Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1938, Blaðsíða 14

Dýraverndarinn - 01.02.1938, Blaðsíða 14
6 DÝRAVERNDARINN dyngj an var meÖ sömu ummerkjum og áÖur. Eg sat lengi í hólmanum, og grét mína horfnu vini. — Þegar heim kom, sögðu foreldrar minir mér, a'Ö álftirnar hefSu flutt sig til heiða, og enginn myndi hafa or'Öið þeim a'Ö bana. VoriÖ eftir, þá er vötn voru leyst, komu álftirn- ar aftur á Borgarvatn, 6 að tölu, og voru þar allt sumariÖ. Var fögnuður okkar drengjanna mikill. Heimsóttum við oft hólmann og færðum þangáð gjafir okkar, er álftirnar þágu með þegjandi þakk- . læti og voru að mun gæfari en sumarið áður. A svip- uðum tíma og áður, — um haustið — hurfu j)ær til heiða. Nú er frásögnin um álftirnar á Borgarvatni á enda. Eg fluttist með móður minni úr héraðinu vor- ið 1889, og hefi aldrei komið að Borgarvatni síðan. Spóahjónin. Nokkru eftir síðastl. aldamót, og eftir að bygð lagðist niður á Bakka, hitti eg spóahreiður um vorið j)ar í túninu. Eggjamóðirin reyndi, sem hennar var venja, að narra mig á eftir sér,og elti eg hana spöl nokkurn henni til hugarhægðar. Um kveldið gekk eg aftur að hreiðrinu með ýmislegt matarkyns, er alit var horfið að morgni, er eg kom með nýjar gjafir. Fram að slætti flutti eg föng að hreiðrinu, er allt hvarf; voru ])á ungarnir fyrir löngu skriðnir úr egginu.Engum sýndi eg hreiðrið, sló sjálfur í kringum ])að og rakaði. Það merkilega við þetta var, að i samfleytt 4 ár verpti spói í sama hreiðr- inu, og naut sömu aðhlynningar frá minni hendi, en fimta vorið var hreiðrið autt. Bendir allt til ]>ess, að þetta hafi verið sömu hjónin, —• en nú verið dáin. — í kringum Bakka er fuglalífið fjölskrúðugt, er skapazt bæði af staðháttum og langvarandi vinsemd, sem fuglunum hefir verið sýnd þar. í samfleytt 14 ár bjó þar mannvinurinn Benedikt Sigfússon, er hafði næman skilning á lifsvenjum fuglanna og skyldum mannanna við þá. — Dóttir hans, hin góðkunna frú Kristjana, — nú búsett í Reykjavík — mun kunna margar sögur úr lífi fuglanna kring- um Bakka. Endurnar í skógrœktargirðingunni. Vorið 1927 var af hálfu þess opinbera sett upp skógræktargirðing hérna á Eyjólfsstöðum. Girðing þessi er ofan við veginn norðan við túnið, og því góðan spöl frá ánni. Girðingin er held, bæði fyrir búfé og hundum. Eftir að hún var búin að standa 2 ár, fóru að finnast andahreiður innan girðingar- innar. Við engu var hreyft, en flutt til þeirra ýmis- legt frá heimilinu. — Hreiðrunum fjölgar nú árlega. Síðastliðið vor voru þau um 20, og myndu enn fjölga, ef launmorðingjar sætu ekki um líf andanna á ánni. Bœjarlirafninn. Veturinn 1918 hafði eg ýmsum störfum að gegna út á við, og þurfti oft að vera frá heimilinu. Var eg ])á oftast gangandi, sökum frostanna. Kveld eitt, seint í desember, kom eg frá Blönduósi, og fékk allbjart veður inn um Hnausa, og lagði á Flóðið, en þar er vetrarleiðin; — fór þá að hvessa af norðri og snjó að skafa. Erost var um 20 stig og degi hall- að. Eg tók stefnu undan vindi. Allt í einu tók eg eftir því, að hrafn flaug til hliðar við mig, og sett- ist rétt sunnar. Þegar eg var kominn nærri honum, flaug hann upp, en settist svo nærri mér, að eg sá hann betur, og þótti mér kynlegt atferli hans. Þegar inn um Hnjúkshólma kom, datt mér í hug að elta hann. Þessu hélt hann alla leið heim að húsinu; sveif hann þá i loft upp og hvarf til fjalla. Var það öjl- um ljóst, að þetta var einn af bæjarhröfnunum, sem kom á móti mér, til þess að fylgja mér heim, og fylgdust ])arna að vitsmunir, vinsemd og ratvísi. — Lesari góður! Þú mátt trúa því fyrst og fremst, að frásagnir þessar eru sannar, og eins að fuglarn- ir, jafnvel hrafninn, er vinur þeirra, sem sýna þeim vinsemd og hlýju. •—• í frásagnalaun bið eg þig bónar, og hún er sú, að sýna fuglunum vinahót. Þeir eru dásamlegir á alla lund, og mun þá sál þín fyllast unaði, er þú kynnist þeim nánar. Fuglarnir eru gæddir miklum vitsmunum, meiri en fólk alment veit, sem ekki þekkir háttu þeirra. Ilugsaðu út í það, hvað farfugl- inn leggur í sölurnar, til þess að komast til þín og átthaganna á vorin. Enginn lýsir því l)etur en Þor- steinn Erlingsson í niðurlagi 1. erindis kvæðisins „Farfuglinn". „Og til að komast hingað heim þú hinstu krafta þreytir." — Vinur minn! Þú kemst ekki hjá því að sjá snjó- titlingana, þegar þeir koma hungraðir heim til þín undan vondum veðrum. — í kvæðinu Vetur segir Þ. E. þér, hvað þú skulir gjöra. Minst þú þess, að hrafninn á heimili hjá þér! Sýndu hpnum vinahót!.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.