Dýraverndarinn - 01.02.1960, Blaðsíða 15
urinn gæti fundið upp á að ganga á gefin loforð. En
úlfurinn sagði reyndar með sjálfum sér:
„Refurinn er svo oft búinn að leika á mig, að
hann á víst fyrir því, að ég svíki liann einu sinni.“
Loks þóttist refurinn hafa látið svo marga fiska
detta á veginn, að hann taldi að þeir mundu báðir fá
nægju sína, liann og úlfurinn. En þegar hann svo
kom þangað, sem úlfurinn var að sporðrenna seinasta
fiskinum, þá brá honum heldur en ekki í brún.
Og síðan þetta gerðist, hefur verið heldur en ekki
grunnt á því góða milli rebba og úlfsins.
Hvemié hárust honutn hoð?
Þegar ég var um það bil 10 ára, var mér gefinn
lítill mórauður hvolpur, sem ég kallaði Rover. Mér
þótti mjög vænt urn liann, en eftir því sem hann
varð eldri, hændist hann meira að föður mínum en
mér.
Einu sinni fór faðir minn alllangt í burtu, eða
til Winnipeg, en við áttum heima nálægt Gardar
í Norður-Dakota. Var búizt við, að hann yrði fjar-
verandi í þrjár eða fjórar vikur, og vissum við ekki
hvenær hans væri von heim.
En dag einn, meðan faðir minn var í burtu,
labbar Rover upp á háan hálmstakk, (hálmköst,
sem þreskivélin gerir, þegar hún skilur kornið frá
stráinu), sem ekki var langt frá íbúðarhúsinu. Leggst
hann þar niður og horfir í austurátt. Þarna var
hann í marga daga, og var farið með mjólk og
fleira matarkyns til lians, en seppi snerti ekki á
neinu. Við héldum þá, að hann myndi drepast
þarna. Bróðir minn, sem vel kunni að fara með
byssu, vildi skjóta hann heldur en að láta liann
kveljast, en ekki varð af því.
En viti menn: Seinni part dags labbar Rover
niður stakkinn og lileypur götutroðning gegnum
skóginn, senr ekki var almanna leið. Það var kallað
á hann, en hann sinnti því ekki. Við héldum að
nú væri komið að því síðasta fyrir aumingja Rover.
En eftir um það bil hálftíma korna þeir báðir heim,
faðir minn og Rover.
Þegar farið var að tala um þessa háttu hundsins
og ferðalag föður míns, reyndist það standa heima,
að þegar hundurinn fór upp á hálmstakkinn, lagði
íaðir minn af stað heimleiðis, 500—600 km í burtu,
en enginn á heimilinu vissi, að faðir minn var að
koma, nema Rover. V. K. H.
„Verlu rólegur, Jói! Það stendur hér shýrt og greinilega
i hókinni, að þessi tegund af slöngmn hafi enga eitur-
tönn!"
„Gaman, gaman!" Hún er sannarlega eklii hrœdd við
hvolpahópinn, þessi litla stúlka, eins og svo mörg hörn
i þeim bœjum, þar sem ekki md sjdst hundur, af þvi að
hundaeigendur létu rakka sina ganga lausa og án þess,
að um þd vari hirt.
UÝRAVERNDARINN
15