Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1929, Page 7

Dýraverndarinn - 01.04.1929, Page 7
DÝRAVERNDARINN 21 Dauðinn stóÖ ekki lengur viÖ hlið mér. Allir fuglarnir voru byrja'öir a'Ö syngja aftur. Himin, jörÖ og haf ómaði af margröddu'öum söng. Alls staðar gat að lita líf — óþrotlegt starf og líf. Dýravinui’ í Kanaila. „Mikið má, cf icl vill.“ Jack Miner heitir hann, sonur enskra hjóna, er fluttu úr LeicesterhéraÖi vestur um haf um miöja síöastliðna öld og settust aö í Ohio og bjuggu þar allmörg ár á jarðarskika, illa ræktuðum. Jack fædd- ist þar 1865. Hann vandist frá blautu barnsbeini viö strit, búskaparbasl og veiöiferöir með föður sín- um. Menntun fór hann algjörlega á mis við á yngri árum og lærði ekki að lesa og skriía, fyrr en hann var orðinn 33 ára gamall. Árið 1878 fluttist hann með foreldrum sínum til Ontario. Eengu þau þar jarðnæði, landskika, nálægt Kingsville í Essexhér- aði, nokkrum mílum fyrir sunnan Windsor, sem nú er orðinn blómlegur bær- Þetta er vestasta horniö á Ontario, — Erievatnið er að sunnanverðu og Huronvatnið að vestan. Um þær mundir var þar mannabyggð að eins á strjálingi, og því nóg af alls konar veiðiföngum. Einkum var mikið um ýmsar tegundir sundfugla þarna í vatnahverfinu. Ásamt bússkapnum höfðu þeir feðgar sér aukreitis til at- vinnu að búa til tíglusteina af leirlagi, sem fund- izt hafði í landareign þeirra. Voru því nóg verkefni fyrir hend’i, enda unnið baki brotnu. En hve nær, sem tómstund gafst, lagði Jack af stað með byss- una sína á fuglaveiðar, eða jafnvel stundum á elgs- dýraveiðar í norðurhluta Ontario. Hann var góður veiðimaður, en veiðarnar stundaði hann eigi ein- göngu í hagsmuna skyni, né heldur af óseðjandi drápfýsi, eins og sumir veiðimenn, sem naumast mega sjá fugl bera svo ifyrir, aö þeir skjóti ekki' að honum. Frá barnæsku hafði hann haft yndi af að athuga lifnaðarhætti villtra fugla og dýra, og smárn saman varð náttúrufræðingseðlið yfirsterkara veiðimanniseðlinu í honum. „Fuglarnir urðu fyrri til að temja mig, heldur en eg til að temja þá,“ segir hann sjálfur. Fyrsta líknarverk hans við fuglana var það, að hann bjó til skýli úr hrísi og stráði þar korni fyr- ir hópa af lynghænum, sem hanm sá að voru að hrekjast i vetrarhörkunum- Hann hafði tekið eftir því, að á hverju vori komu að sunnan stórhópar af Kanadagæsum, — stærðarfuglum, svipuðum hels- ingjum, — á norðurleið til varplandanna við íshaf- ið. Voru þær vanar að setjast á pollana í lágunum, sem höfðu myndast við leirtökuna, og hvíla sig þar um stund. Hafði hann skotið þær ærið margar, áð- ur en hann fór að veita því eftirtekt, hve vitrar þessar skepnur voru. Þær voru óvenjulega varar um sig og ugglausar með að þekkja hann aftur sem skæðarn óvin sinn, ef hann bar byssu í heradi. Hann dró af þessu þá ályktun, að fyrst að þær þekktu óvin sinra, þá myndi þær einnig geta greint vini frá öðrum. Gekkst hann því fyrir samtökum með nágrönnum sínum, um að reyna að hæna þessa fugla að, með því að hætta um tíma þessari misk- uninarlausu skothrið, sem látin var á þeim dynja, hve raær sem færi gafst. í einum útjaðrinum á land- areign sinni, þar sem bezt lá við, bjó hann svo til dálitla tjörn, og lét svo þangað vorið 1904 sjö vængjastýfðar gæsir, sem hann hafði keypt af göml- um bónda, er hafði veitt þær í gildru. Þessar gæs- ir urðu brátt land’vanar og spakar og uradu hið bezta hag sínum, reikuðu fram og aftur um alla landareignina og voru heimamönnum og aðkom- endum tíðum yndisauki. En félagar þeirra, villigæs- irnar, sem bóndi vænti eftir, létu á sér standa. Svo liðu hjá vorin 1905, 1906 og 1907, og nágrannar Jack Miners höfðu lengi haft gaman af að stinga horaum marga sneiðina, út af því að gæsunum hans seinkaði- En i apríl 1907 kom drengair hlaupandi til hans mieð gleðifregnina: „Gæsirnar eru komnar.“ Og þetta var orð og að sönnu. Allstór gæsahópur hafði setzt á tjörnina. Miner hafði heitið nágrönnum sínum því, að laun- um fyrir eftirlátssemi þeirra, að hann skyldi ein- hvern tíma við hentugt tækifæri gefa þeim kost á að skjóta gæsir. Og nú gengu þeir undir eins ríkt eftir loforðinu. En Miner berati þeim á, að betra væri að hafa biðlund við, lofa gæsunumi að spekj- ast og gjörast staðvanar, og þegar svo væri kom- ið, væri óhætt að skjóta nokkrar af þeim, — hinar mundu sennilega koma þangað aftur næsta vor. Veiðimennirnir féllust á þessa skoðun, og þrem vik- um síðar leyfði Miner þeim að skjóta flestar villi- gæsirnar. Sex gæsir lifðu af skothriðina, en þær tóku sig ekki upp af tjörrainni, heldur voru þær

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.