Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1938, Page 11

Dýraverndarinn - 01.09.1938, Page 11
DÝRAVERNDARINN 39 Farid' vcl mcð kindurn- ar í rcUimum. Um meðferð á skepnum. Eitt af ]?ví, sem heyrir til góðrar meðferðar sau'ð- fjár, er smalamenskan og innrekstur fjárins og meö- ferð þess í réttinni. Hefi eg verið sjónarvottur að því, að þessu er nokkuð áfátt, t. d. hvaða lag menn hafa á því, að ná kindinni, svo sem að) hanga ekki i ullinni, heldur reyna að ná í hornin og yfir höfuð gæta þess, að sýna kindinni svo mikla lipurð i um- gengni, sem auöið er. Hefi eg séð mann berja í hakið á kind, er var óþæg að rekast inn í hús; er slíkt ótækt og vítavert. Einnig ]rarf að varast að Ireita hundum við smölun meira en góðu hófi gegnir. Hina sömu lipurð í umgengni þarf einnig að sýna við nautpening og hross, svo sem stundvísi við gjafir kúa og mjaltir, og mætti um það skrifa langt mál. Sama gegnir og um hross. Vil eg tilfæra dæmi um það. Eg átti eitt sinn reiðhest (,,skjökt“-hest), er var nokkuð hlaupstyggur og því erfitt að ná. Eitt sumar var snúningapiltur hjá mér; sótti hann jafnan hesta og er hann var í sendiferðum, sem oft kom fyrir, reið hann venjulega þessum stygga hesti, þvi að hann var þægilegur til reiðar. Er pilt- urinn var búinn að vera nokkurn tíma, Hrá svo við, að hesturinn stóð kyr, er pilturinn kom að sækja hann. Orsökin var sú, að í hvert sinn sem drengur- inn spretti af og tók beizlið út úr hestinum, lét hann vel að honum og klóraði honum dálitla stund. Hygg eg, að mjög sé undir tamningu hesta komið, hvort ]?eir verða þægir og gæfir. (Bezt er að gjöra folöld strax mannelsk, ef því verður við komið. Margt mætti skrifa um þetta efni, en hér læt eg' staðar numið að sinni. E. Th. Á ísafirði var stofnað dýraverndunarfélag þann 9. maí s.l. Alls mættu á stofnfundi félagsins 18 manns, og gerðust þeir allir meðlimir þess. Stjórn félagsins skipa: Grírnur Kristgeirsson, bæjarfulltrúi, A. Baarregaard, tannlæknir og Jón Jóhannsson, lfig- regluþjónn. Stjórn dýráverndunarfélagsins á fsafiröi- sendi lræjarstjórninni erindi, þar sem hún segist hafa skoð- að ýms ske]muliús bæjarbúa, og telur mörg þeirra með öllu óhæf. Fór stjórn dýraverndunarfélagsins fram á það, að bæjarstjórn láti rífa kofaþyrping- una við Sundstræti, og að framvegis verði ekki leyft að reisa skepnuhús nema með leyfi bæjár- stjórnar og að hún hafi samþykt útlit þeirra. — Samþykti bæjarstjórnin að flytja skepnuhúsin, svo að þau standi ekki í miðjum bænum.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.