Dýraverndarinn - 01.02.1944, Blaðsíða 15
DÝRAVERNDARINN
3?áa Ævöcíd.
Iða var eftirlætis-reiðhryssa höf. og ágælum kost-
tim húin. Hún féll á svelli næstliðinn vetur og kont
svo hart og illa niður, að hún beið sanistundis bana.
Saman barinn eymdar-óð
eigi vii þér bjóða;
þú átt skilið léttfær Ijóð,
lisla-hrossið góða.
Enga skepnu eins eg hlaut
eftir mínu geði;
þér eg unni, þín eg naut,
þii varst mér til gleði.
G í s I i .1 ó n s s o n,
Saurbæ, Vatnsdal.
Eigandinn að gæla við Iðu.
Myndin er tekin fyrir all-mörgum árum og stóð Iða
þá upp á sitt bezta. Hefir myndin siðan geymzt í fór-
um ritstjórans.
hátt og greitt valhopp, ef ymprað var á slíku. En
væri fram undan bein braut, rakin og slétt, grundir
eða harðir sandar, var auðfengið tilþrifamikið
lilemmi-skeið. Eftir skarpan sprett fékkst það auð-
veldlega niður lagt, en upptekið tölt, sem var Fálka
unaðslegasti gangur, og svo greiður og mjúkur,
að af bar. Loks gat komið fyrir, að ekki væri um
aðra samningaleið að ræða en þá, að hleypa nokkurt
skeið, til þess að sefa skapsmuni. Var þá stökkið
langt og feiki-átakasnöggt. — Þá mátti eigi hvað
sízt „finna fjörtök stinn" hjá ,,gæðagamminum“
Fálka! Annars er eðliskostum þessa góðhests lýst
býsna vel og rétt í eftirfarandi vísu fyrri eiganda
bans:
„Sem vindblær léttur um vorsins stund
hann var á tölti á sléttri grund;
sem feiknavindur, þá fór á skeið,
sem fellibylur á þeysireið.“
Vísan er birt hér í heimildarleysi — tekin íslenzku
traustataki á 70 ára afmæli vinar míns, — höfund-
arins. !
Nú er langl síðan að Fálki minn var allur.
Hann féll 30. október 1922.
Sauðárkróki, 4. des. 1943.
Jón Þ. Björnsson.
Refurinn og endurnar.
í nágrenni Horsens (á Jótlandi) eru nokkur vötn.
Við eitt þeirra kom nýleg'a fyrir skemmtilegt atvik,
sem sýnir glöggt, að refurinn kann einnig að beita
því herbragði að dulbúa sig.
Meðfram vatninu læddist refur og veitti athygli
álitlegum villiandahóp, sem hélt kyrru fyrir skammt
frá landi. Þegar refurinn hafði njósnað um endurn-
ar drjúg-langa stund, læddist hann meðfram vatn-
inu þangað, sem goluna bar að öndunum, Og nú
sýndi refurinn, hve brögðóttur hann er í herstiórn-
arlist sinni. Hann sleit upp meS tönnum nokkura
grastoppa, fleygSi þeim í vatnið, en golan bar
grasið til andanna, sem þegar tóku að gæða sér á
því í mestu .makindum.Þegar refurinn sá að þetta
herbragð dugði og að grasiö reyndist hin bezta
tálbeita, safnaði hann saman vænni grasvisk, greip
hana í kjaftinn og lagði til sunds fram á vatniö til
andanna. Hann synti hægt og varlega og var svo
djúpsyntur, að aðeins eyrnabroddarnir og blátrýn-
iö voru oían vatns, en svo vel faliö í grasviskinni,
að enga grunsemd vakti. Hinn bragðvísi ræningi
mjakaSist nteð þessa lokkandi tálbeitu fast að önd-
unum. Og skipti þá engum togum, að refurinn sleppti
grasviskinni, en greip i hennar stað eina öndina og
hraðaði sér að landi.
Veiðimaður, sem þar var nærri og fylgst hafði
með frá upphafi tiltektum skolla, varð svo undr-