Dýraverndarinn - 01.11.1931, Page 8
5«
DÝRAVERNDARINN
Frá Páli lögmanni Vídalín
og hestum hans.
| I>að sem hér verður tínt til um hesta- og rei'ð-
mensku Páls lögmanns Vídalíns (1667—1727) og
hesta hans, er tekið upp úr æfisögu Páls, sem ritað
hefir fóstursonur hans, Jón Ólafsson frá Grunnavík
(1705—-1779). Er æfisagan prentuð framan við
Vísnakver Páls Vídalíns, er dr. Jón Þorkelsson gaf
út í Kaupmannahöfn 18971.
......Eins og hann (þ. e. Páll Vídalin) var reið-
rnaður svo hélt hann og af hestum, og lét vel fara
með reiðhesta sína; Jjeir vóru og altið heima aldir.
Af einu sérlegu plázi túns var þeim hey valið og
gefið ....
Á ferðalagi hafði hann vissan máta reiðlags. Vildi
aldrei riða dragseint eður fót fyrir fót, heldur hóf-
tölt eður svo kastaði to])]ii; hafði smáa áfanga, og
sté af baki og setti sig niður á milli eður lagði sig
fyrir að sofna dúr. En á unga aklri hafði hann riðið
von úr viti, svo froðan vall fram úr hestakjafti. Hann
kunni annars vel að ríða ti! hesta. Sá og einninn
glöggt þeirra aldur af tönnum, og dugnað af skapn-
aði. En á unga aldri var hann reiðmaður mikill.
Hann sagði, að þá hann var skólameistari og reið
einu sinni frá Víðidalstungu og austur að Skálholti,
að hann hefði setið í 24 tíma á hestbaki. Og þá hann
var i tilhugalífi sínu vi'Ö Þorbjörgu reið hann einu
sinni á þremur dögum vestan frá Mýrum i Dýra-
firði, og náði i réttan tima austur að Skálholti, ])á
skólinn skyldi setjast.
Hann sagðist hafa átt þann skeiðhest beztan, er
dró 18 fet og annan 22 fet á skeiðinu, og í logni var
sem gola blési á móti, þá hesturinn var á ferðinni,
og einn svo þýðan, að hann hefði haldið á fullum
vatnsbolla og skeplaðist ei út úr á meðan hesturinn
lá á skeiðinu á spöl þeim, sem er á milli fjóss og
bæjar i Víðidalstungu. Sá sami, eður máske annar,
stcikk með hann um vortíma, þá hann rann á harða-
skeiði á isi, er lá á vatni nokkuru á Arnarvatnsheiði
yfir siö álna breiða vök á miðju skeiði.
Agnarr hét hestur hans, er einn var með þeim
beztu, lítill, en þó sá frásti. Sá varði sig altíð, ])á
takast skyldi, með ]>ví móti að hann fór upp á háfan
hól, svo hann sæi frá sér. En þá Inúð var að ná
honum einu sinni, var hann altíð gæfur og spakur
Haustvísur.
Hér cr fölnaður skágur og blómin blcik;
nú fcr boðskapur dauðáns um lönd.
Haustvindar livísla í kátum leik
við klcttótta fjarðar strönd.
Ég horfi’ yfir tindana saknaðar sjúk,
þegar söngfuglinn hvcrfur á braut,
og veturinn leggur sinn drifhvíta dúk
yfir dalanna hrjóstruga skaut.
S i g r í ð u r S t e f f e n s e n.
siðan í allri ferðinni, og þá búið var á hann að leggja
hengdi hann höfuðið. En þá honum var kornið á
bak þurfti ei nema að lilistra, og þá tók hann i
augnabliki til fótanna, og strauk af stað, svo þeim,
sem á sat, sýndist jörðin i kring vera sem móða þar
sem bann fór, þá niður fyrir sig var litið, og þessi
var hestur hans í Commissionreiðunum.* Að síðustu
fékk hann lopa í allar fætur; lét lögmaður ])á setja
á hann tvær byssur og dysja siðan.
Goði hét og hestur hans, sem fékk nafn af því,
að þá hann hafði nýfengið hann, og var rckinn með
öðrum hestum á sund, lagði hann undan. en þá hin-
ir hestarnir gengu samt ei út i vatnið syndi hann til
þeirra aftur, og hneggjaði upp á ])á, og lagði enn
á ný undan þeim.
Igull hét einn, er nýfenginn át svo óðum, sem
drengur einhver gat leyst heyið til hans i tvo daga.
Svipur hét enn einn, er Eggert Jónsson á Ökrum
í SkagafirÖi gaf honum. Hann fékk nafn af því, að
þá hann reið honum ])a'ðan í fyrsta sinni var miÖur
aftan, en þá hann kom að Bólstaðarhlíð var aflíð-
andi miður aftan. Hann gat ei stilt hann fyrr, en
svo mjúkur á rásinni, að hann gat sveigt hann sem
tág í kringum hverja keldu.
Djákni hét og einn, er fékk nafn af því, að þá
hann var folakl tekinn inn i bæinn og var utarlega
nærri öðrum bæjardyrum — ]>vi bærinn var tvidyr-
aður — tók hann undir og hneggjaði, þá hann heyrði
til kluklcu, er innar var í göngunum og lá strengur
úr i gegnum tvær stofur og inn að sæti lögmanns,
* Þ. e. ferðir Jarðabókarnefndarinnar á árunum
1702—1712.