Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1929, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.04.1929, Blaðsíða 4
i8 ÐÝRAVERNDARINN Stundarkorn horf'Öum viÖ allar á þessa fögru og laÖandi sýn. En þá kalla'Öi Gu'Örún á okkur og sagði, aÖ við yrðum að byrja leitina. Við skipuðum okkur um hólmann eftir föstum reglum, fyrir löngu settum, og byrjuðum leitina. Æðarkollurnar voru sumar svo spakar, að þær mjökuðu sér að eins af hreiðrum sínum og sátu hjá okkur, meðan við skyggndum eggin og tókum eitt eða tvö af þeim, eftir því, hve mörg þau voru, og hnoðra af dún. Svo bjuggum við um hreiðrin kirfi- lega. Þá komu þær, stilltar og kyrrlátar, og lögðust á eggin sin aftur. En sumar þeirra voru þó skap- styggar og sátu sem fastast á, reyndu að bíta okk- ur og tútnuðu út af reiði. Við strukum mjúklega bak þeirra og vængi, og urðu þær þá venjulega stilltar og mildar. Á noðurenda hólmans er klöpp, ber og gróður- laus. Þar sáurri við eitthvert hrúgald bera hærra en klöppina, dökkleitt og fyrirferðar mikið. Okkur leizt ekki á blikuna. HvaS gat þetta verið? Þegar nær dró, sáum við aðra óvænta sýn. Þar sat sæörn á hreiðri sínu. Hafði það ekki skeð í manna rninnum, að örninn gerði sér hreiður á jafn-lágum stað, sem þessum flata hólma. Örninn lá á 4 eggjum, og var nýorpinn. Hann flaug af þeim, þegar við komum. En langt fór hann ekki. Hann sveif, ægilegur og ógnandi yfir höfðurn okkar. Guðrún tók egg hans og hristi þau, svo að þau urðu að gutlkútum. Og að því búnu flýttum viö okkur burt frá þessum hræðilega fluggammi. En hann settist þegar á egg- in aftur. Ánægjustundirnar eru oft hraðfleygastar af öllu því, sem flogið fær, og áður en eg vissi af, vorum við búnar að leita hólmann og komnar af stað til eyjarinnar. Eg leit um öxl mér og sá, að við fjar- lægðumst óðfluga hinn yndisfagra aldingarð, sem mér sýndist nú eins og fljótandi blómkarfa á blá- gyltum sjónum. Hróaldsey er há og klettótt, með fáskrýddum jurtagróðri. Þar var ekki mikið æðarvarp, því að æðarfuglinn er ekki brattgengur, eins og allir vita. Við vorum því fljótar að leita eyna. En allt i einu kallar ein stúlkan til Guðrúnar: — Hrafninn á hér hreiður í klettunum, og eg held, að í því séu nokkrir stórir ungar. Eg heyri í þeim gargið. Guðrún kom þegar á vettvang, lagðist á kletta- brúnina og gægðist ofan fyrir, en svo stóð hún á fætur skjótlega aftur og sagði: — Já, eg held, að þú hafir séð rétt. Það er her hrafnshreiSur með stórum ungum í. Hver ykkar vill nú steypa undan hrafninum fyrir mig? Það var venjulega gert með þeim hætti, að tekin var ár, lagzt fremst á klettabrúnina, árinni smeygt undir hreiðrið og því steypt með öllu, sem í var, ofan fyrir björgin. Við afsögðum allar að vinna þetta verk, svo að á endanum kom það á Guðrúnu, sem yfir okkur var sett og ábyrgð bar á því, að enginn hrafn eða aðrir ránfuglar kæmi upp ungum sínum í eyjun- um, rneðan varptíminn stóð yfir. Ein okkar var send ofan í bátinn eftir ár. Sáum við þá, hvar hrafn- arnir komu fljúgandi. Þá bar fljótt yfir. Hvergi voru þeir sjáanlegir, þegar við komum fyrst að hreiðrinu, en úr fjarlægð hafa þeir þó séð okkur standa á brúninni yfir þvi. Þeir settust skammt frá okkur og görguðu ógurlega. Þegar Guðrún tók árina og lagðist fram á brúnina yfir hreiðri þeirra, komu þeir þétt að fótum hennar. Mér finnst, að eg fái aldrei gleymt þeirri angist, sem skein úr augum þeirra, þegar þeir voru að biðja börnunum sínum lífs. Eg kastaði mér á grúfu á jörðina og grét beisk- lega .... Hvers vegna var okkur skipað að drýgja þenna glæp? .... Eg skildi ekki, að heimilt væri að misbjóða svona hryllilega foreldraástinni, þó að krummi ætti i hlut. Þegar eg þorði loks að líta upp, voru stúlkurnar komnar af stað ofan i fjöru .... Hreiðrinu hafði verið steypt .... Ungarnir lágu rotaðir undir björg- unum — og foreldrarnir svifu í háa lofti yfir lík- um þeirra. Svo fórum við út í bátinn og lögðum af stað heimleiðis. En þegar við rerum með frarn björg- unum, þar sem ungarnir lágu dauðir, sáum við, að foreldrarnir sátu á líkum þeirra, rifu þá og slitu með klóm og nefjum og gæddu sér á volgu kjöti þeirra. Þegar eg sá þessar viðbjóðslegu aðfarir hrafn- anna, var eins og meðaumkunin þyrri í brjósti mér. En þó gat eg ekki með öllu gleymt sálarang- ist þessara vitru fugla, sem eg hafði staðið augliti til auglitis við fáum mínútum áður. — Orðið var nú á liðiö dags og farið að hvessa.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.