Dýraverndarinn - 01.10.1931, Side 8
50
DÝRAVERNDARINN
og róiÖ til lands. Kom þá i ljós, er hesturinn var
athugaður, aÖ þar var kominn folinn minn.
HafÖi folans fyrst orðið vart á hæ þeim, er Ham-
ar heitir og stendur í miðið af fimm bæjum, sem
eru á Múlanesi. Var það að kveldi dags, að menn
sáu rauðan hest koma hlaupandi neðan mýrarnar,
og virtist eins og hann hefði orðið viðskila við aðra
hesta, og mundi vera að leita ]>eirra. Var ekkert
frekar um þetta fengizt, en talið vist, að þar færi
rauður foli frá Múla, sem þangað sótti mjög. Ekki
kom hesturinn svo nærri, að greina mætti, hvort
hann væri votur, og ]>ví síður var athugað að setja
á sig mánaðardaginn, enda var það ekki fyrr en
löngu síðar að vitnaðist, að hér væri um ókendan
hest að ræða, en ekki Múla-folann. Og sizt gat
nokkurn grunað að hér væri um flóa-farartæki að
ræða!
Ekki verður sagt með neinni vissu, hvað Rauður
kann að hafa verið lengi á leiðinni, og því síður
hvað sundið kann að hafa verið langt. En eins og
áður er tekið fram, er styzta leiðin til lands ekki
undir 5—6 enskum mílum. Þá má og geta þess, að
folinn lagði á flóann í byrjun stórstraums aðfalls,
en til þess að ná landi þangað sem styzt er, hefði
hann alt af orðið að synda töluvert á strauminn,
þvi að hann þversker alveg leiðina. En hvað sem
straumurinn bar af leið, lengdist sundið. Næði nú
folinn þessu styzta sundi yfir flóann, vóru ])ó mörg
smá sund eftir til fastalands.
Það mundum við með vissu, að þá mundi hafa
verið nálægt nóni, er Rauður hvarf úr Heimalönd-
um og lagði á flóann og hafi það svo verið sam-
dægurs, sem hann sást frá Hamri, mun láta nærri
að 5—7 klukkustundir hafi liðið frá því hann fór
að heiman, og ]iar til að eftir honum var tekið á
Hamri.
Þegar á Múlanesið var komið virtist allur strok-
hugur úr Rauð. Undi hann sér ])ar hið bezta, alt
fram um veturnætur, að hann var sóttur. Síðan
hefir hann verið alinn með folaldi í allan vetur og
virðist una vistinni vel.
Ritað á föstudaginn langa 1931.
Valdimar Ólafsson.
Ovenjulegur atburður.,I,)
Úr Kolbeinsstaöahreppi er nýlega skrifað hér um
bil á þessa leið: —
„Þann 16. ágúst í sumar átti Guðmundur í Kross-
holti erindi á næstu bæi. ReiS hann þá fram hjá
tveim hrútum tveggia vetra þar í heimahögun-
um og átti hann sjálfur annan hrútinn. Þrem vik-
um síðar átti hann lei'ð um sömu slóðir, og sá hann
þá skamt frá sér kind, sem honum virtist eitt-
hvað undarleg og einkennileg útlits. Vildi hann
forvitnast um þetta og reið þangað. Sá hann þá,
að þetta var hrútur og bar haus af öðruni hrút á
hornum sér. Vóru þetta sömu hrútanir, sem hann
hafði séð fyrir þremur vikum, eða réttara sagt:
annar hrúturinn og hausinn af hinum. Það var
hausinn af hans eigin hrút, sem hinn var að dingla
með á hornunum. Eins og að líkum lætur, átti Guð-
mundur all-örðugt með að ná hausnum úr „krækj-
unni“, enda vill oft verða svo, að ógerningur sé
að ná „kræktum" hrútum sundur með öðru móti
en ])ví, að hornskella annan eða báða.
Sigurvegarinn í þessu hrútastríði var mjög illa
leikinn, hungraður, kviðdreginn og magur. Hann
var og einsýnn orðinn. Hrútum þessum hefir senni-
lega lent saman í bardaga, þó að svo þurfi ekki
að hafa verið. Hrútar geta krækst saman án þess.
Þarf ekki annað, en að þeir núi hausunum saman
af rælni og í góðu. En líklegra þykir mér samt,
að ])essir hafi verið að berjast, og sigurvegarinn
rotað andstæðinginn eða snúið hann úr hálsliðun-
um, er þeir vóru orðnir kræktir. Sumum kann nú
að þykja undarlegt, að hausinn skyldi vera slitn-
aður af hinum dauða, en hitar miklir vóru í veðri
um þessar mundir og hefir það flýtt fyrir rotn-
uninni, svo að hausinn hefir slitnað af búknum fyr-
ir átök þess, sem eftir lifði og þunga hins dauða.
Aðrir hafa giskað á, að íerðamenn hafi skorið
hausinn af hinum dauða, en ekki getað ráðið við
„krækjuna“ og ekki hirt um að segja frá fundi
sinum. En hvað sem um það er, þá er hitt víst,
að hrútarnir kræktust saman á hornunum og að
annar beið bana.
Mörgum þykir óprýði að þvi, að hornskella
hrúta og þvi verður ekki neitað, að þeir verða
* Eftirfarandi greinarkorn birtist nýlega í dagbl. „Vísi.‘