Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1960, Page 6

Dýraverndarinn - 01.02.1960, Page 6
Stífla í bjóranýlendu. Tvö dýr á stiflunni. geipimikið eriiði, enda tekur gerð eins nýbýlis eða nýbýlahverfis oft og tíðum mörg ár, og svo bætist það ofan á, að viðhald og viðbætur krefjast mjög mikillar vinnu á ári hverju. Eitt af því, sem menn undrast mest, þegar þeir virða fyrir sér framkvæmd- ir bjóranna, er sú staðreynd, að þeir hafa forsjá til að hafa yfirfall á stíflunni, og kemur það í veg fyrir, að vatnið verði of djúpt í vatnavöxtum og þrýst- ingurinn á stífluna of mikill! Híbýli bjóranna Sama efni er notað við byggingu híbýlanna og við hleðslu stíflunnar. Vanalega eru þau grafin inn í bakka lækjarins eða tjarnarinnar og ávallt hagað Jrannig, að dyrnar séu aldrei á þurru, hvernig sem tíðarfarið er. Frá dyrunum liggja síðan göng upp á við, stundum margra metra löng, inn í sjálfa íbúðina. Þess er ávallt gætt, að hún liggi það hátt, að þangað streymi aldrei vatn úr tjörninni. Þakið er úr lagi af greinum, og er þess vandlega gætt, að nokkur hluti þess sé svo þunnur, þó að hann sé regnheldur, að þar streymi inn loft. Sjálf íbúðin er tveir metrar á breidd að innanmáli, en utanmál grunnflatarins getur komizt upp í sex metra. Eins og áður getur, þétta bjórarnir stífluna með leirleðju. Þeir slétta hana og jafna með rófunni, nota sem sé rófuna sem múrskeið. Á sama hátt þétta Jteir þá hluta híbýla sinna, sem standa upp úr vatn- inu. Þegar leirlagið er orðið Jrurrt, er Jtað ekki að- eins vatnsjoétt, heldur styrkir Jrað mjög mikið öll „mann“-virkin. Veggir ganganna eru að mestu úr greinum, og á þeint eru hvassir kantar og endar. En til þess að koma í veg fyrir, að bjórinn meiði sig á [æim, þegar liann fer út eða inn, eru göngin vand- lega „múrhúðuð". Búr bjóranna Þegar vetrar, leggur tjörnina og lækinn, og oft er þá svo mikil snjókoma, að ekkert er hægt að athafna sig í skóginum. Trén standa máski í tveggja til Jn iggja metra djúpri fönn. Þess vegna safnar bjórinn sér forða. Hann kaíar tii botns í tjörninni með granna trjábúta og greinastúfa og fergir þá þar með grjóti, svo að Jseim skjóti ekki upp. Svo sækir hann sér börk, Jjegar hann svengir, og ber inn í íbúð sína. Þar getur liann neytt máltíðarinnar. Hann Jrarf ekki að óttast ónæði, Jjví þó að einhver vildi nú brjóta sig inn tii fjölskyldunnar gegnum Jjakið, Jtá er það enginn hægðarleikur. Nú er allt gaddfreðið og Jtakið næstum eins sterkt og Jtað væri úr stáli. Fjölskyldulíf bjóranna Þegar bjórarnir byggja ekki aðeins nýbýli, lield- ur nýbýlahverfi, eru stundum einar og sömu aðal- dyr að fleiri en einni íbúð, og frá Jjeim greinast göngin sitt á hvað. Þó hafa aldrei margar íbúðir sörnu útidyr, og sjaldan er rnjög fjölbýlt í byggða- hverfunum. En hvort sem dyrnar eru fleiri eða færri, er sambúð dýranna mjög góð og samstarfið frábært. Allir vinna saman að nauðsynlegum framkvæmd- um, hvort sem Jjar er um að ræða nývirki eða við- hald, og allir virðast vinna eftir sameiginlegri og fyrir fram gerðri áætlun, sem engum detti til hugar að víkja frá. Og allir gera sér að skyldu að vara við hvers konar hættu. En Jjrátt fyrir sátt og samlyndi er síður en svo, að einn girnist annars húsfreyju. Annað en einkvæni tíðkast ekki hjá bjórunum, og hjónaskilnaður kent- ur ekki fyrir. Þegar að Jjví líður, að húsíreyjan verði léttari, býr liún sér hægindi úr þurru grasi í baðstofunni, og þar elur lnín ungana. Þeir eru aldrei færri en tveir og ekki fleiri en Jjrír. Þeir fæðast sýndir og yfirleitt Jjroskaðri en ungar annarra nagdýra. Ungarnir nær- ast eingöngu á mjólk, Jjangað til Jjeir eru mánaðar- gamlir. Þá taka [jeir að neyta barkar og róta, og móðirin fer að taka J)á með sér stund og stund út undir bert loft. Oft og tíðum sér faðirinn afkvæmi sín ekki fyrr en ntóðirin telur J)au fær til að fylgja henni út, J)ví að henni er lítið um J)að gefið, að hann sé að snudda inni, nteðan hún liggur á sæng eða ung- arnir eru ekki teknir að stálpast. í tvö ár annast foreldrarnir ungana af mikilli umhyggju, og Jjann 6 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.