Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1931, Page 3

Dýraverndarinn - 01.10.1931, Page 3
Um hesta, háttu þeirra og vit. Eftir Daníel Daníelsson, fyrrum ljósmyndara. ------ (Frh.) 6. Geysir. Svo nefndi eg rauÖan fola, er eg ól upp i Braut- arholti. Var'Ö hann góður hestur, viljaharður og með vaðandi tölti. Eg seldi hann, að mig minnir, vorið 1914, og hvarf hann mér þegar sjónum, svo að eg vissi ekkert hvað honum leið, þangað til vor- ið 1917, er eg flutti að Sigtúnum. Þá rakst eg á hann, magran og illa með farinn, austur i Flóa og keypti hann þegar; en gefa varð eg hálfu meira verð fyrir hann en eg hafði áður selt hann. Hafði hann þá mist mikið af sínum fyrri gæðum, en náði sér brátt aftur, þótt aldrei yrði töltið jafnmikið og vaðandi og það var um það leyti, sem eg seldi hann. Þó að Geysir sómdi sér vel í hópi reiðhesta, vandi eg hann brútt við allskonar akstur, og reyndist hann ágætur dráttarhestur. Á meðan eg var í Sigtún- um, þurfti eg oft að bregða mér til Reykjavíkur og fór það venjulega ríðandi. Var þá Geysir oftast aðalhesturinn í vetrarferðum mínum þau ár, og reyndi þá bæði á dlignað hans og vit, því að ekki var alt af við lambið að leika sér í þeim ferðum. Geysir reyndist svo góður vetrarhestur, að eg liefi hvorki fyrr né síðar komizt i kynni við þann hest, er jafnvel mætti treysta og honum, að því er snerti framúrskarandi dugnað og frábæra ratvísi. En harð- ur þótti hann á stalli og meinsamur við ókunnuga hesta; fanst því ferðamönnum, sem neyddir vóru til að hafa hesta í húsi með honum, hann lítill aufúsugestur. Og aldrei tókst óvönum að binda hann svo á bás, að ekki væri hann laus eftir skamma stund. Á vetrarferðum mínum um Hellisheiði var ég einatt með þrjá til reiðar, og sat þá lengstum á Geysi, er færð var vond, og rak hina hestana. Oft varð eg síðbúinn úr Reykjavík og hrepti þá stund- um á Hellisheiði svartamyrkur og dimmviðri. En heim var haldið eigi að síður. Þegar austur úr Hvera- dölum kom, runnu lausu hestarnir það léttan und- an, að oft sá ég ekkert til þeirra, og varð þeirra ekki var, fyrr en niður á Hveragerði. Og væri hríð á, eða renningur, skóf jafnóðum í slóð hestanna sem á undan runnu, svo að ekkert sást til hennar. Eg þurfti heldur ekki að skygnast eftir förurn, þeg- ar eg sat á Geysi. Hann kunni skil á öllum veg- um betur en eg. Og kæmi það fyrir, að okkur greindi á um stefnuna og eg vildi annað halda, hélt hann sínu fram og varð ekki þokað í neinu. Og aldrei leið á löngu, að eg sá að hann hefði á réttu að standa. Oft gat ég ekki annað en dáðst að ratvísi hans, eins og veðrin vóru stundum vond, sótsvartur hriðarbylur beint í fangið og færðin að sama skaj)i slæm. Og aldrei fann eg það eins vel og þá, hvers virði það er, að eiga hest, sem má treysta, hvað sem á dynur. —- Það var lika trú þeirra manna, sem notuÖu Geysi við akstur í vetrarferðum, að óhætt ínundi vera að hinda tauminn ura hálsinn á honuin og sleppa honum einum. upp úr Reykja- vík; hann mundi skila sér með vagninn heim að Sigtþnum. 7. Krurami. ■ Þessi Krummi' var heitinn eftir þeim, sem til Englands fór, og áður er ■ nefndur í greinaflokki þessuin. ■ il» •

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.