Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1947, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.10.1947, Blaðsíða 4
42 DÝRAVERNDARINN er eyðibýli og hafði verið þaS nokkur ár. Ég liafSi þangaS erindi, annaS en aS leila hinna týndu sauSa. ÞaSan fórum viS vit á svo kall- aSa Hrúlahjalla. ÞaSan idjóp ég niður hratt- an rana og niSur að á. ÞaS voru komin ljósaskipti, og ég ætlaði að flýta inér heim i jólahátiðina. Ég liafði alveg gleymt þvi að liafa gætur á Kol. Nú tek ég eftir j)vi, að hann er ekki með mér. Hvar tók ég eftir honum síðast? Á Ilrútalijöllunum. Ég fer að kalla. Fljótlega sé ég, livar lionum hregður fyrir liátt uppi í l'jalli fyrir utan Hrútahjalla. Hann kom snögg- lega upp úr djúpu gili og hvarf fljótlega nið- ur í gilið aftur. Mér sýndist á skottinu, að í honum væri veiðihugur. Ég legg á brattann, en þegar ég er kominn í námunda við staðinn, þar sem ég sá Kol hregða íyrir, kemur hann á móti mér og liggur vel á lionum. Ilann stanz- ar ekkert lijá mér, heldur iileypur á undan mér, fyrst upp rindann og síðan út í gilið. Klettastallur liggur hér þvert yfir gilið og fellur foss fram af miðjum stallinum. Að utanverðu við fossinn hafði snjórinn kastast frá klettinum, en þar undir visaði Kolur mér á veturgamla á, sem mér þótti mikið til koma, og ég gerði mér miklar vonir um. Næstum mán- uð 25 daga — er þessi kind búin að vera í svelti. Hún rólar á undan okkur niður rind- ann, niður að á og þaðan heim fjártroðning- ana, Iieim að húsum. Þetta er ótrúlegt, en satt. Þetta varð mesta happakind. Hún har nafnið Jólagjöf. Sultu í hel. Nú vöntuðu aðeins tvær ær. Kolur visaði mér á þær margsinnis um veturinn, en ég bar því miður ekki gæfu til að hjarga lifi þeirra. Þær sultu í hel neðst í gildragi undir stórum steini, sem slútti mikið fram yfir sig. Á þennan stað fór hundurinn mörgum sinnum, og ég marg-þétt-pikkaði með stönginni og fann svo glöggt lausagrjótið undir,að ég fullvissaði sjálf- an mig um, að hér væri engin skepna, hvorki lífs eða liðin. Hitt var mér oft umhugsunarefni, hversvegna hundurinn léti svona. Um vorið, þegar snjóa liafSi leyst upp, sá ég og skildi, hvernig í öllu lá. Hreindýrið. Veturinn eftir, að féð fennli, var það eill kvöld, að ég tapaði lvol frá mér í smala- mennsku og vissi ekkert, hvað um hann liafði orðið. Mér gekk stirt að smala, eftir að hann fór frá mér og var því óvenjuléga stuttur í spuna við hann, þá loksins, Iiann náði mér. Næsta kvöld varaði ég mig á þessu, því að mér datt i liug, að eitlhvað gæti verið athuga- vert við þetta hvarf lians. Við erum á heimleið. Ég geng út með svo nefndu Skriðuvatni, en Kolur fer út miðjar lilíðar, eins og venjulegt var. Þegar kemur úl fyrir neðan Iírútahjallana, gal ég' ekki séð til lians. Uppi á lijöllunum er töluvert undirlendi, sléttir valllendishalar, mjög grösugir, meSfram klettahelti. Ég snarast upp á hjallana til að lilast um. Sé ég þá, hvar snjóflóð liefur fallið fram af klettunum -— eða hengja brostið fram og runnið niður á balana. Kolur er þar ofar- lega í flóðinu og liamast að rifa sig niður. Nú fékk ég að vita, hvað hafði tafið hann kvöldið áður. Ég var með kollótt gönguprik i hend- inni og fór nú að pota því niður í holuna Iijá Ivol, en kom því stutt, því að snjórinn var svo harður og saman þjappaður. Næsta dag fór ég inneftir með skóflu og járnstöngina góðu. Ég fann með henni, að eitthvað var undir annað en jörð, en ekkert líf var að finna, enda vissi ég, að svo mundi vera. Ég þekkti ol’ vel alla tilburði vinar míns. Þegar hann gróf á dauðyfli, var ekkert hlustað, engar vanga- veltur og skoltiS í venjulegum stellingum. Eft- ir mikinn mokstur dró ég hér upp myndar- legl hreindýr, sem farizt hafði i flóðinu. Þetla var ágætt út af fyrir sig, en þegar hann narr- aði mig stundum til að gera mikinn mokstur eftir einum rjúpnaræfli, þá sárnaði mér við hann, en fyrirgaf þó, því að ég vissi, að hon- um var þelta meðfædd velvihl og leikandi leikni. Ferðalög. Ég fór oft í löng ferðalög og fylgdi Kolur mér jafnan eftir. Þegar yfir ár og vötn var að fara, stökk hann á hak fyrir aflan mig og þar sat hann á hverju sem gekk. Eftir að ald- ur færðist yfir hann, lét hann nægja að

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.