Dýraverndarinn - 01.02.1944, Blaðsíða 19
D Ý R A V E R N D A R I N N
13
Móflekka.
Þegar eg var unglingur heima í fööurgaröi, átti
eg móflekkótta á, sem mér þótti afar-vænt urn. Hún
var bæöi falleg og vitur, var þó engin forustuær;
en hún var hugsunarsöm um lömbin sín og bjargaöi
tvisvar lömbum frá dauða. Frá þeim atvikum ætla
eg nú aö segja.
Voriö, sem Móflekka var þriggja vetra, eignaðist
hún ljómandi íallega svarta gimbur. En svo var þaö
einuin eða tveimur dögum eftir að Surtla litla fædd-
ist, aö eg var sem oftar að ganga innan um ærnar
og líta eftir, hvort öllu liöi vel. Sá eg þá aö Móílekka
var oröin lamblaus, hljóp hún jarmandi fram og
aftur og fór eigi dult, að hún var að leita aö dóttur
sinni. Eg fór líka að svipast um, hvort eg sæi ekki
lainbið, leitaði í hverjum læk og hverri holu þarna
nærlendis, en þar eru margs konar hættur. Eg leit-
aði um langa stund, en varö aö lokum uppgefin
og vonlaus um að finna lambiö og lagði af stað heim-
leiðis. Móflekka fylgdi hverri hreyfingu minni, þeg-
ar eg var að leita upp og ofan með lækjunum, eink-
um virtist mér hún beina athygli sinni að einum
læknum, en þar leitaði eg líka mest og bezt. En þegar
hún sá, að eg ætlaði að hætta leitinni, þá hljóp hún að
læknum og jarmaði bæði hátt og rnikið og horfði ým-
ist ui^j á mig eða ofan í lækinn, svo að mér fannst eg
mega til að gera það hennar vegna að leita betur,
þótt eg hefði litla von um árangur. Móflekka, sém
annars var stygg að upplagi, kom nú alveg til mín
og fylgdist með hverri hreyfingu minni. Virtist
mér mega lesa úr augum hennar bæn um hjálp. Eg
var komin hálf ofan í lækjarfarveginn, sem var
nokkuö djúpur; heyrði eg þá lágar stunur og með
því að seilast eins langt og eg kom hendinni inn
undir bakkann náði eg í Surtlu litlu. Það var eins
og henni væri troðið þar inn í holu. Hún var
Menn verða að velja á milli katta og fugla heima
við l)æi sína. Þeir, sem vilja hafa nokkura prúða
og spaka sumargesti líúsetta í hreiðurkössum og úti-
húsum heima við bæi sína yfir sumartímann verða
að hafna köttunum. Hinir, sem meta meira að strjúka
kisu, horfa á hana liggja i launsátri og hremma
þaðan hvert lifandi kvikindi, sem hún ræður við og
fær færi á, liafna fuglunum.
svo aðfram komin af kulda, að eg varð að hlaupa
heim með hana til þess að verma hana við eld-
stóna og hita ofan í hana. En þá hresstist hún
líka fljótt og var borin til mömmu sinnar og varð
þar mikill fagnaðarfundur.
Tveimur árum siðar um sauðburðinn, var eg og
systir mín að ganga til ánna; fundum við þá eina
tvílembuna með aðeins annað lambið sitt. Hitt hafði
sennilega fallið í einhvern lækinn eða holuna. Við
fórum nú að leita sín með hvorum læknum. Þegar
eg hafði leitað um stund kom eg auga á Móflekku,
þar sem hún stóð ein sér og var ekki að bíta. Þeg-
ar hún verður mín vör jarmar hún til mín og hring-
snýst um eitthvað; eg skunda til hennar og sé þá,
að hún er aö snúast umhverfis djúpa holu, en niðíi i
holunni er lítið hyjtt lamb. Eg varð dálítið hissa,
því að Móflekka var óborin, en svo datt mér í hug
að þarna mundi kominn tvílembingurinn, sem eg
var að leita aö. Þegar eg tók lambið upp úr holunni
fagnaði Móflekka þvi eins og hún ætti það og vildi
ekki af því sjá. Við rákum svo báðar ærnar heim
og reyndist rétt, að tvílemban átti lambið; varð því
að taka það frá Móflekku, sem hafði bjargað því
og jarmaði svo' sárt þegar hún varð að sjá af því
aftur. En um annað var ekki að gera, þvi að ekki
gat hún fætt lambið, þar sem ekkert var komið í
hana, og hún átti a. m. k. viku til burðar.
Næstu daga þegar eg gekk til ánna sá eg aldrei
Móflekku og var eg orðin kviðin um, að eitthvað
hefði orðið að henni. Leið svo hálfur mánuður, að
eg gat hvergi fundið hana, þó að eg svipaðist mikiö
eftir henni. En einn daginn er hún komin í ærnar
með stóra og stygga hvita gimbur. Aldrei, hvorki
fyrr né síðar fór lnm úr heimahögum til þess að
bera og finnst mér það ótvírætt benda til, að hún
mundi hrædd um að þetta lamb yrði einnig tekið
frá henni, eins og hitt, ef við næðum í það á meðan
það væri lítiö. —
Þess er eg fullviss, að hvorugt þessara lamba hefði
fundizt lifandi, ef Móflekku hefði ekki notið við.
Holan, sem tvílembingurinn var niðri í, var ekki
nær'ri lækjunum, sem við leituðum helzt i, og eg
vissi ekki af henni. Svo held eg það sé einsdæmi,
að ær bjargi larnbi sem hún á ekki sjálf.
Blessuð Móflekka min! Það er ljúft að minnast
allra samveru-stundanna með henni og margra kind-
anna frá æskuárunum þegar eg-gekk til þeirra á
vorin. I. A. frá Bæ.
B. Sk.