Dýraverndarinn - 01.02.1960, Side 11
DÝRAVERND
ENGUM blandast hugur um, að margt hefur breytzt
til batnaðar hér síðari ár í meðferð húsdýra okkar,
en öðru mun þó enn mikilla umbóta þörf. Gömlu
moldarkofarnir eru nú að miklu horfnir, sem oft
voru þó hlýir, en í staðinn eru komin nýtízku fjár-
hús, hin vönduðustu að allri gerð.
Böðvar Magnússon á Laugarvatni ritaði fyrir
skömmu ágæta grein í Dýraverndarann, þar sem
hann benti á, að flokkun sauðfjár í hús að hausti
til hefði verið talin nauðsynleg eftir aldri og holda-
lari fjárins. Þetta er vitanlega hárrétt og er jafn
nauðsynlegt enn þann dag í dag. Að ná upp litl-
um lömbum og mögrum ám framan af vetri er mjög
nauðsynlegt, því það sparar fóður seinni partinn og
gerir skepnurnar auk þess hraustari. Það er því
nauðsynlegt, að þegar vönduð og dýr fjárhús eru
reist, séu þau þannig „innréttuð" að flokkun fjár
væri möguleg, því eins og áður er sagt, er það
einnig hagsmunamál fyrir eigandann. Við slíka
„innréttingu" þarf líka að hafa í huga kró fyrir
sjúkar kindur, og ætti hún helzt að vera þannig
sett í húsinu, að hún væri bæði björt og hlý. Ein-
angrun sjúkra dýra er svo sjálfsögð, að orðum þarf
ekki að því að eyða. Sá hróplegi trassaskapur og
mannúðarleysi, sem lýsir sér í því að láta sjúkar
kindur veltast urn í krónum innan um heilbrigt
fé, þar til þær drepast, ætti að hverfa af hverju ein-
asta bændabýli. Það ætti engin fjáreigandi að leyfa
sér slíkt. „111 meðferð á skepnum ber vott um
grimmt og guðlaust lijarta," stóð í Helgakveri. Sjálf-
sagt er slíku ekki alltaf til að dreifa um þá menn,
er miður vel fara með skepnur sínar, en ill meðferð
á dýrum lýsir })ó alltaf kæruleysi og oft illum vana.
Nú á seinni tímum hefur því mjög verið haldið
að bændum að fara vel með búpening sinn, til
þess að liafa af honum sem mestan arð, og er það
vissulega gott, það sem það nær. En þess mætti
gjarnan geta um leið, að menn ættu að líta á liús-
dýrin sem vini sína og félaga, sem þeim beri skylda
til að láta líða svo vel sem í mannlegu valdi stend-
ur. Næði sá hugsunarháttur að festa rætur al-
mennt, mundu aðrar nauðsynlegar umbætur konia
á eftir.
Frá uppvaxtarárum mínum eru mér tvær sögur
sérstaklega minnisstæðar, „Gamli Lótan“ og „Móa-
Móra“, báðar eftir merka höfunda, og höfðu þær
án efa mikil áhrif. Slíkar sögur þyrftu alltaf að
birtast öðru hverju til umhugsunar og vakningar og
vera lesnar af sem flestum. Um árangur efast ég
ekki.
Það er mjög mikið lagt upp úr því nú á dögum,
að öll verk sé hægt að leysa af hendi á sem létt-
astan og fljótastan hátt. Að því er hirðing skepna
viðvíkur, má þetta ekki koma fram í lakari hirðu
eða lélegri umönnun. Góður skepnuhirðir setur
sig í spor dýranna, senr hann umgengst, leggur sig
fram að uppfylla þarfir þeirra og ntá um fram allt
ekki telja eftir sér sporin við margvíslega snúninga,
sem skepnum og skepnueign hlýtur jafnan að fylgja.
í slíkri natni og umhyggjusemi liggur tíðum ótrú-
lega mikil vinna og tími, en að slíku er oft sérlega
mikil ánægja og afkomuöryggi l'yrir eigandann,
þegar vel gengur. Gama„ skePnuhirðir.
Eyðing minka og refa
Skýrsla frá veiðistjóra sýnir, að árið 1958 hafa
verið l'elldir hér á landi alls 3444 reiir og 3554
minkar. Skýrslan sýnir, að einungis 102 af refunum
— eða tæp 3% — hafa beðið bana af völduni eitrun-
ar! En ekki er þess getið, að nokkur minkur hafi
glæpzt á eitrinu. Engar skýrslur eru gefnar um það,
hve niargir fjárhundar hafi beðið bana af eitrun-
inni — og auðvitað vandlega þagað um ernina!
dýraverndarinn
II