska. Hún varð harðger í skapi og kappsfull,
lét ekki hlut sinn, hvorici fyrir hrossum, sem hún
var með, né mönnum, að svo miklu leyti sem hún
fékk við ráðið. Engar sögur fóru þó af henni fyrr
en lokið var tamníngu hennar, en hún gekk bæði
seint og illa. Kom þá brátt í ljós, að hún var skap-
mikil og undi eigi öðru, en að vera framar öðrum
hrossum i samreið. Það átti alls ekki að nota hana
til reiðar og við það var tamningin bundin. Þess
vegna riðu henni helzt börn og unglingar, sem
höfðu sérstaka ánægju af því, hve ljónfjörug hún
var í samreið. Það hoppaði í þeim hjartað af ánægju
og stærilæti, er hún reif af þeim tauminn og þaut
á rokspretti fram úr öllum hópnum. Og það var
þeim óblandin gleði að ráða ekkert við hana. Sú
gíeði varð þó blandin beiskju á stundum, er Brúnka
gamla þaut á allt,.sem fyrir varð, hentist yfir skurði
og garða, hikaði ekki við neinar ófærur og losaði
sig við knapann, sem engin tök kunni á henni.
Þetta háttalag Brúnku gömlu olli ótta og meiðsl-
um, því að þeir eldri urðu ekki betur úti i skiptum
sinum við hana, en þeir sem yngri voru; var þá að
mestu hætt að nota hana til reiðar. Hún varð óvin-
sæl og andúðin gegn henni magnaðist svo, að henni
var sýnd mikil ónærgætni. Það bætti og ekki úr
skák, að væri barn sent á henni bæja í millum, þá
fór hún löturhægt. Keyri og sprikl Sigurðar höfðu
þar engin áhrif. Hún fór öllu sínu fram og réð
algerlega ferðinni. Hins vegar hafði hún til að
skokka á leiðinni heim til sin, sem mun hafa verið
sprottið af því, að hún vildi sem allra fyrst losna
við strákinn af baki sér. Þann veg leit Sigurður á
það. Þó var hún ekki svo ódæl við fullorðna.
Sakir þessa m. a. var Brúnka gamla látin vinna
verstu og erfiðustu verkin á heimilinu. Auk þess að
hún var látin fara i allar langferðir og bera þyngstu
baggana, var hún og látin bera þyngstu heybagg-
ana og draga heim þyngstu trén af fjörunni. Þar
við bættist svo, að borinn var á henni á vorin allur
fjóshaugurinn á túnið og var hún þó oft grannholda.
Þetta mun henni hafa þótt verst og sviðið þyngst,