Dýraverndarinn - 01.05.1929, Síða 11
DÝRAVERNDARINN
37
Ólafur væri gæddur þeirri gjöf, að vera líkamlegt
karlmenni og andlegt, og menn telja víst, að enn
fari hann meö skyggðan skjöld andans ogheilabrynju,
skyggðari og heilli, en margir þeir, sem eru honum
Síra Ólafur Olafsson.
áratugum yngri og aldrei hafa komizt í þær mann-
raunir, líkamlegar eða andlegar, sem hann, eða borið,
eins og hann, með sjúkum og sorgmæddum þrautir
og áhyggjur, og þá eigi sízt flutt erindi Krists af
geiglausum skörungsskap um hálfa öld og aldrei lát-
ið undan slá i brimróðri þeim, er þreyta verður í
þágu sannleikans móti iðuköstum og skakkaföllum
vafaseminnar og hvarfa í kenningu heilagra fræða.
Dýraverndarinn á þess ekki kost, að skýra svo frá
ævistarfi sira Ólafs, sem vera bæri. Verður því að
nægja að þessu sinni, að benda á þá staði, þar sem
nokkuð er frá honum sagt, og skal þar til nefna
Óðin 1922 og 1927, og víðar.
En fram hjá því má ekki fara, að síra Ólafur hef-
ir, seint og snemma, verið málssvari smælingja, lítil-
magna og sjúkra og særðra olnbogabarna. Má, auk
margs annars, í því sambandi nefna, hversu sköru-
lega og drengilega hann lióf umræður um bætur á
lífskjörum holdsveikra manna. Munu fæstir kunna
full skil á því, hve miklu góðu hann hefir af stað
hrundið með því, að beitast í öndverðu fyrir hjálpar-
ráðum til handa þessum olnbogabörnum, holdsveiku
sjúklingunum.*) Og jafnframt er skylt að minnast
þess, hve óhvikull vinur og vörður hann hefir verið
i garð málleysingjanna, og mun verða æ héðan, til
síðasta andartaks.
Dýraverndarinn vottar sira Ólafi jiakkir fyrir öll
störf hans i þágu munaðarlausra og málleysingja og
flytur honum hamingjuóskir í kyrrð ævikvöldsins.
Frú Ingunn Einarsdóttir
er fædd 27. ágúsl 1850 á Urriðafossi. Foreldrar
hennar voru Einar bóndi Einarsson, s. st., og hús-
freyja hans, Guðrún Ófeigsdóttir, frá Fjalli á Skeið-
um, Vigfússonar. Hún giftist 1877 Jóhanni Friðriki
Jónssyni, trésmiði á Eyrarbakka. Þeim varð 8 barna
auðið, 4 sona og 4 dætra. Lifðu þau saman í hjóna-
bandi tæp 10 ár, og lézt Jóhann Friðrik öndverðlega
á ári 1887. Þegar frú Ingunn varð ekkja, hafði hún
misst 5 af börnum sínum, en eftir lifði sonur, er
lézt rúmlega tvítugur, frábær efnismaður, og tvær
dætur, þær Þóra, húsfreyja Guðmundar Sigurðsson-
ar á Sólbakka, fyrveranda skipstjóra, og Jóhanna,
húsfreyja Emils bónda Rokstads á Bjarmalandi. Öðru
sinni giftist frú Ingunn 1894 Þórði bónda Þórðar-
syni. Þau fluttust að Laugarnesi 1900. Þar l)juggu
þau 15 ár, eða til þess, er þau fluttust 1915 að
Bjármalandi, og þar hafa þau búi'ð síðan. Þeim hefir
ekki orðið barna auðið.
Þó að þetta sé tekið fram, þá er það ótalið, sem
gert hefir ævistarf frú Ingunnar merkilegt, gagnlegt
og lærdómsríkt, og skal nú nokkuð á það minnzt.
Flestum þeim, sem heyrt hafa frú Ingunni Einars-
dóttur á Bjarmalandi nefnda, mun kunnugt, að hún
hefir um langa ævi varið sínu mikla starfsþreki,
áhuga og ósérplægni í þarfir mannúðarmála, en þó
mest og merkjanlegast í þarfir dýraverndunarmáls-
ins. Að því hefir snúizt allur hennar mikli dugnað-
ur, útsjón og fórnfýsi, fyrst og siðast. Dýravernd-
unarmálið hefir hún borið fyrir brjósti alla ævi, og
sætir furðu, hve hugkvæmdarsöm, framgjörn og þol-
góð hún hefir reynzt því máli, og reynist enn, með
hverjum þeim hætti, er hún fær við komið. Og þótt
*) Dr. Beyer, höfuðmaður Oddfellowa, lét þau orð falla
uin síra Ólaf, að hann væri „manden som rejste hele
bevægelsen" (Óðinn XVIII., 50).