Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1929, Qupperneq 8

Dýraverndarinn - 01.04.1929, Qupperneq 8
22 DÝRAVERNDARINN kyrrar þangað til i. maí, er þær hófu flugiS al- farnar norSur á bóginn. Næsta vor var Miner si og æ daglega aö skima í suSurátt, til aS vita, hvort hann sæi engin deili til þess, aS vonir hans myndi rætast, og i8- marz sá hann langa rein af gæsum koma fljúgandi. Þær settust allar á tjömina hans, 32 aS tölu. Gestirnir sex frá árinu áSur voru komnir þar meS unga sína og nokkra vini meS sér. Tveim dögum síSar leyfSi Miner nágrönnum sínum aS skjóta tíu af þeim. Hin- ar 22 gæsirnar fengu aS halda heilu og höldnu leiS- ar sinnar norSur. Næsta vor, 1910, komu nálægt 400 gæsir á tjörnina, og af þeim. hóp voru einar 26 skotnar. En í marz 1911 sást ljósast árangurinn af þessari friSunartilraun. Þá komu gæsirnar hópum saman nærri því á hverjum degi í þrjár vikur sam- fleytt. Miner varS aS bæta viS enn stærri tjörn, til þess aS geta tekiS á móti þessum gestafjölda og átti fullt í fangi meS aS sjá þeim fyrir nægilegu viSurværi yfir dvalartímann,. Næstu tvö vorin skiftu þessir vængjuSu gestir Jacks Miners þúsundum, og í föt meS þeim höfSu slegizt ýmiis konar villiendur hópum saman- Nú var ekkert viSlit fyrir Miner aS fóSra allan þennan sæg af eigin fóSurbirgSum sínum, og fuglarnir urSu upp lendurnar umhverfis, er þeir voru aS leita sér bjargar. En um þetta bil var Miner orSinn nafn- frægur um allt Essex og héruSin þar í grennd, og einhver mætasta sunnudagaskemtun héraSsbúa var aS aka til Miners og horfa á fuglasæginm njóta lífs- ins, friSar og frelsis, á tjörnunum.. Nokrir efnaSir vinir Miners kunnu aS meta tilraunir hans, studdu hanrn meS fjárframlögum og gjörSu honum kleift aS halda þeim áfram. í fyrstu hafSi hann til um- ráSa aS eins tiu ekra (7 engjadagsláttna) skák af jörSinni handa fuglum sínum, en síSar hlaut hann alla jörSina til eignar og gjörSi hana þá alla aS friShelgum griSastaS og fuglahæli. Fyliksstjórnin í Ontario lét sér annt um fyrir-t tæki Miners. Frá henni fékk hann trjáplöntur þús- undum saman, sem hann gróSursetti meSal runn- anna, er fyrir voru. Hann bjó til fleiri tjamir og skýldi aS allt um kring meS viSarrunnum og lauf- skálum. JörS hans, sem í engu hafSi áSur veriS öSrum jörSum kostulegri né eigulegri, er orSin aS yndislegum sælulundi, þar sem sveitasælunnar nýt- ur i fyllsta mæli. Stjómin hefir friSlýst svæSiS um- hverfis og helgaS þaS til athvarfs villifuglum. Inn- an takmarka þess svæSis má ekki hleypa af byssu aS viSlögSum þungum sektum- Þessi friSlýsti griSastaSur virSist á einhvern hátt vera orSinn alkunnur í sundfuglaríkinu í NorSur- Ameriku, likt og hver fuglin.n hafi stungiS því aS öSrum, aS þarna sé fuglaparadís. Og þaS eru fáar sundfuglategundir, sem ekki gefst kostur á aS sjá á tjörnunum hjá Miner einhvern tíma ársins. Flest- ir fuglarnir staSnæmast þar nokkrar vikur aS vor- inu eSa haustinu, en aSrir setjast þar aS fyrir fullt og allt. Sumar gæsimar hafa orSiS eftirlætisgoS heimamanna, og Miner getur sagt marga söguna af innræti þeirra og skapferli, sem stundum virSist vera á borS viS hiS bezta í manneSlinu. ÁriS 1911 var einn stór gæsarsteggur ófær til norSurfarar. Hann hafSi orSiS fyrir byssuskoti og vængbrotnaS. VarS hann því aS sitja eftir, þegar félagar hans hófu sig upp til norSurflugsins. En þá tekur annar steggur, meS öllu ólamaSur, upp á því, aS sitja kyrr líka, honum til samlætis. Þessum steggjum voru gefin nöfnin: DavíS og Jónatan- Þeir urSu alúSarvinir, og urSu kyrrir á tjörnunum hjá Miner í nokkur ár, þangaS til Jónatan lét lífiS í orustu viS hornuglu, en DavíS var óhuggandi eftir vinar- missinn. Framh. í næsta blaSi. Þyngd sauöfjár. Margt er, sem því má valda, aÖ sauSfé sé vænt, svo sem kjarnmikil afréttarlönd og grösugir og skjólsælir heimahagar. En mestu mun þó þar um orka holl húsavist, nákvæm og nærgætin hirSing og hagfellt og gott fóður. Allt þetta ber fénaður- inn venjulega meÖ sér, svo aÖ vart verður á villzt. En þyngdin mun þó oftast ólygnasti votturinn um líÖan hans. Svo er skýrt frá þyngd sauÖfjár í Tungu í Fnjóskadal: Þyngst veturgömul ær vóg lifandi 7° kg, þyngst mylk ær 80 kg og þyngst lambgimbur 53 kg. — Á blóÖvelli eru þar talin þyngst lamb- hrútskrof 24 kg, þyngst gimbrarkrof 20 kg. MeÖal- þyngd lambskrofa er talin þar bezt 18 kg. Af tölum þessum mætti sumir „horkongar", ef til vill, einhvern lærdóm taka. Dýraverndarinn er fús til aÖ skýra frá þyngd sauðfjár, hvaðan sem væri úr héruðum landsins.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.