Dýraverndarinn - 01.10.1929, Síða 10
64
DÝRAVERNDARINN
DÝRAVERNDARINN
kemur aö minnsta kosti átta sinnum út á ári.
Dýraverndarinn er ódýrasta blaðið, sem nú er
gefiö út hér á landi- Árgangur hans kostar að eins
3 krónur.
Ætlunarverk Dýraverndarans er að vinna að upp-
eldis- og menningarmáli allra þjóða, en þaö er sú
siSbót, sem fram kemur í verndun málleysingja og
miskunnsemi við munaðarlausa.
Dýraverndarinn er oft prýddur myndum, og í
honum munu verSa ritgerðir og sögur eftir ritfæra
menn og merka.
Dýraverndarinn vill vinna sér traust og hylli
allra góSra manna, ungra og gamalla. Og er eigi
sízt leitað liðsinnis kennara og ungmennafélaga um
að kynna blaSiö.
Þeir, sem útvega 5 kaupendur að Dýraverndar-
anum, eða fleiri, fá 20% í sölulaun.
Þeir kaupendur Dýraverndarans, sem enn eiga
ógreitt andvirSi hans, eru vinsamlega beðnir að gera
skil sem allra fyrst.
Afgreiðslumaður
ÞORLEIFUR GUNNARSSON,
form. Dýravemdunarfél. íslands.
Félagsbókbandið. Reykjavík.
væri jafn-auðsæir í háttum sumra manna, þeirra, er
mikið þykjast að sér eiga, sem þarna voru berir af
háttum Kópa.
Auðvelt væri að segja fleira af Kópa, en þaö yrði
of langt mál að þessu sinni.
í september 1929.
Þorfinnur Jónsson
í Baldurshaga.
Móíurást.
í Ameríku var bóndabær nokkur í skógarjaðri ein-
um. Eldur kom upp í skóginum, og bærinn brann
til kaldra kola. Heimamenn flýðu í ofboði á síðustu
stundu og fengu engu bjargað.
Þegar slokknaður var eldurinn, fóru heimamenn
jiangað, sem bærinn hafði staðið, til að gæta þess,
hvort Surtur gamli hefði engu eirt.
Skammt frá því, sem eldurinn hafði ekki fylli-
lega náð sér niðri, sáu menn hænu liggja með þönd-
um vængjum. Var hún dauð og mikið brunnin.
Hending ein olli ])ví, að einhver kom við hænuna,
svo að hún færðist úr stað. Og kom þá i ljós hópur
af litlum ungum.
Eldurinn hafði iæst sig um hænuna, þar sem hún
var með ungum sínum. Og þegar ekki voru önnur
ráð til að bjarga þeim, þá hafði hún þanið væng-
ina og skipaS þeim undir þá.
Eldurinn hafði um hana sviðrað, steikt hana og
pínt og brennt fiður, húð og vöðva. En — hún
hreyfði sig hvergi.
Lifið fjaraði út með ómælilegum þjáningum. Þó
lá hún kyrr — hvikaði ekki frá skyldu sinni.
Móðirin fórnaði lifi sínu, síðustu blóðdropum sín-
um, með kvalafyllsta hætti, til þess eins að reyna að
bjarga lífi unganna sinna.
Bergsv. Skúlason
þýddi lauslega.
Djravinátta.
Nýtt gufuskip, 17 þúsund smálesta, „Aniericano
Sud“ að nafni, var fyrir skömmu á leið yfir Atlants-
hafið. Á þvi var kettlingur. Svo vildi til einn dag.
er kisa var að klifra og leika sér, að henni varð fóta-
skortur, og féll hún útbyrðis. Skipstjóri lét þegar
stöðva skipið. Björgunarbáti var þegar komið á flot,
og í hann fór fyrsti stýrimaður og nokkurir hásetar.
til að bjarga kisu. Stormur var á og sjór úfinn. Mátti
því eigi tæpara standa, er þeir loks fengu borgið
henni.
Þessi frábæra og drengilega björgun, sem lýsir
ótvírætt hjartagæzku og dýravináttu þeirra manna,
sem að henni stóðu, hefir hvarvetna vakið lof og
aðdáun góðra manna.
(Ægir XXII. ár, 8. tölubl.)
Ritstjóri Einar Þorkelsson, Hafnarfiröi.
Útgefandi Dýraverndunarfélag íslands.
Félagsprentsmiðjan.