Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1938, Qupperneq 9

Dýraverndarinn - 01.04.1938, Qupperneq 9
DÝRAVERNDARINN 21 Eftir Halldór Jónsson, sóknarprest að Reynivöllum. I. i'aö cr einn kennari meðal annara, sem öllum er ætlað að læra af. S<á kennari er einn hinn áhrifa- mesti og hann er reynzlan sjálf. Námið í skóla lífsins, reynzlunnar, gengur mis- jafnlega, eins og kunnugt er. Og eitt er víst, að fljótir eru menn til að gleyma. Sumir, fjölda margir, læra bæSi mikiS og vel af þessum áhrifamikla kennara, aSrir því miSur virSast læra lítiS og þó æfin verSi nokkuS löng. Eins og allir vita, er þaS gamall, því miSur meira cn þúsuncl ára gamall, siSur, eSa öllu heldur ósiS- ur, sem hver kynslóö tekur viS af annari, aS verSa heylaus, ekki aSeins í harSindum, heldur einnig í harSindaleysi, i góSæri. — Sumir, fjölda margir, verSa aldrei heylausir, eiga meira aS segja fyrning- ar, hvernig sem árar. Er þaö af því, aö tíðarfarið sé svo mjúkhent á suntum, en leiki aöra hart? Nei, og aftur nei. Tíð- arfarið gengúr jafnt yfir alla á sömu slóSum. Sumir búast viS hörSum vetri eða aS minnsta kosti meSalvetri. I’eir setja vel og hyggilega á. ASr- ir setja illa á og kenna um tiðarfarinu, ef illa fer, cða hinu og þessu, sem eigi á við afsakanleg rök að styðjast. Sumir hugsa svo : „B-tra færri skepn- ur og hyggilegra að fara vel með þær“. MeS því oina móti má búast við góðum arði. Þeir hugsa rétt. En hvaS hafa þeir gert? Þeir liafa lært af reynzl- unni, sin og annara, eigi aSeins þeirrar kynslóSar, er þá lifir, heldur einnig reynzlu langrar fortíSar, meir aS segja reynzlu margra liSinna alda. Slikum mönnum verður eigi órótt, þó að komi harðinda- kast, jafnvel illvíg vorharSindi. Þeir voru viS slíku öllu búnir. ASrir aftur á móti treysta því, aS vel muni ára, mildu vetrarfari og aS engin teljandi áföll komi. Þeim finnst þeir þurfa aS setja á margar skepnúr, en gæta þess ekki, er þeir setja illa og ógætilega á. þá setja þeir blátt áfram bústofn sinn allan i stór- hættu, og geta aldrei haft skynsamlega von um góSan arS. Ef ver fer. en þeir ætluðu, fer svo, aS til þess að halda b'ftórunni í skeþnunum verða þeir aS kosta miklu til, og miklu meir en efni þeirrá leyfa og hrekkur máske hvergi nærri til. Bústofn þeirra veröur vonarjieningur og jafnvel fellur. Til slíkra óyndisúrræða um aukinn tilkostnaS viS aS- keypt fóSur, hefir vissulega fjölda mörgum sinn- um eigi veriS grioiS fyr en um seinan, og þá meS enn minni viöreisnarvon. Á þenna hátt hafa ntarg- ir buntíiö sér bagga, sem þeir blátt áfram sliguöust undir. MaSur gæti *nú ef til vill sagt, aö kæmi heyþrot og slik vandræSaúrræSi einu sinni fyrir sama mann, væri þaS afsakanlegt, ef væri svo jafnframt snúið við blaðinu i betra og varkárara horf, af því „aS skaðinn heföi gert hann hygginn". En komi slík óforsjálni oftar fyrir eöa oft, verður því ekki meS neinu móti mælt skynsamleg bót. —• Horfellir 3r svartur blettur á tungu þessarar þjóðar. Þann smánarblett þarf aS þvo af vel og vandlega. * * * Sumir hafa miklar mætur á skepnunum. Þeir finna til meö þeim. Þeir eru ekki í rónni aö vita af þeim úti i vondum veSrum, svöngum og skjálf- andi af kulda. Þeir hugsa til sjálfra sin, og vita að skepnurnar finna til engu síöur en mennírnir. Þess vegna, af mannúSarástæSum viö skepnurnar, sem er varnaö málsins til aS kvarta, er þeim líSur illa eöa sæta ómannúölegri meðferö, gera þeir sér allt far um aö láta þeim líöa vel. ASrir íuigsa eigi um þetta. Vaninn er búinn aö sljógva tilfinningar þeirra, aldavani, hinn illi arf- ur, meir en þúsund ára gamall. t áhlaupum og ill- viöratíS, er þá aSeins vonin, aö þeim linni og svo er búiö meö þaö. Þetta er ekki af mannvonzku, þaö kemur mér ckki til hugar aö segja, heldur af hugsunarleysi. ÞaS er af ]>vi, að þeir gleyma því, þvi miSur, aö skynlaus skepnan getur líka fundiö til. * * * Fyr á tímum féll hér á landi fólkið iir hor, meö- fram vafalaust af þvi, aö vesalings skepnurnar, bjargarvon búandans, voru búnar aö falla úr hor. Nú fellur fólkiö ekki lengur úr hor. Annaö er kom- iö i hordauöans staS. ÞaS heitir skuldir, helzt botn- lausar skuldir, sem eigi má út yfir sjá. Þetta er fyrirhyggjuleysi, ófyrirgefanlega svartur blettur á tungu ]>jóöarinnar. Þann blett þarf líka aö þvo af, og byrja blátt áfram nýtt líf. Enginn núbfandi ísjendingur hefir aJ5 líkindum

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.