Dýraverndarinn - 01.02.1960, Page 7
tíma búa þeir hjá foreldrum sínum, en þegar sá tími
er liðinn, verða þeir að byrja að sjá fyrir sér sjálfir,
konta sér upp íbúð og ná sér í maka.
Þegar svo er komið, að of fjölbýlt er orðið í hverf-
inu, svo að skortur er bæði á húsrými og fæði, taka
einstök dýr, hjón eða fjölskyldur, að l’lytja á brott og
svipast um eftir nýrri bólfestu. Bjórarnir synda upp
eftir læknum, og oft fara þeir langar leiðir, unz þeir
finna stað, sem þeim líkar. En fari þeir ekki svo langt
í burtu, að foreldrar og vinir hafi ekki vitneskju
um, hvar þeir hyggist setjast að, fá þeir oftast
hjálp við framkvæmdir sínar, og þá einkum stíflu-
gerð, skógarhögg og skurðgröft.
IJjórnum fjölgar vegna friðunar
Eins og áður getur, lá við, að bjórnum væri með
öllu útrýmt, sakir þess hve feldurinn er verðmætur.
En dýravinir og dýrafræðingar vöktu samvizku
stjórnarvaldanna. Þeir bentu fyrst og fremst á, að
náttúran verður snauðari, þegar einhverri dýrateg-
und er eytt, en þeir notuðu sér einnig vitneskju
sína um lifnaðarhætti bjórsins, sýndu fram á, að
Merkileg saga
um Tryé^va Gunnarsson
Ýmsar sögur hafa verið sagðar um hinn mikla
dýravin og frumherja dýraverndar hér á landi,
Tryggva Gunnarsson. Eina segir Oscar Clausen rit-
höfundur í bók sinni Á fullri ferð, sem út kom síð-
astliðið liaust hjá Bókfellsútgáfunni. Fer sagan hér
á eftir:
„Skemmtileg saga gekk í bænum á þessum árum
af þeim Tryggva Gunnarssyni og Bjarna snikkara.
Ég heyrði hana eins og aðrir og sel hana ekki dýrar
en ég keypti, en hún er þannig:
Það var víst orðin einhver tregða á, að Bjarni
fengi víxla hjá Tryggva, og var hann því farinn að
fara heim til bankastjórans, einkum á morgnana,
til þess að tala við hann um viðskiptin, áður en
hann færi í bankann, og þannig undirbúa jarðveg-
tnn fyrir víxilkaup dagsins. Einn morgun kom
Bjarni og lá þá mjög á peningum, en bankastjórinn
Bjór kafar til að fara inn i hibýli sin.
þeir væru rnjög merkilegir, og hreinn og beinn
glæpur væri að útrýma dýri, sem væri svo sérstætt
að vitsmunum, iðni og hagleik. Loks gátu Jteir bent
á, að víða vinnur bjórinn hið mesta Jrarfaverk.
Hann ræsir votlendi og takmarkar rennsli lítilla
elfa og vatnsmikilla lækja, og Jaað liefur sýnt sig,
að víða, Jrar sem hann hefur verið að verki og hon-
um fjölgað, hefur allt dýralíf aukizt, en hins vegar
llest önnur dýr flúið á brott, Jjar sem honum hefur
verið eytt. Svo hefur hann [>á verið friðaður í fjöl-
mörgum löndum, og nú fjölgar honurn ört, til dæm-
is í Noregi, Svíjtjóð, Finnlandi, Rússlandi og Banda-
ríkjunum.
var ekki kominn á fætur. Ráðskona Tryggva, sem
Jtekkti Bjarna og vissi, hve hann var handgenginn
bankastjóranum, vísaði lionum inn í skrifstofuna,
og skyldi liann bíða þar gamla mannsins. Bjarni
settist, — allt var kyrrt og hljótt, og leið svo góð
stund. — En þá heyrði hann eitthvert Jmtsk við
ofninn, og kom í ljós, að Jiarna var rotta á ferð.
Hún kom með hausinn út um gat, sem var við ofn-
plötuna, og skimaði í allar áttir, og kom svo fram
á gólfið. — Bjarni snikkari hélt niðri í sér andan-
um og læddist á tánum að ofninum, greip eldskör-
unginn og rotaði rottuna í einu höggi. — Skömmu
síðar var Tryggvi bankastjóri kominn á fætur og
gekk til skrifstofu sinnar. Bjarni fagnaði honum vel
og sagði glaðklakkalegur:
„Nú hef ég unnið þarft morgunverk fyrir yður,
bankastjóri," og sýndi honum „bevísið“.
„Farið Jtér nú bölvaður, Bjarni. Þetta var uppá-
haldsrottan mín,“ varð bankastjóranum að orði.
En rottuna hafði Tryggvi, gamli dýravinurinn.
liænt að sér, svo að hún át brauðmola úr lófa hans
á hverjum morgni.
Það var sagt, að Bjarni snikkari hafi ekki fengið
neitt víxillán úr Landsbankanum Jrann daginn.“
ÚÝRAVERNDARINN
7