Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1931, Síða 5

Dýraverndarinn - 01.11.1931, Síða 5
DÝRAVERNDARINN 55 spratt upp í. En að lindinni var fjarlægðin frá borg- inn rúmir sex km., e'Öa helmingi lengra en að brunn- inum. Hinsvegar varð mikill ágreiningur og togstreita um það, hvorn staðinn bæri að velja. Skiftust borg- arbúar í tvo harðsnúna ílokka, sem hvor um sig sótti og varði sinn málstað af miklum hita og enn meira kappi. Brunn-flokkurinn hélt þvi fram, að spara mætti fé og tima með þvi, að leiða vatnið úr brunninum, en hinir svöruðu því, að enginn gæti sagt fyrir, hvort vatnið i b'runninum mundi nægja, er stundir liðu. en um hitt þyrfti ekki að efast, að lindin nægði langsamlega. Báðir höfðu þvi nokkuð til sins máls. Þannig stóðu málin þegar köttur einn, sem Tommi hét, kom til skjalanna og tók að sér að skera úr þrætunni og jafna deiluna. Á meðan aðrir borg- arbúar leiddu fram rök sín og liollaleggingar, gerði Tommi þá úrslita tilraun, sem varð til þess að leysa ])etta vandamál og binda enda á það. Og sú saga er á þessa leið: Tommi átti heima í rjómabúinu, sem brunninn átti, og var þar í miklum metum. Eins og gefur að skilja var bann mjög áhugasamur um alla starf- rækslu búsins, og þó einkannlega um alla meðhöndl- un rjómans, enda „gekk hann eins og grár köttur" —• þótt hann raunar væri mjallbvítur — um hús öll og híbýli þar á staðnum. Þennan dag, sem Tomrni komst i hið mesta og merkasta æfintýr lifs síns, hafði dælan i brunnhús- inu bilað, og vóru tveir af starfsmönnum búsins önnum kafnir við að lagfæra hana. Dyrnar á brunn- búsinu stóðu opnar og höfðu mennirnir tekið hett- una ofan af dælupípunni — sem var tíu þurnl. víð — og vóru að skygnast niður í pípuhálsinn. Alt í einu kom vindkviða inn um dyrnar og þyrlaði með sér laufblaði. Fylgdi Tommi á eftir i eltingaleik á katta vísu. og fór í loftköstum. Laufblaðið hnitaði fyrst nokkura liringa i loftinu en féll svo í einu vetfangi niður i kolsvart opið á pipunni .... og Tommi á eftir! Þetta gerðist i svo skjótri svipan, að menn- irnir höfðu ckki tíma til þess að átta sig á hinni vfirvofandi hættu kattarins, fyrr en alt var um garð gengið. Varð hér engri björgunartilraun við komið, ])ví að pípan lá beint niður í jörðina og var hvorki meira né minna en 268 fet (ensk) á lengd, þ. e. frá yfirborði jarðar og niður í vatn. Þótti mönn- nmiin augljóst, að Tommi mundi þarna líf sitt láta, og hörmuðu mjög hin sorglegu afdrif hans, því að öllum þótti vænt um kisa, sem komist höfðu i kynni við hann. Af tilviljun leit annar maðurinn skömmu síðar á klukkuna og sá þá að hana vantaði 3 mín- útur í 11 f. hádegi. Nokkuru fyrir hádegi þennan sama dag var bóndi sá, er átti „Lindina vellandi“ á gangi skamt frá upp- sprettunni. Heyrði hann þá aumkvunarlegt mjálm, sem honum virtist koma frá lindinni. Hann brá þeg- ar við og ruddist i gegnum runna, sem uxu um- hverfis lindina. Sá hann þá, sér til mikillar undr- unar, hvítan kött með bláan borða um hálsinn, vera að stríða við strauminn af veikum mætti, og berjast við að ná bakkanum. En hringiðan í miðju kerinu hélt honum föstum. Var auðséð á öllu að vesalings dýrið var aðframkomið af þreytu; lét bóndi ekki á sér standa, snaraðist út í vatnið og bjargaði kisu. Þegar því var lokið, kom bónda til hugar að liðið mundi nær matmálstíma, og leit því á vasaúr sitt; var klukkan þá 12 minútur yfir 11. Tók hann þann- ig óafvitandi tímann á ferðalagi Tomma, — þvi þetta var enginn annar en hann. Bóndi vafði nú Tomma inn í yfirhöfn sína og hélt heim með hann. Var Tommi mjög illa á sig kominn, úrvinda af þreytu og hriðskjálfandi, en engin ytri meiðsli sjáanleg. Náði hann sér þó furðu fljótt, sem þakka mátti ágætri hjúkrun húsfreyj- unnar. Ekki var Tonima um það gefið, að njóta til lang- frama gestrisni nágranna sinna. Síðar um daginn laumaðist hann á brott og hélt þá heimleiðis. Er getið til að tvær aðalástæður hafi legið til hinn- ar skjótu burtfarar hans: rjóminn og heimþráin. Þó er haldið, að aðrar tvær ástæður hafi ráðið miklu um: hann hafi ekki viljað njóta gestrisni fólks þess, er hann hafði rýrt eignir fyrir með ferðalagi sínu, en hins vegar áhugamál að gera árangur tilraunar sinnar sem fyrst kunnan! En hver svo sem ástæðan var, þá er hitt víst, að Tommi kom lallandi heim til sín síðla dags og lét sem ekkert væri. Að vísu var hann nokkuð máttfar- inn, óstyrkur í fótunum, og gegndi ekki nafn- inu sínu, — hann hafði, sem sé algerlega tapað heyrninni, — en að öðru leyti hagaði hann sér líkt og áður. Það varð uppi fótur og fit i rjómabúinu, þegar menn höfðu gengið úr skugga um, að það var Tommi í eigin persónu, sem koniinn var. en ekki

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.