Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1938, Qupperneq 12

Dýraverndarinn - 01.04.1938, Qupperneq 12
DÝRAVERNDARINN M DÝRAVERNDARINN kemur aÖ minsta kosti á 11 a s i n n u m út á ári. Dýraverndarinn er ódýrasta blaðið, sem nú er gefið út hér á landi. Árgangur hans kostar að eins j krónur. Ætlunarverk Dýraverndarans er aÖ vinna að upp- eldis- og menningarmáli allra þjóöa, en þaö er sú siðbót, sem fram kemur í verndun málleysingja og miskunnsemi við munaðarlausa. Dýraverndarinn er oft prýddur myndum, og í honum munu verða ritgerðir og sögur eftir ritfæra menn og merka. Dýraverndarinn vill vinna sér traust og hylli allra góðra manna, ungra og gamalla. Og er eigi sizt ieitað liðsinnis kennara og ungmennafélaga um að kynna blaðið. Þeir, sem útvega 5 kaupendur að Dýraverndar- anum, eða fleiri, fá 20°/o i sölulaun. Dýraverndunarfélag íslands. kostað dýra dóma, en gagna lítið eða ekki neitt. Það þarf bæði höfuð og heila til þess að grynna í öllum þessum lögum, og enn skarpari gáfur til að vita, hvað í lögunum sjálfum stendur. — En þá er loks að fara eftir lögunum, og það reynist oft þyngsta þrautin. * * * * Um Englendinga, hina menntuðu, þrautseigu þjóð, er vitað, að myndazt hafa ýmsar áhrifamikl- ar venjur er hæfa sæmd mikillar þjóðar, en þær eru svo ríkar i meðvitund hennar, að fáir dirfast að in-jóta í bág við þær. Hjá þessari miklu þjóð hafa orðið til lög, sem hvergi eru skráð nema í meðvitund hennar sjálfrar. Þessi lög ýms hafa gilt um langan tíma og gilda enn. Eru meðal annars slík óskráð lög vottur um þroska þjóðarinnar og einn hennar jafnvel fremsti meginstyrkur um leið. Sem allra flest slík óskráð lög þyrfti að vera til meðal vor íslendinga. Ein hin helzta og fremsta grein i óskráðum íslenzkum búnaðarbálki þyrfti að vera þessi: „Slátturinn er stundaglöggur“. Ef rækilega væri eftir slíku lagaboði farið, þá getum vér sofið er haustar að og látið oss dreyma um veturinn, ekki um heyleysi né harðindi, held- ur um skepnur í góðum holdum og um sæmilegan arð af bústofninum, ef engin ófyrirsjáanleg og ó- viðráðanleg óhöpp vilja til. Þess vegna finst mér brýn nauðsyn bera til þess fyrir bænd'ur alla og búalið, að 'muna það sem eitt hið helzta og fremsta, að „slátturinn er stunda glöggur". Raunar má því bæta við, að eigi verður annað séð, en að sjálf mannsæfin, þetta augnaldik í út- sæ eilífðarinnar, sé stundaglcigg. Sumir vinna undra mikið, aðrir vinna undra lítið. Hvorir þeirra skyldi leggja meira inn á tekjudálk þjóðanna? Lífið, mannsæfin, er stundaglöggt. En í þessu sambandi skulum vér festa oss svo í nlinni, að eng- inn framar gleymi, ,,að slátturinn er stundaglögg- ur“. — (Erh.) Vorið. Nú er krían komin enn, kát og létt i spori; fagna’ af hjarta frjálsir menn frúnni, á hverju vori. Hún er alveg ófeimin, eins og vanalega, heim i tjarnarhólmann sinn hélt ’ún tignarlega. Krían ein af öðrum ber í ástarhætti finum; allra fugla unga ver eftir mætti sínum. Óvinur á enginn grið undir vængjum þínum ; aðrir lifa i ást og frið i unga-bólum sínum, Verlu, kría, velkomin, vel úr reisu sloppin; hallaðu þér í hólmann þinn og hvíldu lúna kroppinn. G. P. Afgreiðslu „Dýraverndarans" annast Hjörtur Hansson, Aðalstræti 18 (Uppsölum), 2. hæð. Póst- hólf 566, Reykjavík. Munið að gjalddagi blaðsins er 1. júlí. Ritstj.: Símon Jóh. Ágústsson, Njálsgötu 92. L’lgefandi: Dýraverndunarfélag Islands. Félaesprentsmiðj an.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.