Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1929, Qupperneq 14

Dýraverndarinn - 01.05.1929, Qupperneq 14
40 DÝRAVERNDARINN mínar og býliÖ mitt, litla kotið harÖbalalega, þar sem viÖ hjónin böröumst íyrir lífinu, í bliðu og stríÖu, og börnin okkar fimm fœddust. Þér er ef til vill ókleift að imynda þér, hvílík fegurð er þar yfir öllu fyrir sjónum mínum, hve allt er þar hugljúft og bros- hýrt, hve sólskinið í átthögunum ermikið,blíttogbjart og hve allt er þar laðandi og unaðsríkt. Ekkert undir sólunni getur verið yndislegra og fegurra. Þarna er ættland mitt, faðmur þess og friðsæla. Enginn blett- ur á jarðríki getur verið mér dýrlegri. Þangað er eg velkominn, lífs og liðinn. Og í vöku og svefni þrái eg að komast þangað. Þar yrði eg sælastur. Þar væri eg heima. — — Eg man vel, að túnið á Hóli, býlinu mínu, var talið lakast allra slíkra skækla i sveitinni minni, graslítil móabunga, kargaþýft, og á því lafði að eins ein belja og vetrungur. Og utan- túnslægjurnar — ekki þóttu þær beysnar, fyrnungs- reytingur í grýttri hlíðinni og fenblautar þjóttumýr- ar, seinslegnar og grasrýrar. En hvað sem um það er — þetta var býlið mitt á fóstur- jörð minni. •—- — Eg stari, renni húgarsjón minni yfir allar þær lendur, sem eg hefi litið hér í Vesturheimi, frjóar, blómlegar og ávaxtarríkar. En engin slík lenda finnst mér geti verið jafn-fögur og unaðssæl, sem ættlandið og gamla býlið mitt heima. Og mér heyrist austanandvarinn flytja engilmjúkt ávarp fósturjarðar minnar: Vertu velkominn heim, barnið mitt! — Hugur minn fyllist heitri og þrálátri farfýsi til átthaganna. Og heim færi eg, fótalaus og öryrkja, þótt eigi væri til annars en þess, að fá bein- in mín geymd i skauti fósturmoldar minnar — ef ... En farið fæ eg ekki. — Ileimþráin laðar mig og seið- ir með magni hugsýna og hillinga. En í mig heldur ástin á þrjátíu og fimm ára vegunaut mínum, kon- unni minni, sem hér er grafin, og minningin um ævistarf hennar, kærleiksþel og tryggð. — Það heit verð eg að efna, að hvila við hlið hennar að loknu dagsverki okkar beggja. Minnisstæðar eru mér stundirnar, þegar föður- land mitt hvarf mér í haf. Efstu bungu Öræfajökuls bar yfir hafsbrún, og kvöldsólin varpaði á hana leiftr- andi kveðjuglampa .... Til lands fekk eg eigi horft .... leit undan . . . . sá allt í þoku .... Mér skildist þá fyrst, að eg væri að yfirgefa ættjörð mína — myndi aldrei líta hana framar. Og svipað var því, sem eitt- hvað brysti mér í brjósti. Eg varð að leita mér styrks — einhvers staðar. Örlitla stund stóð eg eins og höggdofa. Svo mundi eg eftir brennivínsflöskunni í farskrínunni. Þangað fór eg, sem skrínan var. Óvart kom mér, aS nú var festur við hana poki, og í hon- um varð mér fyrst fyrir hendi eitthvað hart, sem eg átti enga von til að væri þar. Eg leysti frá pok- anum. Von gat eg átt á dauða mínum, en þessu ekki. Fyrir mér varð hvít og skinin höfuðkúpa af folaldi. Skrínuna opnaði eg aldrei að því sinni, og brenni- vínið lét eg óhreyft. Eg settist niður, þar sem eg var kominn. í fyrstu festi eg sjón á engu. Allt varð að grárri hringiðu fyrir augum mér, og eg var svo sem hugstola. Síðan smáskýrðist allt fyrir hugaraug- um mér. Eg sá hryssu standa yíir folaldi sínu — hálsskornu. Hún var dapureyg og hrygg, dró andann djúpt og þungt og lét munninn nema við folaldslík- ið, eins og hún færði því hinnzta kossinn. Um mig fór hrollur, helkaldur og nístandi sár, líkt og væri mér varpað á kaf i krapaelg. Og nú rifjaðist íyrir mér atburður, sem mér var í rauninni liðinn úr minni. Fjórum árum áður hafði eg skorið folald undan hryssu, sem eg átti, til þess eins, að geta degi síðar selt hana hrossakaupmanni. Og þetta verk vann eg með þeim hætti, að skera folaldið fyrir aug- um hryssunnar og láta hana síðan standa yfir likinu .... Eg varð gripinn angist. Og nokkur andartök var sem mér hyrfi hugsun og megn. Svo var eins og spurt væri innst í fylgsnum sálar minnar: Hví vannst þú, maður, þetta skelmisverk á saklausri inóð- urástinni ? Eg leitaðist eigi við að svara þessari hugsun -— gat það ekki. En nú gæti eg leyst úr ])essu með fullum sanni og jafnframt með blygðun mér í brjósti .... Eg mun hafa gert þetta af þvi, að margir töldu fyrir mér, að hryssum yrði minna um, ef folöldum þeirra væri lógað þeim á sjáandi! ■— -—- Höfuðkúpan hafði flækzt á ýmissa vegu, og eg skeytti því engu, hvar hún lægi. Nú var hún þarna komin. Hver gat verið valdur að þessu? Börnin min gátu ekki hafa gert það. Eg fekk ekki varizt því, að hugurinn gruflaSi eftir einhverri úrlausn, þó að þessi óvænta sýn olli sálarró minni eigi litillar truflunar. Og huganum varð hvarflað heim að Hóli. Eg hafði búið um farangur okkar daginn áður en við færum að heiman, og Flökku-Fríða bar allt að mér, sem fara skykli .... Flökku-Fríða! .... Gátan var ráð- in. Hún hafði komið höfuðkúpunni í farangur minn. Og nú stóð Flökku-Fríða fyrir sjónum mér, stór og ferleg, grimmeyg, blá og þrútin og ógurlega reið. Og mér fannst, að aftur dyndi á mér áviturnar, heit-

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.