Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1945, Page 14

Dýraverndarinn - 01.02.1945, Page 14
8 DÝRAVERNDARINN slíkar myndir verða þakksamlega þegnar og þær birtar í blaðinu eftir því, sem henta þykir. Hér hefir j)á lauslega verið stiklað á ýmsu velunnurum blaðsins og góðum dýravinum lil nánari athugunar. Væntir Dýraverndarinn, að þessi fáu orð megi verða sem flestum upp- örfun um, að senda honum hvers konar el'ni til birtingar. Að gefnu tilsfni vilt ritstjórinn tuka þetta fram: Frú síðustu blöðunum tveim, (nóvember- o<j desemberblaðinu 1944), hafði verið geng- ið tit fullnustu 15 dag desembermánaðar, og þá aðeins eftir að renna þeim í gegnum prentvélina og hefta þau. Var eigi annað vit- að þái, en að þau mundu koma út fyrir jól, eða í síðasta lagi á mi.lli hátíðanna. En vegna óviðráðanlegra anna í prentsmiðjunni tókst eigi að fá þau prentuð fyrr en eftir áramót. Eru kaupendur beðnir að afsaka þennan drátt, sem hvorki var á valdi ritstjóra né út- géfanda að koma í veg fyrir. Og sama gegnir um þetta fyrsta blað að það hefir orðið síðbúnara en ætlast var til, vegna mikilla anna i prentsmiðjunni. Til kaupanda Dýraverndarans. Frá afgreiðslumanni blaðsins. Munið, að gjalddagi „Dýraverndarans“ er 1. júlí ár hvert. — Þökk sé þeim, sem þegar hafa sýnt blaðinu skil. — En það eru of margir af kaupöndum blaðsins, sem enn hafa ekki greitt skuld sína, jafnvel sumir fyrir fleiri ár, þrátt fyrir ánýjuð tilmæli vor til þeirra um að gera afgreiðslunni sem fyrst skil. — Útgáfa „Dýra- verndarans“ er mjög undir því komin, að kaupendur hans standi í skilum. Afgreiðslu og innheimtu „Dýraverndarans“ annast Hjörtur Hansson, Bankastræti 11 (mið- hæð), pósthólf 566, Reykjavík, og ber að senda honum allar greiðslur blaðsins og tilkynningar um nýja kaupendur. — Árgangur „Dýravernd- arans“ kostar nú 10 krónur. — Það, sem til ar af eldri árgöngum, er selt mjög lágu verði, eða kr. 5,00 árg. Verðlaunakeppni. Samkvæmt skipulagsskrá Minningarsjóðs Jóns Ólafssonar bankastjóra verða á ])essu ári (1945) veitt þrenn verðlaun úr sjóðnum, að upphæð 90 krónur, 45 krónur og 25 krónur fyrir ritgerðir um dýraverndunar- málefni. Þeir, sem keppa vilja um verðlaun þessi, sendi ritstjóra Dýraverndarans ritgerðir sínar fyrir lok ágústmánað- ar næstkomandi, einkenndar með sérstöku merki, og fylgi nafn höfundar, ásamt einkennismerki greinarinnar, i lokuðu umslagi. Stjórn Dýraverndunarfélags íslands dæmir um ritgerðirnar og ákveður hverjir hljóta skuli verðlaunin. Ritgerðirnar verða birtar í Dýraverndaranum. Stjórn Dýraverndunarfélags íslands. Áheit og gjafir er undirriluðum hafa borizt. Áheit á Dýraverndunarfél. íslands frá G. Þ. 25 kr. — Gjafir til Dýraverndunar- félags íslands: Frá frú Sigríði Jensson, Hring- braut 150 kr. 40.00, frá Sveinbjörgu Jónsdóttur, Heiðarseli á Siðu, í minningu um hcst liennar „Bleik“ kr. 100.00, frá Margréti Einarsdóttur, Vesturholti undir Eyjafjöllum, í minningu um hestinn „Kóp“ kr. 50.00. Samtals Kr. 215.00. Kærar þakkir. F. li. Dýraverndunarfél. íslands Hjörtur Hansson, afffrm. „Dýraverndarans. Heimilisfang ritstjóra Dýraverndarans er við Grettisgötu 07, (sími 4887), og sendist þangað hvers kon- ar efni, sem ætlað er til birtingar í blaðinu. Ritstjóri: Einar E. Sæmundsen. Utgefandi: Dýraverndunarfélag ístands. k Herbertsprent.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.