Dýraverndarinn - 01.02.1960, Side 14
„Æ, gott er i pelanum minum, það md nú segja!“ hugsar
kisa litla, sem er svo dugleg að geta haldið pelanum sjálj.
Henni gekk illa að komast upp á þetta, en „góður vilji
er sigursæll", eins hjá kisum og mönnum.
Hann er dýravinur þessi, Hann jer út með gullfisk-
inn sinn til þess að viðra hann — og teymir hann eflir
rennunni utan við gangstéttinal!
Vagninn var í'ullur af fiski, sem maðurinn ætlaði að
selja uppi á bæjunum, sem voru þarna spölkorn uppi
í dalnum, en skógurinn, sem vegurinn lá í gegnurn,
var rétt iyrir ofan dalsmynnið.
Úlfurinn fór strax að slefa, þegar hann sá fiskinn,
því að svangur var hann, og fiskur, — það var nú bæri-
legur matur!
„Ef maður væri svo sniðugur að geta náð sér í
nokkrar fiskbröndur!" sagði liann.
„Fuh! Það ætti nú ekki vera neinn ógurlegur
vandi,“ sagði refurinn. „Þú ert bara of heimskur til
að láta þér detta nokkurt ráð í hug. En ef þú vilt
lofa mér því upp á trú þína og æru,“ — já, hann
orðaði þetta svona, rebbi, „að skipta fengnum jafnt
á milli okkar, þá skal ég leika á karlinn í vagninum.“
Úlfurinn sór og sárt við lagði, að hann skyldi sýna
fyllsta jöfnuð, og svo þaut þá rebbi af stað. Hann
hélt sig inni í skóginum, en gætti þess þó alltaf að
missa ekki sjónar á veginum. Og ekki linnti hann á
sprettinum fyrr en hann var kominn góðan spöl á
undan fisksalanum. Þá skauzt hann út á veginn,
iieygði sér þar niður, teygði frá sér allar lappir og lá
síðan graíkyrr, eins og hann væri steindauður.
Þegar ökumaðurinn sá liann, varð hann heldur
en ekki glaður.
„Ja, nú þykir mér týra,“ sagði hann, „liggur þá
ekki steindauð tófa á miðjum veginuml"
Svo sté hann ofan úr vagninum, greip í skottið á
tæfu og slengdi lienni í vagninn aftan við fiskkösina.
„Ég fæ víst nokrkar krónur fyrir svona fallegt
skinn,“ sagði hann við sjálfan sig. Og svo glaður var
hann, að hann fór að syngja, þegar liann var setztur
upp í vagninn og búinn að hotta á Skjóna sinn.
Þetta var liapp fyrir tæfu. Það var ekki hætt við,
að manntetrið heyrði, þó að hún hefðist eitthvað
að á bak við hann. Rebbi beit í einn fiskinn af öðr-
um, dró þá til og lét þá detta aftur af vagninum. Og
fisksalinn söng og söng og hafði ekki hugmynd um,
að á hann væri leikið.
Úlfurinn var nú kominn út á veginn og lallaði á
eftir vagninum, og nú átti hann að tína fiskana í
lirúgu, þar sem þeir svo biðu hinna jöfnu skipta.
En hann var sannarlega svangur, og soltinn úlfur er
bæði hraðætinn og stórætinn. Hann gleypti hvern
fiskinn af öðrum, jafnóðum og hann kom að þetm,
og refurinn var svo önnum kafinn, að hann ekki
svo mikið sem renndi augunum til félaga síns, enda
datt honum ekki í hug, að annar eins kjáni og úlf-
14
DÝRAVERNDARINN