Dýraverndarinn - 01.10.1931, Page 9
DÝRAVERNDARINN
5i
kollhúfulegri eftir en áöur. En þaö getur alt af
viljaö til, aö hringhyrndir hrútar krækist saman og
farizt af þeim sökum. Og slikur dauÖdagi hlýtur
ávalt aö vera kvalafullur. — Menn ætti því aö gera
sér aö reglu, að hornskella alla hringhyrnda og
stórhyrnda hrúta.“
Kettir gera vart við eldsvoða.
Allir þekkja sögur um ótal marga hunda, senr
hjargaÖ hafa með ýmsu móti fjölda mannslífa, en
fáar sögur munu vera til urn ketti, sem leyst hafa
slíkt afrek. Þó kom nýlega fyrir atvik i Kaup-
mannahöfn, er sýnir að kettir geta stundum verið
nógu skynsamir og fræknir.
Fjölskykla, sem býr í Baggesensgade, gekk mjög
snemma til rekkju kveld eitt, en ljós brann á lampa.
Skyndilega vaknaði húsbóndinn vi'S ]jað, að heim-
iliskötturinn lá á brjósti hans og klóraði hann í
andlitið. Húsbóndinn vissi ekki í fyrstu hverju þetta
sætti, en þótti framferði kattarins næsta einkenni-
legt. Alt í einu barst revkjarsvæla að vitum
hans, og er hann aðgætti betur, sá hann að lamp-
inn hafði sprungið, og eldur kominn í gluggatjöld
og ábreiður. Húsbóndinn vakti síðan konu sina og
börn og björguðust öll út.
Hefði kötturinn ekki vakið húsbóndann, þykir
mjög sennilegt að öll fjölskyldan hefði kafnað og
brunnið innni. (Alþýðubl.)
í Skógum á Skildinganesi bjuggu veturinn 1930
tvær fjölskyldur. Þriðjudaginn 18. marz, laust fyrir
kl. 10 árdegis, kom önnur húsfreyjan út i eldhús
sitt. Tók hún þá eftir þvi, að þangað var köttur
kominn; stóð hann uppi á stól, en horfði á dyra-
þröskuldinn ygldur á svip og eitthvað undarlega
órólegur. Varð húsfreyja þá þegar vör við að ofur-
lítinn reykjareim lagði undan dyraþröskuldinum og
hugði því að þar mundi eldur laus orðinn. Gerði
hún þá þegar aðvart og flyktist fólk að, en hús-
ið, sem var gamall timburhjallur, fuðraði upp á
tæpri klukkustund og var fallið kl. rúmlega 11.
Þarna var það kisa, sem fyrst varð eldsins vör.
Kisa að flytja ketling sinn.
Sýntð dýrunum meirl niannúð.
Frá alda öðli hafa mennirnir tamið dýrin og not-
að þau á ýmsan hátt til þess að létta undir með
sér i baráttunni fyrir lífinu. Að visu hafa dýrin
verið misjafnlega nj'tsöm og gagnleg, bæði dýra-
tegundirnar og einstaklingar þeirra. En kjörin, sem
þau hafa átt við að búa, bafa ekki síður verið mis-
jöfn.
Hesturinn er vafalaust einhver nytsamasta skepna,
sem mennirnir hafa haft yfir að ráða. I flestum
löndum, og ekki sízt á íslandi, hafa hestarnir verið
til ómetanlegs gagns fyrir þjóðina, vegna hinna erfiðu
samgangna, þegar striða þarf við stórviðri og stór-
vötn, þvi að hestarnir eru flestum dýrum skynugri
að velja sér færan veg og vöð yíir vegleysur og ár.
Þó er eins og menn hafi hvorki skilið, eða kunnað
að meta að verðleikum, hve mikil stoð og stytta
hesturinn hefir verið íbúum ]iessa erfiða, öfga- og
andstæðulands.
Frá öndverðu hafa hestarnir verið íslendingum
mjög samhentir, og traust þeirra i baráttunni við
hin ótryggu náttúruöfl. Þess vegna hefði mátt ætla
að þjóðin launaði vel slíka þjónustu. En, því mið-
ur, hefir ekki verið siíku að heilsa, og hestarnir orð-
ið að sæta verri meðferð og aðbúð, en flestar aðr-
ar skepnur. Þeir hafa verið látnir ganga fyrir sér
á vetrum og ekki hugsað um að liafa hús yfir þá,
enda hefir hvorki verið hirt um að hýsa þá eða