Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1960, Side 8

Dýraverndarinn - 01.02.1960, Side 8
KISA Eftir Guðmund skáld Guðmundsson (Birtist í Dýravininum 1907, ásamt myndinni, sem hér lylgir) Þegar illa á mér lá og ornuðu tárin hvarmi, til mín komstu, kisa grá, og kúrðir mér að barmi. Ekki’ eru’, að visu, öll þín hljóð eftir réttum nótum, en þau koma kcer og góð frá kattarins hjartarótum. Mér finnst enginn efi á því, þótt aðrir vilji’ ei triía, að kattarþeli þinu i þöglar ástir búa. Margir segja, að söngur þinn sé af verra tagi. Þú hefur samt i sál mér inn sungið dýra bragi. Bezt þú skilur börnin smá, sem bera þig sér á örmum, við þau mjúkt þú malar þá og mcenir á þau i hörmum. Mig hafa glatt þín Ijóðin löni og látið tárin þorna, er þú kvaðst þinn kattarsöng kát um bjarta morgna. Þegar loksins líkaminn leggst að köldum baðmi, kýs ég að vera, ltisi minn, köttur i meyjarfaðmi! 8 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.