Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.07.1963, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.07.1963, Blaðsíða 4
settar verði reglur um sauðfjárhald í borgarlandinu, ef ekki verði sett lög, sem banna sauðfjárhald, og þeim einum leyft að hafa fé, er veita því góða að- hlynningu og hirðingu í hvívetna. Hliðstæðar reglur verði einnig settar eigendum liesta. 2. Jafnframt því sem aðalfundur D.R., haldinn 26. maí 1963, gerir miklar kröfur um góðan að- búnað og hirðingu dýra, telur fundurinn rétt og eðlilegt, að þeim aðilum, einstaklingum og félög- um, sem til fyrirmyndar eru í þessu efni, sé veitt viðurkenning í einhverju formi. Felur fundurinn stjórn félagsins að annast undir- búning og framkvæmdir. Aflífunartœki Dýraverndunarfélags Reykjavikur. Formaður félagsins skýrði frá því, að j)að hefði keypt aflífunartæki fyrir ketti og litla hunda, og mun Jjað bæta úr brýnni þörf í höfuðstaðnum og nágrenni hans. Mynd sú, sem hér fylgir, er af þessu tæki. Þá kvað formaður íélagið liafa mikinn áhuga á að komið yrði upp aflífunar-, geymslu- og lijúkrun- arstöð fyrir dýr — og taldi hana bezt komna að Keldum. Hefði stjórn félagsins haft fundi um jietta mál með opinberum aðilum, og hefði því verið svo vel tekið, að vonir stæðu til um framkvæmd Jjess innan ekki mjög langs tíma. Stjórn D.R. nýtur almenns trausts, og var hún endurkosin að öðru leyti en jjví, að í stað Valdimars Sörensens garðyrkjumanns, sem fluttur er af félags- svæðinu, var frú Viktoría Blöndal kjörin gjaldkeri. Formaður er — svo sem áður getur — Marteinn Skaftfells kennari, ritari Hilmar Foss skjalaþýðandi — og meðstjórnendur Þórður Jónsson varðstjóri og Gottfred Bernhöft stórkaupmaður. VERÐLAUNAFRÁSÖGN : Þrjár sögur uai góðar fóstrur Eftir Jóhönnu Kristjánsdóttur. FREK TIL FÓSTURS J\yirARGT gerist um sauðburðinn, sorg og gleði geta skipzt á hjá ánum rétt eins og hjá öðr- um mæðrum. Hérna koma j)rjár litlar sögur um það. Sú fyrsta gerðist vorið 1946 og söguhetjan hét Spyrna. Hún var lítil og svört. Nafnið fékk hún af Jjví að hún spyrnti svo rösklega í Nonna litla, jjegar verið var að vigta hana fyrsta veturinn, sem hún lifði. „Það er bezt Jni heilir Spyrna,“ sagði Nonni. Og Jjar sem ekki var búið að gefa henni neitt nafn, var það látið festast við hana. Spyrna varð fyrir Jjeirri sorg að missa lambið sitt, þegar luin var 5 vetra gömul. Ég man, hvað hún var Jní lítil og umkomulaus, Jjar sem liún stóð einmana og jarmandi, Jjegar hinar ærnar runnu upp túnið með lömbin sín, stoltar og hamingju- samar. Þá var Jjað, að ær ein, hvít og stór, sem hét Braut, fékk illt í júgrið, svo að hún fæddi ekki. Hún var ekki veik, en júgrin urðu hörð og hún mjólkaði afar lítið. Lömbin hennar voru svöng. Það voru tvær hvítar gimbrar. Við tókum nú Jjað ráð að láta Jjau sjúga Spyrnu. Ærnar voru báðar látnar liggja inni á nóttunni, en hafðar heima við á daginn. Fór svo l'ram um liríð. Einn góðan veðurdag var smalað og rekið inn til að taka af ánum. Þegar búið var að sleppa út um kvöldið, vorum við góða stund við að hjálpa ánum að lemba sig. Þá tók ég eftir Jjví að Braut æddi fram og aftur lamblaus og bájarmandi, heldur fasmikil. Ég sá hvergi eflir móð- urlaust lamb, og þótti mér Jjetta kynlegt. En Jjá sá ég hvar Spyrna stóð, og sugu hana tvö livít lömb og dingluðu dindlunum í ákafa. Spyrna nasaði af Jjessum fallegu dindlum til skiptis og hún var hvorki einmana né umkomulaus Iengur. Við hjálp- 36 DÝRAVERNDA RIN N

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.