Dýraverndarinn - 01.02.1960, Page 5
Hásameí star inn
mllkll
í ríki dýranna
Inngangur
Áður hefur verið minnzt á bjórinn hér í blaðinu,
en nýlega rakst ritstjórinn á tvær eriendar greinar
um þetta furðulega dýr og getur nú ekki stillt sig
um að sjóða upp úr þeim frásögn um bjórinn og
kynna hann svolítið nánar lesendum blaðsins, og
mundu margir þeirra telja undarlegt, ef eingöngu
væri til að dreifa einhverju meðsköpuðu ósjálfræði
í verkum bjórsins og háttsemi.
Eins og allir lesendur Dýraverndarans vita, er
bjórinn nagdýr. Hann er stærsta nagdýrið í Evrópu.
Hann er um það bil 110 sm langur, þar af rófan
25—30 sm. Stuttfættur er hann og mjög gildvaxinn,
sterkar klær á framfótunum og alllangar, en stuttar
á afturfótum og sundfit á milli tánna. Rófan er flöt
og hvassbrýnd. Nagtennurnar eru afar sterkar. Hann
er dökkbrúnn á lit, mjúkhærður mjög og með gljá-
andi vindhárum. Skinnið þykir bæði skjólgott og
fallegt og er í háu verði, og liefur víða orðið að
friða bjórinn til þess að koma í veg fyrir, að hon-
um verði útrýmt.
Stofnað nýbýli
Bjórhjón — stundum fleiri en ein — taka sig út úr
hóp og flytja burt úr lieimahögunum. Þau leita, unz
þau finna læk, sem þeim lízt henta. Og svo er þá
tekið til starfa. Þar sem aðstæður eru beztar, er
byrjað á stíflu úr kvistum, greinabútum og meðal-
gildum stofnum. Sem þéttir eru notaðar jurtarætur
og leirleðja, sem grafin er upp úr lækjarbökkunum.
1 il að treysta stífluna eru settir í hana steinar hér
og þar, sumir allt upp í 50 kíló. Eins og gefur að
skilja, dýpkar nú vatnið ofan stíflunnar og flæðir
yfir bakka lækjarins. Þess vegna verður að lengja
Bjór fellir Iré.
stíflugarðinn til beggja enda, og svo halda bjórarn-
ir áfram að hlaða, unz þarna hefur myndazt allstór
tjörn og einmitt hæfilega djúp til þess að hún botn-
frjósi ekki, jafnvel í hörðustu frostum, og dyrnar á
híbýlum bjóranna njóti ávallt verndar vatnsins, eins
í þurrkatíð sem vætu.
Nótt eftir nótt vinna bjórarnir að byggingum og
öflun byggingarefnis. Þeir fella tré eftir tré, og get-
ur einn bjór sigrazt á furðu gildum trjástofnum.
Hann situr á afturfótunum, hefur stuðning af róf-
unni, setur klærnar á framfótunum í börkinn og
nagar trén í sundur. Hann hagar sér nákvæmlega
eins og hygginn og reyndur skógarhöggvari, byrjar
þar á trénu, að tryggt sé, að það falli í rétta átt —
út í tjörnina, og þegar hann veit, að það er komið
að falli, varar liann rnaka sinn og félaga við hætt-
unni með því að slá niður rófunni. Hann þarf ekki
að fara langt til að ná sér í fæðu, því að hann
lifir einmitt á berki og smæstu vaxtarsprotum þeirra
trjáa, sem hann fellir.
Brátt verður reyndin sú, að bjórarnir þurfa að
fara alllangt til að ná í byggingarefni. Þá grafa
þeir skurði og fleyta eftir þeim trjábútunum inn í
tjörnina. Skurðirnir verða fleiri og fleiri, og þarf
slíkt hugvit við til að grafa þá skynsamlega og tengja
þá þannig saman, að þeir komi að gagni, að fáurn
mun dyljast, að þeir séu grafnir eftir fyrir fram
gerðri áætlun, þótt livorki hafi bjórarnir yfir að
ráða teiknistofu né teiknitækjum. Skurðgröftur og
byggingarvinna bjóranna sýnir, að þeir leggja á sig
dýraverndarinn
5