Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.07.1963, Blaðsíða 2

Dýraverndarinn - 01.07.1963, Blaðsíða 2
Enn um olíumengun sjávar Fuglum og fjörulífi stendur síaukin hætta af olíumengun sjávar, jafnt við strendur landsins og inni á höfnum. OLÍUSKIPIÐ LITLAFELL VELDUR FUGLADAUÐA Á EYJAFIRÐI. Nokkru ei’tir sumarmálin sá ritstjóri Dýravernd- arans það í blaði, sem út er gefið á Akureyri, að sjórinn í höfninni og nánd við hana hefði verið svo mengaður af olíu, að fjöldi æðarfugla og anda væri nær dauða en lífi af völdum þessa óþverra. Ritstjórinn gerði aðvart ritara Sambands dýravernd- unarfélaga Islands, og brá hann þegar við og hringdi til bæjarfógetans á Akureyri, Friðjóns Skarphéðins- sonar. Bæjarfógetinn lét þegar rannsaka málið, og kom þá upp úr dúrnum, að olíuskipið Litlafell hafði losað olíusora í höfnina. Mun vera að vænta írek- ari aðgerða í þessu máli, því að þótt ekki sé enn komin reglugerð sú, sem gert er ráð fyrir í lögum um aðild íslands að alþjóðasamþykkt gegn olíu- mengun sjávar, mun unnt að láta skip sæta ábyrgð samkvæmt ákvæðum sjálfra laganna. OLÍUMENGUN í GRENND VIÐ REYKJAVÍK. Miðvikudaginn fyrir uppstigningardag varð svo vart mikillar olíubrákar á ytri höfninni í Reykja- vík, í Sundunum og allt út fyrir Gróttu. Var málið athugað, og kom í Ijós, að fuglar höfðu þegar beð- ið tjón af völdum þessarar brákar, svo sem sjá má á myndinni, sem hér íylgir. Morgunblaðið fylgdist með í athugun lögreglunnar á þessu máli, og skýrði það frá því, að bilað hefði olíuleiðsla íyrir um það bil mánuði hjá stöð Essó í Örfirisey, en ráðamenn stöðvar B.P. í Laugarnesi vildu alls ekki viðurkenna, að nein olía hefði þar farið í sjóinn frá stöðinni. Rússneskt skip hafði losað olíu í Laugarnesi dagana á undan, en rúmenskt í Örfirisey, en ekki varð þó vitað, hvort þau hefðu losað botntanka, og yfirleitt fékkst ekki við Jjá upphafsrannsókn, sem gerð var, nein ákveðin vitneskja um, hvaða aðilar væru vald- ir að olíumenguninni. Þorsteinn Einarsson, ritari Sambands dýravernd- unarfélaga fslands, kom úr ferðalagi í flugvél ein- mitt sama dag og Morgunblaðið birti grein sína um olíubrákina, og sá hann greinilega, að á öllu svæðinu irá Gróttu og inn fyrir Laugarnes var sjór- inn mjög mengaður olíu. Hann kærði málið til sakadómara, og einnig mun iormaður fuglavernd- unarfélagsins, Björn læknir Guðbrandsson, hafa sent kæru, enda var hann í för með lögreglunni, þegar hún fór á báti og kannaði, hve víðtæk meng- unin væri. Er málið í höndum sakadómara, en óvíst, Svarlfugl, sem olian i Reykjavikurhöfn varð að bana. DÝRAVERNDARINN 34

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.