Dýraverndarinn - 01.10.1929, Blaðsíða 4
58
DÝRAVERNDARTNtf
tugur, að vísu nokkuð slitinn eftir m’kið starf og
dáðríkt fyrir stórum barnahópi og mannvænlegum.
En hitt er mál þeirra, er vit hafa á að meta, að
eigi séu slævð andans vopn hans. Máttur orða og
máls sé skkur sem áður var hann, nema betur væri
nú. Hugsveiflur og ílugdirfð hafi í engu mornað og
víðsýni og snilli hvergi korpnað. Munu ljóðmæli þau
eftir hann, sem út koma á sextugsafmæli hans, bera
þess ærin vott.
Dýraverndarinn biður sextuga skáldinu á Sandi
blíðra morgna, bjartra daga, kvölda hlýrra og kyrr-
látra nátta og treystir því, að enn fái skáldið lifað
marga vetur, heill og hamingjusamur.
P. Nlelsen.
Dýraverndarinn vill leiða athygli lesenda sinna að
öldungnum á Eyrarbakka. Fyrir tugum ára var Pétur
Nielsen orðinn þjóðkunnur fyrir prúðmensku, gest-
risni og höfðingsskap, og fyrir skyldurækni, vand-
virkni, staðfestu og áreiðanlegheit í verzlunarstjóra-
stöðu sinni á Eyrarbakka 25 ár (1887—1909). ITér
verður ])ó ekki rætt um starfsvið öldungsins, eða rak-
inn æfiferill hans. Geymt er
það sögunni og öðrum t'marit-
um; má og benda á gott ágrip
i Óðni í apríl 1910, eftir Br. J.
Er ])ví ekki annars að vænta
hér en lauslegs álits, og aðeins
á þá blaðs'.ðu i dagbók P. N.,
sem lýtur að náttúrufræði og
dýraverndun.
Utanlands er P. N. þektur
sem fuglafræðingur, af ritgerö-
um sínum i fuglafræðiritun-
um „Ornis“ og „Dansk orni-
thol. For. Tidskr.“ Innanlands
má hann og vera nokkuð kunn-
ur öllum almenningi, fyrir ekki
færri en 25 greinar í helztu
blöðum höfuðstaðarins. í nærri
20 af greinum þessum ræðir P.
N. áhugamál s'n um fuglana,
— þar á meðal hrafninn í Dýra-
vernd. 1927, 2. tbl. Þrátt fyrir
háa elli, — 85 ára 27. febr. s.l. — er hann enn yngri
en áður í anda, sem dýravinur og dýraverndari, og
þrátt fyrir máttleysi á vinstri hlið í 20 ár, ritar hann
enn af kappi um örnina, — í „Morgunbl.“ 24. sept.
sl., og fróðlega grein um geirfuglana síðustu, í „Vísi“
12. s. m. Vill hann ekki að örninni (eða erninum*)
* í daglcgu tali hefi eg jalnan heyrt prnina kvennkenda,
sé útrýmt hér, svo sem í Danmörku, og því síður, að
örlög hennar verði svo ömurleg sem geirfuglsins fyr-
ir 85 árurn.'
Meðan nóg var til af geirfuglinum í Vesturheimi,
var hann gripinn til ekliviðar, og matárbita og skild-
inga fengu banamenn síðustu fuglanna þar og
hér. En nú mun vera meira en metfjárvirði, ef fynd-
ist, þó ekki væri nema beinagrind af fugli þessum,
eða brot af eggi hans. Já, geirfuglinn var nú meinlaus
og gagnlítill, kunna menn að
segja, en örnin er betur fleyg
og hefir það til, að vera skað-
ræðisgripur: spillir æðar-
varpi og drepur saklaus lömb-
in, á því hvorki skilið vægð
né vernd. Satt er það, að hún
hefir ekki íremur en aðrir
fuglar eða dýr, lært að virða
eignarrétt manna. Og nokkur
vorkunn er þeim að v'.su, er
hún kann að taka frá lömh.
eða baka annað tjón. En er
þaö ekki fágætt? Eða, hvort
nefir örnin hrifsað lömbin
frá fleiri ám, en eigendur
ánna? Hvorir eru meiri „ntorð-
vargar“ og kjötætur: menn-
írnir eða rándýrin ?
Með eitrun og ofsóknum
rnanna, getur örnin orðið svo
fágæt, að einn fugl eða eitt
egg verði ekki reiknað í lambsverðum, heldur talið
í tugum kúgilda.
Auðskilið er það á greinum P. N., sem flestar eru
um örnina, að hann metur ekki í lambsverðum, tign
og þor og náttúruprýöi „konungs fuglanna".
Stafróf dýraverndunar og íuglafriðunar: dýra-
og- fylgi því hér, enda þó lcarlkenning virSist frumlegri.
P. Nielscn.