Dýraverndarinn - 01.02.1938, Blaðsíða 13
DÝRAVERNDARINN
5
og fleiri fugla. Fyrstu árin eftir aLS sími var lagS-
ur um landiS og farið var að girða lönd með gadda-
vír, flaug fjöldi fugla á vírinn og beið bana af. Nú
kvcður lítið að þessum slysum. Ekki hafa menn-
irnir bent fuglum á þessa hættu. Það er reynslan,
sem fuglarnir færa sér í nyt og kenna hver öSrum.
Anægja vor mannanna af nærveru fuglanna ætti
að vera mikil. ÞaS munu þeir a'S minsta kosti við-
urkenna, sem hafa verið í sveitum, að margir hlusta
þar með fögnuði á fyrsta lóukvakið á vorin. Þá
er söngur margra fugla yndislegur. Flestir kann-
ast við kvæðið ,,Sú rödd var svo fögur, svo hug-
]júf og hrein“, eða þá kvæðið „Hvert svifið þér
svanir af ströndu með söngvum í bláheiðan geim“.
Margt fleira hafa skáldin sagt um fuglana, sem
vekja mætti athygli manna og ást á þeini, og upp-
ræta það óeðli, að skjóta á þá eða gera þeim mein,
sem getur haft i för með sér kvaladauða eða veik-
indi. —
Um fjöruna fyrir neðan túnið sitt gekk nágranni
minn fyrir nokkru síðan; gekk hann þar að æðar-
kollu, sem hann tók, af því hún flúöi ekki til sjáv-
ar. Hann fann að hún var mögur og hlaut að vera
véik, úr því hún forðaðist hann ekki. Hann fór
þvi með hana heim til sín og gaf henni að eta
fisk og korn, sem hún virtist hafa góða list á i
nokkra daga, en af henni dró bráðlega, svo hún
dó. Var þá athugað nákvæmlega, hvað að henni
liefði gengiö og koin i 1 jós, að í brjóstinu var liagl
og grafið í kring um það. Þessu lík eru æfilok
margra fugla; ]>ess vegna ættu menn að leggja al-
veg niður fuglaveiðar með haglaliyssum.
En hvaða ráð eru þá til þess, að fá menn til að
hætta að skjóta íugla, sérstaklegameð haglabyssum ?
Að minu áliti þyrfti að komast á öflug samtök i
þessa átt, og setja ætti lög, er bönnuðu skotin. Það
væri og stigið stórt spor í friðunaráttinaef foreldrar
og kennarar í barnaskólunum lirýndu fyrir börnum,
hve. ljótt það er og ósamboðiö hverjum manni, að
viðhafa ])essa veiðiaðferð, sem getur orðið fuglun-
um til langvarandi kvala.
Byssan er hættulegt vopn, og maðurinn er oft
skæðasta rándýrið ; með byssunni liefir hann upp-
rætt saklausar og gagnlegar dýrategundir.
Það má margt um þetta rita og væri æskilegt
að fleiri en eg létu til sin heyra um það.
Nesi, 25. nóvember 1937.
Halldór Pálsson,
Átthagarækni
fuglanna og ratvísi.
Veturinn er kominn, og vindarnir hvína í fjalla-
skörbunum, hinar hljómþíðu raddir sumarfuglanna
eru þagnaðar, — þeir hafa kvatt og lagt út á höfin.
En bak við veturinn eiga þeir, sem lifa, von á að
heyra raddir vorboðanna á ný, og umhverfið fyll-
ast af söng þeirra og unaði; þá er maðurinn aftur.
livergi einsamall, heldur alstaðar á meðal lifandi
samherja, er allir starfa að einu og sama marki, að
berjast fyrir tilverunni.
Ef þú, lesandi góður, veitir fuglunum eftirtekt,
muntu fljótt komast að því, að lifnaðarhættir þeirra
eru fjölbreyttir og lífsvenjur fastar og ákveðnar.
Þvi til sönnunar eru eftirfarandi frásagnir.
Álfiirnar á Borgarvatni.
Nokkru fyrir 1890 sat eg, ásamt fleiri drengj-
um, yfir ám á Hrútaf jarðarhálsi. Á honum eru mörg
vötn og tjarnir. A einu þeirra, Borgarvatni, höfðu
sést 2 álftir unr vorið. Eru þær frernur fáséðar á
þeim slóðum. í vatninu er hólmi. Okkur drengjun-
um þótti gaman að þessum stóru, hvítu fuglum;
einkum hreif okkur söngur þeirra og kvak. Við veitt-
um því eftirtekt, að allstór þúfa var komin í hólm-
ann, en hún var þar ekki áður. Síðar sátun við að
álftirnar voru orðnar 6, þar af 4 ungar, sem voru
farnir að synda með foreldrum sinum á vatninu.
Við gerðum tilraun til að komast út í hólmann og
gáttun það. Skoðuðum við þúfuna og sáum, að hún
var tilbúið hreiður — álftadyngja. — Engu var hreyft
við í henni. En við skildum þar eftir nökkuð af
niðurmuldu brauði okkar. Skömmu siðar fórum við
aftur í hólmann. Allt var ineð sömu ummerkjum
og áður, að eins brauðmolarnir horfnir. Margar
ferðir fóruin við um sumarið i hólmann, og flutt-
um þangað allt matarkyns sem okkur áskotnaðist.
Það fór allt sömu leið — hvarf. Okkur var Jtetta
mesta yndi, því að fuglarnir voru ekki mjög styggir
við okkur, syntu kvakandi í nokkurri fjarlægð úti
á vatninu, á meðan við vorum í hólmanum.
Sumarið leið, hjásetan hætti. —■ Sunnudag einn
um haustið fór eg einn upp að Borgarvatni með
ýmislegt-handa álftunum. En mér brá í brúti, er
þær voru horfnar, — Eg fór ut í hólmann. Álfta-