Dýraverndarinn - 01.11.1931, Side 3
Fyrirmyndar hjónaband.
Iíæða fyrir minni brúðhjóna.
Eftir Steingrím Matthíasson, héraðslækni.
Frá því Adam og Eva hófu hjúskap sinn, hafa
farið misjafnar sögur af hjónabandinu. Þa'ð hefir
viljað gefast misjafnlega, ýmist þótt of þrælbundið
og þreytandi, eða laust og léttúðugt.
Ef eg, sem er orðinn all-gamall, ætti að segja
álit mitt úm hjónabandi-ð —- svona frá almennu
sjónarmiði — þá rnundi eg segja: Hjónaband er
alvarlegt fyrirtœki (business) — en hitt held eg
þó miklu álvarlegra fyrirtæki, að lifa ógiftur, jafnt
fyrir karla sem konur.
Nú langar mig til, við ;þetta tækifæri, að segja
ykkur — kæru brúðhjón, heimamenn og gestir —
frá hjónum, sem eg nýlega hefi kynzt. Þau fluttu
hingað til Akureyrar fyrir nokkurum vikum, og
hafa á þessum stutta tírna kynt sig svo vel, fyrir
sinn fyrirmyndar hjúskap, að þau hafa öðlast mik-
inn vinahóp.
Þau settust að uppi í brekkunni í grend við mig,
eða réttara sagt í trjágarðinum sunnan við spítal-
ann. Þar bygðu þau sér hreiður; þvi þetta vóru
þrastarlijón. En skógarþrestir eru yndislegir fugl-
ar, eins og margir vorboðarnir hugljúfu, er heim-
sækja okkur á vorin og sem faðir minn kvað um:
„Fljúga sunnap
með sumargeislum
líkir ljúflingum,
léttir fuglar,
beinir vorhugur
bjarta vængi,
en Lofn kyndir
i litlu brjósti."
Þrestirnir okkar tyltu hreiðrinu sínu ofan á horn-
stólpa í garðinum, í hlé við reyniviðarhríslu, en þó
svo augljóst, að allir, sem framhjá gengu, sáu það.
Þeir höfðu tylt því svo tæpt, að drengirnir, sem
fundu það, sáu nauðsyn á að festa það við stólp-
ann með snæri.
Fimm egg komu í hreiðrið, en ungar aðeins úr
fjórum. Fimta eggið hvarf, án þess nokkur vissi
hvernig. Liklega hefir það verið geldegg, og fugl-
arnir sjálfir komið þvi burt, en engar menjar sáust,
ekki einu sinni vottur af skurninu. Reyndar sáum
við heldur ekki neitt skurnrusl eftir hin eggin, eftir
að þeim var ungað út. Yíirleitt var hreiðrið allan
timann svo þokkalegt, að þar var sannarlega óflekk-
uð hjónasæng.
Það var garnan, að fylgjast með búskapnum; öll-
um þeim önnum og þeirri umhyggju, sem fylgdi, og
hugnæmt var að hlusta á söng makans, þar sem
hann sat uppi á símaþræðinum rétt hjá og hélt vörð.
Ungarnir vóru loðnir og ljótir í fyrstu, en fríkk-
uðu dag frá degi. Og gráðugir vóru þeir, eins og
ungar eru vanir að vera, svo að foreldrarnir höfðu
ekki við að færa þeim maðk í svanginn. En börnin
úr húsunum í grendinni komu þeirn til hjálpar á
degi hverjum og var furða hvað ungarnir gátu torg-
að stórum dólpungum af ánamöðkum, án þess að
verða bumbult af, og án þess þörf yrði á læknis-
hjálp vegna kveisu eða botnlangabólgu. Eg vil ímynda
mér að foreldrarnir hafa dregið af skamti handa
þeim, þegar þeir sáu hvað börnin færðu þeim mikið,