Dýraverndarinn - 01.05.1929, Síða 12
38
DÝRAVERNDARINN
hún sé nú 79 ára, þá er hún enn frábærlega ern,
ung í anda og framsækin um hjartans áhugamál sitt,
verndun dýra.
Störf hennar aÖ þessu máli hafa verið og eru svo
Frú Ingunn Einarsdóttir.
mikil og margþætt, aÖ vart er þess kostur, aÖ rekja
þau í skömmu máli. Hún hefir hvergi setið sig þar
úr færi og ekkert til sparað, hvorki fyrirhöfn né fé,
til þess að vinna dýraverndunarmálinu JiaÖ til þrifa
og þroska, er hún gat með nokkuru móti. En drepið
skal þó á sumt af því, sem hún hefir aðhafzt í þessu
efni.
Þegar konur voru fyrst kosnar í bæjarstjórn í
Reykjavik, gekk frá Ingunn fram fyrir skjöldu og
flutti erindi um dýraverndun og skoraði á fyrstu
konurnar í bæjastjórninni, að beita sér fyrir hana. Og
til frekari áréttingar flutti hún málið við þáverandi
bæjarfógeta, Jón Magnússon, og ræddi það við borg-
arstjóra.
Veturinn 19x4 var haldið Árnesinga- og Rangæ-
ingamót. Frú Ingunn kom því til leiðar, að Sigurð-
ur skólastjóri Jónsson flutti á mótinu erindi um
dýraverdun, og hvatti til að hafizt yrði handa í þarfir
þess máls. Afleiðingin af því varð sú, að komið var
af stað tveim listum, til þess að þeir menn, sem vildi
gangast fyrir stofnun dýraverndunarfélags, skrifuðu
nöfn sín á þá — en þá var dýraverndunarfélag það,
sem stofnað var skömmu eftir aldamótin, orðið óstarf-
andi. Á listana söfnuðust 40 manns. Stofnfundur var
haldinn um vorið. Á næsta fundi kaus félagið sér
stjórn, og varð Tryggvi Gunnarsson formaður þess.
Er þarna að finna upphaf núverandi Dýravérndunar-
félags íslands. Þegar félagið var komið á stofn, urðu
hlutverk þess margvísleg. Því var sagt til vanhirtra
skepna, og mörgu fleiru var til þess beint. Varð ])ví
brátt ljóst, að félagið skorti tilfinnanlega fé. En átak-
anlegast var þó, aS það hafði engu húsnæði yfir að
ráða, til að hýsa skepnur og geyma þær, hversu sem
á stæði.
á f'undi Dýraverndunarfélagsins 1915 1)ar frú Ing-
unn fram tillögu um að stofna sjóS, til þess að koma
upp húsi i þarfir félagsins. Hún talaði rækilega fyrir
málinu, og undirtektir urðu góðar. Emil Rokstad gaf
þegar i sjóðinn 500 kr., Jóhann Ögm. Oddsson 100
kr. og frú Ingunn 100 kr. Nefnd var kosin til að
vinna fyrir málinu. Frú Ingunn varð íormaður nefnd-
arinnar og Samúel Ólafsson gjaldkeri. 1918 hafði
nefndin safnað 12000 kr. í hússjóð. Var sjóði þess-
um variö til að kaupa Tungu.
á fundi Dýraverndunarfélagsins 21. febrúar 1917
gerði frú Ingunn uppástungu um, að stofna sjóð,
til að koma upp sérstöku húsi til fundarhalda o. fl.,
en fyrst 1922 fékk hún samþykki formanns félags-
ins, Tóns Þórarinssonar, að mega fyrir hönd félags-
ins safna í sérstakan hússjóð. Nú er sá sjóður orð-
inn 2700 kr., og er undir umsjón frú Ingunnar.
Enn mætti telja fjölmargt. Frú Ingunn hefir flutt
allmörg erindi um dýraverndunarmálið, fyrr og síð-
ar, á útbreiðsluíundum ýmissa félaga og víðar, og
gert sér í því skyni fimm ferðir að Þjórsártúni,
nokkrar á Eyrarbakka og aðra staði. Þá hefir hún
verið óþreytandi að skrifa einstökum mönnum og
félögum um rnálið, innan lands og utan, — all t
A sinn kostnað. Og sjálf kann hún enga tölu á öll-
um þeim bréfaskriftum. En geta má þess, að 1922
skrifaði hún 50 þjónandi prestum hér á landi og
40 skipstjórum, og leitaði hjá þeim stuðnings við
dýraverndunarmálið. Enginn prestanna svaraði einu