Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.06.1950, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.06.1950, Blaðsíða 6
28 DYRAVERNDARINN 0(öf ^ónidóttir: Endurminningar Kolskottu Nú þegar ég er oröin gömul og gigtveik og ligg hér kvöld eftir kvöld andvaka á sessunni minni, rifjast upp ljúfar endurminningar í huga mér. Núna er ég ekkert falleg, — nei, ekki baun, ég er farin aö vera svo skrambi kerlingarleg. En í gamla daga, — þá var ég falleg, mikil ósköp! Ég var nú alls ekki eins og kettir á bæjum gerast. Ég var svört, já, meira að segja alveg kolsvört og meö fjarskalega loöiö skott. Af einhverjum misgán- ingi festist Kolskottu nafnið við mig, en ann- ars vildi pabbi sálugi, sem var brezkur skips- köttur, nefna mig Elizabeth, en gamli séra Brandur gat aldrei sagt það. Snemma fór aö bera á hinni skörpu dóm- greind minni, og ég var kornung, þegar ég vissi, hvað kettir þeirra Napoleons og Hitlers höfðu heitið. En því miöur varð ég lauslát meö aldrinum, og varð mér oft hált á því. Drottinn má vita, hvernig farið hefði, ef ég hefði ekki þegar á unga aldri hlotið strangt uppeldi hjá fóstru minni. Þó hef ég gefið þessum heimi fjörutíu og níu afkvæmi, en aðeins sjö hafa séö dags- ins ljós og stært sig af móöur sinni. Liðug var ég og vel að mér í fótamenntinni, enda var „ball“-kortiö mitt fullskrifaö á hverjum dans- leik. Það er svo sem ekki undarlegt, þótt ung- kettirnir byrjuðu snemma að gera sér dælt við mig. Ég hafði ágætt lag á að láta þá bjóða mér út og sjá mér fyrir heimfylgd, en Sveina, fóstra mín, kom þeim alltaf fyrir ,,kerlingarnef.“ Sveina, sagði ég. Það er reynd- ar ekki von, að þið kannizt við hana. Sveina er húsmóðir mín, prýðisstúlka, en dálítið skiln- ingssljó á tilveruna. Hún er piparmey og skil- ur aldrei í því, að ég skuli ekki alltaf vera inni að mala og hita bólið hennar. En þið hljótiö aö skilja, að maður kýs miklu fremur að fara út að hitta vini sína, sem syngja ást- arsöngva í portinu okkar kvöld eftir kvöld. Og svo er mér alltaf hálf-illa við aö fara upp í annarra rúm, síðan ég fékk lúsina af háset- anum, sællar minningar! Við áttum því oft í erjum út af þessu. Ég faldi mig, en aumingja Sveina sárbændi mig að gefa mig fram. Ævinlega fannst mér aö lokum ég vera óttalega slæm, og þá var ég ekki lengi að fara til Sveinu, nudda mér utan í hana og biðja fyrirgefningar. Já, ég veit það svo sem, að ég var ógnar prakkari. Ég var ekkert illa innrætt, nei, nei, því fór nú fjarri, en það var bara þessi galgopaskapur og kettlingskenjar, sem ollu því. — Mest gaman af öllu þótti mér aö fela hjartagosann fyrir Sveinu. Hún Sveina var nefnilega svolítið skrítin. Hún sat oft kvöld eftir kvöld yfir spilunum sínum og las ferða- lög og ástarævintýr úr þeim. Ég veitti því snemma athygli, að það glaðnaði yfir henni í hvert skipti, sem hjartagosinn kom upp. Ég notfærði mér þessa vitneskju mína til að stríða henni. Þegar lítið bar á, krækti ég með lopp- unni 1 hjartagosann, dró hann svolítið til og settist svo á hann. Aumingja Sveina varð eyði- lögö,þegar gosinn lét ekki sjá sig,og snerti ekki spil meira þau kvöld. Þó kastaði fyrst tólfunum, er ég ætlaöi að færa Sveinu fyrstu músina. Þetta var ósköp lagleg, lítil mús, brún að lit. Ég man alltaf, hversu glöð ég var, þegar ég druslaði henni upp stigann. Nú gæti ég þó gefið Sveinu eitt- hvað, og Sveina, sem aldrei hafði veitt mús sjálf! Og hún Sveina skyldi fá að sjá, að það væru ekki allir, sem ættu svona góða ketti. En þá hefði ég átt að minnast málsháttarins, sem móðir mín kenndi mér: „Vandi er vel boðnu að neita“ og láta þessa för ófarna. Þegar ég klóraði með klónni í dyrnar til þess að gera vart við mig og Sveina opnaði, ætl- aði hún alveg að tryllast og skellti hurðinni á mig. Ég snautaöi burtu meö mýslu og gaf Depli, vini mínum hana. Sá kunni þó að meta þessa gjöf. En Sveina var aldrei langrækin við mig, og þegar hún hafði baðað mig og kembt mér, læddist ég óbeðin upp í rúmið hennar og vermdi það. Það er af, sem áöur var. Nú eru Depill, Brandur, Geisli o. fl. komnir undir græna torfu, svo að nú verð ég að láta mér nægja

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.