Dýraverndarinn - 01.05.1929, Qupperneq 8
34
DÝRAVERNDARINN
„— — — Þér fariÖ nærri um kringumstæður
mínar og tóm það, sem eg hefi nú í 12 ár haft
til andlegra starfa. Og nú finnst mér rétt, að eg
segi y'Sur nánar í fám dráttum um hagi mína, stutt
ágrip af því, sem liðið er af ævinni. Eg er fædd
26. júni 1891. Átta ára gömul yfirgaf eg foreldra-
húsin, fór út í veröldina, snauð að ytri efnum, með
það eitt i veganesi, sem arfgengi og uppeldi ráð-
vandra og góðra foreldra hafði látið mér i té. Hjá
fósturforeldrum mínum var eg 13 ár, allvel haldin.
Líkami minn hafði í sig og á, en sálin var sífelt
hungruð og þyrst eftir meiri fróðleik, en almenn
barnafræðsla þeirra tíma hafði að bjóSa. Prófessor
Sig. P. Sívertsen fermdi mig vorið 1906. í kaupa-
vinnu fór eg að heiman, og hafði jafnframt í hyggju
að reyna að efnast, svo að eg gæti aflaö mér meiri
upplýsingar um eitthvað af öllu því, sem þráin stóð
til, en það var býsna margt, og því úr vöndu að
ráða. Andstæður toguðust á um yfirrá'öin, annars
vegar þörfin á að afla mér verklegrar kunnáttu,
svo að eg gæti unnið sem bezt fyrir mér, og þeim
megin á reipinu voru uppeldisáhrifin, sem kenndu
og áminntu um, að „bókvitið yrði ekki í askana lát-
ið“, en svo hins vegar brennandi þrá til bóknáms,
söngs o. fl. Þrjú ár var eg svo hér og þar og safn-
aði kaupi mínu og afurðum af nokkrum ám, sem
eg hélt allt af í og keypti niður. Síðast var eg
hjúkrunarkona, og féll sá starfi mjög vel. „Hver er
sinnar hamingju smiður", en Danir bæta því við, að
tilfellið smíði með, og svo vildi mér reynast. Eg
veiktist hastarlega og lá rúmföst sex vikur, með
meiri ofsahita en dæmi eru til, að nokkur hafi lifað
af. Ekkert var unnt að gera. Prófessor Guðm. Thor-
oddsen*) gaf enga von um líf. Grafið hafði í höfð-
inu. Loks vann æska og meðfædd hreysti þó sigur.
Eg komst á fætur, lömuð á sál og líkama. í leg-
unni fékk eg aldrei óráð, enda beið minnið stórkost-
legt tjón.
Allt, sem eg hafði ætlað til að mennta mig fyrir,
gekk til þess að leita mér strax lækningar, sem þó
varð árangurslaust. Tólf ár þjáðist eg af sífelldum
verk í höfði og graftrarrennsli ofan í kverkarnar.
Af þessu öllu, ásamt vökulagi yfir börnum mínum,
var eg alveg að missa sjón. Fór því suður til Rvík-
ur til lækningar. Gunnl. Einarsson gerði á mér miðs-
nesisuppskurð, og fékk eg fulla bót — reyndist nef-
Ijrotin, og gróf uppi í höfðinu. Bæði sjón og sans-
ar fá þá aldrei að fullu bætt sitt tjón. Haustið 1917
giftist eg Valdimar Jóhannessyni, hálfbróður Einars
Sæmundsens. Við byrjuðum bæði efnalaus búskap
inni í reginheiði. Um það finnst mér, að eg gæti
ritað langa bók — ef tóm væri til. Við eigum 7
börn. Þér getið nú víst reiknað dæmið. Eg mun
hafa sett það allskýrt upp fyrir yður. — ■— •— Eg
vona, eftir ])ví sem likur benda til, að eg eigi hér
i uppvexti 7 dýravini, þó að lítið hafi eg unnið
fyrir dýrin — minna en eg hefði óskað. Sjaldan er
næði, hugurinn sljór og lamaður á hverju kvöldi.
Ljóðin yrki eg við vinnu mina, og læri jafnóðum,
til að Ijjarga ]Deim frá glötun. Mest eru það lausa-
vísur. Ein er á þessa leið:
Markið háa horfi’ eg á,
— hika má ei við að ná -—:
Unga þrái’ eg sjö að sjá
svífa’ í bláinn hreiðri frá.
-------— Þorgils gjallandi var sjúklingur minn í
Húsavík veturinn 1915, og vorum viS heztu vinir,
þrátt fyrir 40 ára aldursmun. — — •— Eg missti
mikið, þegar hann dó. Nú hefi eg engan að flýja
til, er sett geti út á fyrir mér, — engan, sem eg
geti reitt mig á að fullu, hvað dómgreind og óhlut-
drægni snertir. — — •—“
* *
*
Meðal þess, sem Dýraverndaranum hefir borizt
frá Guðfinnu Þorsteinsdóttur, er þessi
Vorvísa.
Senn kemur vorið sunnan,
sól vermir dali’ og hóla,
lækir með ærslum leika
létt um grænkandi sléttu.
Hygginn sér hreiður byggir
hrafninn í klungrum jafnan.
Lóur í laufga móa
leggja dröfnóttum eggjum.
*) Hann var þá læknir í Húsavík,