Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.07.1963, Blaðsíða 11

Dýraverndarinn - 01.07.1963, Blaðsíða 11
AIDUR DÝRANNA Til hliðsjónar höfð grein í Dyrenes ven, blaði dýraverndarsambandsins norska. Allir vita, að meðalaldur mannsins liefur lengzt rnikið í öllum menningarlöndum heims síðustu ára- tugina. Þarna kemur margt til. Fyrst er það, að barnadauði hefur minnkað ákaflega ntikið. Fggert Ólafsson segir frá því í íerðabók sinni, að algengt sé, að hjón á íslandi eignist fO—f4 börn, en af þeim komist aðeins þrjú eða fjögur til fullorðins- ára. Sum dóu beinlínis af vanhirðu, kulda og raka, jafnvel þar, sem ekki var beinn skortur, en önnur dóu strax úr landfarsóttum og þá ekki sízt barna- veiki. Þess voru dæmi, að hjón, sem áttu sex, sjö börn, misstu þau öll sömu vikuna úr þessari skæðu drepsótt. Þá voru mislingar og inflúenza mjög mann- skæðir sjúkdómar, enda aðbúð og húsakynni engan veginn heilsusamleg, svo sem áður er að vikið. Enn- fremur eltust líka karlar og konur í þann tíð mun verr en nú. Menn, sem nú eru um sextugt, muna fólk á sextugsaldri, sem var jafnellilegt og farið að kröftum og menn eru nú hálfáttræðir eða eldri. Þarna olli oft þrotlaust strit, án allrar tilbreytingar, en þó enn frekar einhæfur og stundum óhollur matur, húskuldi og húsraki. Loks var það, að þá var ekki um að ræða lyf eða læknisaðgerðir, sem nú er kostur á fyrir livern og einn, sem á annað borð er á verði um heilsu sína. Hvað svo um dýrin? Hve gömul verða þau, tamin eða villt? Þekking manna á þessum efnum er rnjög takmörkuð. Við vitum jafnvel fremur lítið um það, live tamin dýr geta orðið gömul. Kindum er lógað, eftir því sem bezt hentar hag bóndans — og eins er um kýr og hesta, og yfirleitt er ekki eftir því beðið með að farga hundum eða köttum, að þeir verði sjálfdauðir, þykir meira að segja gustukaverk að lóga þeim, þegar þeir eru orðnir lasburða. Þó eru dænti þess, að húsdýr eru látin liía til hárrar elli, og er það þá oftast talin sérvizka eigandans. Hundar ltafa orðið tvítugir, en talið er, að meðalaldur hunda yrði ekki meira en 15—16 ár, þó að þeim væri veitt álíka aðhlynning og gömlum manni og þeir yrðu ellidauðir. Fyrir rúmum áratug drap hundur í Hakadal í Noregi 21 árs kött — og þótti aldur kisa slíkurn tíðindum sæta, að fréttin var birt í blöðunum. Hún vakti athygli, og nú var upp- lýst, að í Danmörku var á lífi 25 ára köttur og þrír í Noregi hálfþrítugir, einn í Rómadal svo lness, að hann stundaði enn rottu- og músaveiðar af fullu fjöri og vitanlega mikilli æfingu! Fyrir nokkrum árunt drapst á Englandi af fóður- eitrun 32 ára gömul kýr. Hún var þá kálffull og hafði mjólkað vel frarn til þess síðasta. Hestar eru sjaldan látnir verða eldri en þrítugir. Þegar ritstjóri Dýraverndarans var 12 ára drengur, var slátrað heima hjá lionum liesti, sem Mósi hét. Hann var 34 ára. Tennurnar í honum voru orðnar slitnar, og hann var tekinn að lóðrast illa, en enn gat hann borið baggana sína og varð spikfeitur á sumrin. Hann hafði alltaf verið hrekkjalimur, hafði prjónað og sett margan manninn af sér, sem ekki þekkti hann. Og síðasta sumarið hans var það eftir af honum, að í miðri Lokinhamraánni þótti honum viðeigandi að leika list sína, en á baki hon- um var maður, sem kippti liart í taumana og brá sér um leið af baki. Þá datt Mósi á lirygginn í ána. Ekki varð þess vart, að honum yrði neitt meint af þessu. Enginn vali er á því, að Mósi hefði getað náð mjög háunt aldri, ef hann hefði notið álíka aðhlynningar og gamall maður. Norðmenn vita niörg dæmi þess, að hestar hafi orðið hálffertugir. íslenzkur hestur í Danmörku, kallaður Túlli, var orðinn sextugur árið 1958 og var þá við góða heilsu. Síðan hefur því miður ekki borizt hingað til lands frétt um það, hvernig heilsufari hans er varið — eða livort hann helur safnazt til feðra sinna. En þess skal getið, að þessi hestur var mikið eftirlæti eigandans, svo að þegar Túlli var orðinn 36 ára, var honum veitt frí frá störfum. Var hann síðan látinn lila rólegu lífi og leikið við hann í mat. Um aldur kinda veit ritstjóri Dýraverndarans lítið, en Sléttbakur. DÝRAVERNDARINN 43

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.