Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 01.11.1955, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 01.11.1955, Blaðsíða 1
XXV. írg. Þriðjudagur 1. nóv. 1955 39. tbl. Halldðr Kiljan lainess wdur bðtnncnntaverðlfiunum Iðbels Hinn 27. október síðastlið- inn samþykkti sænska aka- demían á fundi sínum, að veita Halldóri Kiljan Laxness bókmenntaverðlaun Nobels fyrir árið 1955. í greinargerð þeirri, sem akademían gaf út um veitingu verðlaunanna, segir, að þau séu veitt Hall- dóri fyrir að hafa í skáldskap sínum hafið hina fornu frá- sagnarlist íslendinga til nýs vegs. Halldór Kiljan Laxness hef- ir fyrr verið nefndur sem lík- legur og verðugur rithöfund- ur til að hljóta þá miklu sæmd, sem það þykir að hreppa Nóbelsverðlaunin, og að sjálfsögðu hlýtur það að gleðja íslenzka þjóð mjög, að einn sona hennar hefir nú hlotið þennan heiður. Samkvæmt sænskum blaða- ummælum og ummælum merkra sænskra rithöfunda og bókmenntafræðinga er svo að sjá, sem úthlutun bókmennta- verðlaunanna til Halldórs mælist mjög vel fyrir og þvki verðskulduð, en oft hefir aka- demían verið nokkuð gagn- rýnd fyrir val sitt. Bókmenntaverðlaunin í ár nema 190.214 kr. sænskum eða um 600 þús. kr. ísl., og hefir ríkisstjórnin lýst því yf- ir, að hún muni beita sér fyrir því, að Kiljan þurfi hvorki að greiða ríki né sveitarfélagi skatt af þessum sæmdarlaun- um. Þegar fréttin um verðlauna veitinguna barst hingað til lands vakti hún ánægju meðal manna, og forsetinn sendi skáldinu heillaskeyti með þennan nýja sæmdarauka, einnig menntamálaráðherra, Alþýðusamband íslands og fleiri aðilar, einstaklingar sem opinberar stofnanir. Eins og öllum má ljóst vera er verðlaunaveitingin til Hall- dórs Kiljans Laxness líka sæmdarauki íslenzkri þjóð. Það er verið að verðlauna bókmenntaafrek hennar, um leið og verið ,er að verðlauna bókmenntaafrek skáldsins. Þetta er því mikil og ánægju- leg land- og þjóðkynning. Og svo er eitt, sem við megum ekki gleyma og kannske gerir þessa verðlaunaveitingu allra ánægjulegasta: Þótt Kiljan sé mikill og snjall höfundur, þá er hann alls ekki Fjallið eina í íslenzkum nútímabókmennt- um. Við eigum önnur skáld stór en hann. Það sýnir grósku og þrek íslenzkrar menningar nú, svo að við getum vissu- lega verið stolt af. ___*____ Ágælir listamenn á ferð Síðastliðið föstudagskvöla gafst Akureyrarbúum kostur á að heyra og sjá 3 ágæta tón- listarmenn frá Rússiandi. Komu þeir fram í Nýja-Bíó á vegum Akureyrardeildar MÍR og voru í senn virðulegir og glæsilegir fulltrúar sinnar þjóðar á tónlistarsviðinu. Tónlistarmenn þessir voru fiðluleikarinn Edvard Gratsj, er starfar við Filharmoníu- hljómsveitina í Moskvu, Sofía Vakman, píanóleikari við Filharmoníuhljómsveitina í Leningrad, og Sergei Sjapos- nikov, einsöngvari við óperu- leikhúsið í Leningrad. Hljómleikarnir í Nýja Bíó voru tvískiptir: I fyrra þætti lék Edvard Gratsj einleik á fiðlu og annaðist Sofía Vak- man undirleik, en í síðari þætti söng Sjaposnikov ein- söng með undirleik Sofíu Vak mans. Gratsj, sem er hrífandi fiðluleikari, lék verk eftir Vi- lali, Mendelsshon, Smetana, Rakhmaninov, Prokofév, Brahms og Sarasate, en auk þess lék hann tvö aukalög fyr- ir hina hrifnu áheyrendur, sem klöppuðu honum óspart lof ílófa. Sjaposnikov, sem hefir geysivolduga og blæríka bary- tonrödd, söng lög eftir Sjapo- rin, Gurilév, Glinka, Rubin- stein, Kotsjúrov, Grieg og Tjækovsky og tvö aukalög eft- ir að hafa verið klappaður tvívegis fram. Undirleikarinn Sofía Vak- man aðstoðaði báða lista- mennina af mikilli leikni, og hlaut hún, sem þeir, óskipta aðdáun áheyrenda, sem fylltu húsið. H>n »íarjffilfl« stjórnnr stefna Frcmsóhnnr og Sjfllístíiis í reynd Bankarnir lækka útlán um 10%. Bankarnir hafa ákveðið að draga úr útlánum sínum um 10 af liundraði á nœst- unni. Landsbankinn, Ut- vegsbankinn, Búnaðar- bankinn og Iðnaðarbankinn hafa samkvœmt tilkynn- ingu, sem þeir hafa sent viðskiptavinum sínum, á- kveðið að lœkka útlán um 10% fyrir desemberlok næstkomandi. Á þetta við hlau.pareikrdngsyfirdrætti, víxilkvóta og kaup á verzl- unarvíxlum. Aðrar víxil- skuldir verða fœrðar niður á sama hátt. Segir Lands- bankinn, að horfur í efna- hags- og peningamálum þjóðarinnar geri þetta nauð synlegt, en þœr hafi farið stórversnandi undanfarið. Sdmvinnushólinn tehinn tii stflrfn di Bifröst Samvinnuskólinn var settur að Bifröst í Borgarfirði fyrra laugardag og hóf hann þar með starfsemi sína eftir flutn- inginn frá Reykjavík, þar sem skólinn hefir starfað tæplega fjóra áratugi. Guðmundur Sveinsson, skólastjóri, sem nú tekur við stjórn skólans, færði í setningarræðu sinni þakk- læti skólans til fyrrverandi skólastjóra, Jónasar Jónsson- ar, og konu hans frú Guðrún- ar Stefánsdóttur, svo og ann- arra, sem unnið hafa að vel- ferðarmálum skólans. Auk Guðmundar töluðu þeir séra Bergur Björnsson, prófastur í Stafholti, Erlend-| ur Einarsson, forstjóri SÍS, og Benedikt Gröndal, ritstjóri. Samvinnuskólinn verður nú aftur tveggja vetra skóli, en í vetur verður þar aðeins annar bekkurinn með 32 nemend- um. Nemendafjöldi mun því tvöfaldast næsta vetur. Er að- búnaður skólans allur hinn á- gætasti í hinum nýju húsa- kynnum að Bifröst. Kennarar skólans verða auk skólastjóra þeir Gunnar Grímsson, Snorri Þorsteins- son og Hróar Bjömsson frá Brún. reyrar hcfir Skólinn minnist 25 ára afmælis síns með samsæti að Hótel KEA í kvöld í dag á stærsti framhalds- skóli þessa bæjar, Gagnfræða- skóli Akureyrar, 25 ára starfs- afmæli, því að 1. nóvember 1930 var hann settur í fvrsta sinn. Þessa afmælis síns minnist skólinn í kvöld með samsæti að Hótel KEA, og um leið minnist hann 20 ára far- sællar skólastjórnar Þorsteins M. Jónssonar, en engum manni einum á skólinn svo að þakka vöxt sinn og viðgang sem honum. Gagnfræðaskóli Akureyrar var stofnaður með lögum 19. maí 1930, og bar Erlingur Friðjónsson, þáverandi þing- maður bæjarins, frumvarpið að þeim lögum fram á al- þingi. Hinn 1. nóv. það ár var svo skólinn settur í fyrsta sinn af Sigfúsi Halldórs frá Höfn- um, er þá hafði verið ráðinn skólastjóri. Var skólinn til húsa í húsi Iðnaðarmannafé- lags Akureyrar við Lundar- götu, og starfaði einn fastur kennari annar en skólastjór- inn þá við skólann: Jóhann Frímann, núverandi skóla- stjóri. Hinn fyrsta vetur skólans stunduðu 46 nemendur nám við hann, en auk þess starf- rækti skólinn kvölddeild með 16 nemendum og annaðist Iðnskólann með 35 nemend- um. 1932 útskrifaði skólinn fyrstu gagnfræðingana eftir tveggja vetra nám. 1934 var 3. bekk bætt við skólann, og var skólinn þaðan í frá þriggja vetra skóli, unz nú- verandi fræðslulög tóku gildi, að hann varð fjögurra vetra skóli. Árið 1938 bætti Gagn- fræðaskólinn Verzlunarmanna húsinu við Gránufélagsgötu við húsnæði sitt. Bætti það í bili úr brýnni húsnæðisþörf, en var aðeins bráðabirgðaúr- ræði. Veturinn 1939—40 var nemendafjöldinn orðinn um 100 manns og óx ár frá ári. Varð þá ekki öllu lengur frestað að byggja yfir skólann og 1942 hófst bærinn handa um þá framkvæmd. Lauk þeirri byggingu 1944, svo að allt húsið mætli nota. Þá um haustið settust 200 nemendur í skólann. Árið 1944 var fyrst hægt að hefja verklega kennslu við skólann, og haustið 1947 er skólanum skipt í bóknáms- og verknámsdeildir. Hefir verk- lega námið æ síðan sett mik- inn svip á skólastarfið. Nú í vetur eru í skólanum um 350 nemendur, en alls munu um 2200 nemendur Framhald á 2. síðu. Kvenfélag Alþýðuflokksins á Akureyri heldur félagsfund í kvöld (þriðjudag 1. nóv.) í Túngötu 2, kl. 8.30 síðdegis. FUNDAREFNI: 1. Kosin bazarnefnd. 2. Rætt um vetrarstarfið. Konur, fjölmennið. Stjórnin.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.