Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1960, Page 12

Dýraverndarinn - 01.02.1960, Page 12
Gosí á Guniiarsfelli Fallinn 6. okt. 1954 Ungur lékstu oft við stýrið, elskulega veiðidýrið. Grafinn ertu að Gunnarsfelli, Gosi minn, í hárri elli. Frjáls við mýsnar fékkstu að bisa, fyrst svo ung og lítil kisa —, reyndust þér í reisu hverri rottur bæði stærri og verri. Það var eins og augun skildu orðin mín og hlýðnast vildu. Kynstofn þinn var gegn og góður, gáfaður og veiðihljóður: Konu liarmur hefur vaknað, hundar geta líka saknað —: grandvarir að grafreit þínum ganga þeir í hægðum sínum. Gosi glaftur og hress. Enginn frið í útlegð setti — eins var það hjá rakka og ketti: Bróðurandinn aldrei napur, ætíð góður félagsskapur. Meta skal ég þjónslund þína, þar til mínir kraftar dvína. Litli Gosi, laus við sýki lifðu heill í dýraríki. Jósef S. Húnfjörð orti í orðastað Kristínar Stefánsdóttur. lím Mývatn Dýraverndarinn liefur frétt, að bæði náttúruvernd- arráð og veiðimálastjóri liafa nú þungar áhyggjur af því, að bæði silungsveiðinni í Mývatni og fugla- lífinu í kringum það og á því sé hætta búin af hin- um miklu netalögnum Mývetninga. En þar er all- vandgert við að sporna, því að áætlað er, að Mývetn- ingar hafi haft undanfarið hvorki meira né minna en einnar milljón króna tekjur á ári af veiðinni í vatn- inu og geti þeir alls ekki lifað mannsæmandi lífi, nema þeir hafi miklar nytjar af silungnum, svo fjöl- býlt sem orðið er í sveitinni. Náttúru- og dýraverndarmenn vilja fá netaveiði bannaða með öllu yfir ungatímann — og þá eink- um júlímánuð. En slíku banni verður ekki komið fram, samkv. lögum um veiði, nema til komi sam- þykki tveggja þriðju allra þeirra bænda, sem eiga veiðirétt í vatninu, en talið er, að tekjur af veiðinni séu að meðaltali 40—50 þúsund krónur á hvern slíkan bónda, og mest er veiðin um liásumarið. Ann- ars er hún talsvert misjöfn ár frá ári, og er það skoð- un fróðra mann, að mergð og magn mýgangna orki mjög á viðkomu og vöxt silungsins. Er til dæmis tal- ið, að mikið tjón sé að því, að vormý bregðist. Dýraverndaranum er tjáð, að um veiði í Mývatni gildi nú raunverulega engar reglur, en veiðimála- stjóri vill beita sér fyrir, að eftirfarandi reglur verði settar: „1. Mývatn skal vera friðað fyrir allri veiði frá 27. september til 31. janúar ár hvert og auk þess 24 klukkustundir vikulega, frá miðvikudagskvöldi kl. 20 til fimmtudagskvölds kl. 20., á tímabilinu frá 1- april til 26. september. 12 dýraverndarinn

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.