Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 13.11.1956, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 13.11.1956, Blaðsíða 4
Hremsur Fylgst með tímanum á sína vísu. 2. nóv. s. 1. fjölluðu fréttir allra útvarpsstöðva og nœr allra blaða um innrós Breta og Frakka á Súeseiði og herflutninga Rússa til' língverjalands. Blaðið ísl. hafði þó sérstöðu. Það kom út þennan dag og minntist ekki einu orði á innrás Breta og Frakka. Hins vegar hafði blaðið að flytja heilsíðu-grein um œðakölk- un, og sögðu gárungarnir, að allt- af vissi þó ritstjórinn, hvað íhald inu kæmi! Esnkennilegt happdrætti. Vm., sem út kom sl. föstudag fiytur lesendum sínum skrá yfir vinningsnúmerin í Happdrætti Þjóðviljans nýafstöðnu og kveð- ur vinninganna að vitja á skrif- stofu Þjóðviljans. Síðan segir L'laðið orðrétt: „Þeir einstaklingar hér á Ak- ureyri, sem höfðu miða til sölu, en hafa ekki enn gert full skil, eru vinsamlegast beðnir að gera það sem fyrst á skrifstofu Verka- mannsins.“ Vér höfum vanizt því, að alla miða bæri að innheimta áður en dregið er, en það virðist sem sagt algert aukaatriði í happdrættum Þjóðviljans. Hver gæti ástæðan verið? ,/fBauluðu ekki á umboðslaunin". Reykjavíkurblöðin — nema Morgunblaðið og Vísir, en þau hafa ekki mótmælt fréttunum ■— skýra svo frá, að Pétur Benedikts- son, tengdasonur Ólafs Thors, bróðir Bjarna Benediktssonar íyrrverandi menntamálaráðherra, núverandi bankastjóri, en fyrr- verandi ambassador, hafi stjórn- að skrílslátum Heimdellinga við rússneska sendiráðið 7. nóv. s. 1. Lét hann liðsmenn sína m. a. baula á ýmsa gesti, sem komu í sendiráðið í tilefni dagsins (bylt- ingarafmælið), en grýta suma þeirra fúlum eggjum og rotnum tómötum. Er að vonum framkoma manns þessa undrunarefni síðan um allt land — hvaða skoðanir sem menn svo annars hafa á því, að íslendingar skyldu heimsækja sendiráðið þennan dag, eins og mál stóðu. Það vakti athygli hlutlausra á- horfenda, að meðal heimsækj- enda — sem annars voru nær ein- göngu menn úr utanríkisþj ónust- unni, sem fóru af embættisskyldu, og svo kunnir sósialistar, þekktir af langdýrkun á Rússum — voru tveir synir Gísla Jónssonar, áður þingmanns Barðstrendinga, en Gísli og synir hans hafa umboð fyrir rússneska bíla og landbún- aðarvélar hér á landi. Mun Gísla og sonum hafa þótt viðurhluta- mikið að baka pyngju sinni óvin- sældir með því að mæta ekki í sendiráðinu. Ekki bauluðu Heimdellingar heldur á þá bræður. Mun þeim hafa þótt sem erindið væri full- komlega réttmætt. Þriðjudagur 13. nóvember 1956 Mmsstyrkir í Bandaríkjunum Eins og á undanförnum árum hefir Íslenzk-Ameríska félagið milligöngu um útvegun námsstyrkja í Bandaríkj- unum fyrir íslenzka námsmenn, er lok- ið hafa kandidats- og stúdentsprófum. Styrkir þessir eru aðallega tvenns ktnar: 1. Kandídatastyrkir: Styrkir á vegum Bandaríkjastjórnar, sem eru mjög ríflegir og nema ferða- kostnaði og öllum nauðsynlegum dval- aikostnaði í 1 ár. Þessir styrkir eru að- eins fyrir þá, sem lokið hafa háskóla- prófi, er samsvarar a. m. k. AB prófi, Eru þeir einkum ætlaðir starfandi íólki í ýmsum greinum. 2. Kandidata- og stúdentastyrkir: Fyrir milligöngu stofnunar í Banda- ríkjunum, Institute of International Education, veita ýmsir háskólar og stofnanir í Bandaríkjunum styrki til námsins, bæði kandidata og stúdenta. Þeir nema yfirleitt skólagjöldum og eir.nig oft fæði og húsnæði. Gera má ráð fyrir að a. m. k. sex kandidatar og þrír til fjórir stúdentar hljóti styrki fyrir skólaárið 1957—’58. Við veitingu þessara styrkja koma aðeins til greina íslenzkir ríkisborgar- ar, innan 35 ára aldurs, við góða heilsu, er hafa gott vald á enskri tungu og vilja fara vestur eingöngu til náms. F.Jtirtaldið menn hlutu námsstyrki á vtgum Íslenzk-Ameríska Félagsins skólaárið 1956—’57: Halldór Jónatansson, lögfr. alþjóða- réttur, Fletcher School of Law and Diplomacy. Guðmundur Pálmason, verkfr., eðlis- g efnafræði. Purdue University. Ásgeir Valdimarsson, verkfr., verk- ræði, Georgia Institute of Technology. Piögnvaldur Jónsson, prestur, trúar- iragðasaga, Yale Divinity of School. Þórunn Haraldsdóttir, viðskiptafr. Viðskiptafræði. University of Pennsyl- vania. Huld Gísladóttir, stúdent, enska og amerískar bókmenntir, Sarah Lawrence College. Ólafur R. Jónsson, stúdent, stjórn- vísindi, Yale University. Á það skal bent, að þeir nemendur menntaskólanna, er ganga undir stúd- entspróf næsta vor, geta sótt um þessa Vegaskemmdir í nóvember sem af er hefir verið einmunatíð hér norðan- lands, enda alautt í byggðum og á fjallvegum víðast hvar. Hiti hefir suma daga farið upp í 12— 16°. í byrjun síðustu viku gerði víða stórrigningu og hljóp ærsla- , vöxtur í ár, en sumstaðar féllu ' skriður. Urðu skemmdir á veg- um, m. a. hér fram í Eyjafirði, í Oxnadal og á Öxnadalsheiði. All- ir eru þessir vegir þó nú færir, en ekki hefir verið hægt að gera | við skemmdirnar að fullu. Svo ofsalegur vöxtur hljóp í Hörgá, Oxnadalsá og Djúpadalsá við rigningar þessar, að með I eindæmum þótti. styrki á sama hátt og þeir, sem lokið hafa stúdentsprófi. Umsóknareyðublöð verða afgreidd á eftirtöldum 6töðum: Skrifstofa Íslenzk-Ameríska félags- ins, Hafnarstræti 19, Reykjavík. Skrif- stofa Íslenzk-Ameríska félagsins, Akur- evri. Ennfremur skrifstofu Háskóla ís- lands, skólaumsjónarmanni Mennta- skólans í Reykjavík. Skólameisturum Menntaskólans á Akureyri og Laugar- vatni. Umsóknum sé skilað á skrifstofu Íslenzk-Ameríska félagsins, Hafnarstr. 19, Reykjavík, fyrir 15. nóv. n. k. Þá skal vakin athygli á því, að Íslenzk-Ameríska félagið hefir einnig milligöngu um að koma ungum íslend- ingum til svokallaðrar tækniþjálfunar í Bandaríkjunum. Er hér um að ræða fvrirgreiðslu um útvegun starfs í Bandaríkjunum, um eins árs skeið, fyrir þá, sem vilja aíla sér frekari þjálf unar í starfsgrein sinni. Viðkomandi íæi greidd laun, sem við venjuleg skil- yiði eiga að nægja fyrir fæði og hús- næði. Allar nánari upplýsingar varðandi fiamangreinda námsstyrki veitir skrif- stofa félagsins, Hafnarstræti 19, Rvík, sem er opin þriðjudaga kl. 17,30—18,30 og fimmtudaga kl. 18—19. Sími 7266. (Frá ísl.-Ameríska Félaginu). Sjólfstæðið gugnaði á útifundinum Sjálístæðisflokkurinn reyndi að koma á útifundi í Rvík s.l. sunnu dag með framferði Rússa í Ung- verjalandi að yfirvarpi, en síðan átti að snúa vopnunum að ríkis- stjórninni og veita forsætisráð- herra heimsókn. Þegar tilgangur- urinn varð ljós voru undirtektir svo dræmar, að Sjálfstæðið heyktist á fundarhöldunum! Svo fór urn sjóferð þá. f mínútna vinnustöðvon í samúðarskyni við Ungverja Síðastliðinn fimmtudag var að ! beiðni Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga víða um Evrópu 5 mín. vinnustöðvun kl. 11-11.05 árdegis í samúðarskyni við ung- ^ versku þjóðina og til að lýsa and- úð sinni á framferði Rússa þar í landi. A. S. í. var eitt þeirra sam- banda víða um lönd sem fékk slík tilmæli, en stjórnin taldi tíma of' ^ stuttan til stefnu og beitti sér því ekki fyrir vinnustöðvun meðlima' sinna. Hins vegar beittu nokkur 1 verkalýðsfélög í Reykjavík og B. S. R. B. sér fyrir þessu og létu útvarpa tilmælunum. Var vinnu- stöðvun framkvæmd víða í Reykjavík og einnig úti á landi,' l. d. á Akureyri í öllum verzlun- um og skrifstofum þeirra. Þá var fimm mínútna þögn í skólurn landsins í sama augna- miði, fánar blöktu víða í hálfa stöng og á ýmsan annan hátt rninntist þjóðin Ungverja. Meðal annars barst Rauða kross söfnun- j inni til Ungverja myndárleg gjöf frá A. S. í. 15 þús. kr., Eimskip’ gaf 10 þús. kr., Þjóðkirkjan 10 j þús. kr., Vinnuveitendasambands íslands 20 þús. kr. og Landsmála- félagið Vörður 10 þús. kr. Þá var beðið fyrir ungversku þjóðinni í kirkjum landsins síð- astliðinn sunnudag. Auglýsið í Alþýðumanninum. AF NÆSTIJ GRÖSIJM Sjötugur. 7. nóvember síðastl. varð Kristján Jónsson, bakara- meistari, Strandgötu 37, Akur- eyri, sjötugur. Kristján er Þing- eyingur að ætt, en hefir um fjöl- mörg ár verið búsettur hér í bæ, hinn mesti sæmdarmaður í hví- vetna. Dánardœgur. Hinn 8. nóv. s. 1. ardaðist Pálmi J. Þórðarson, C-núpufelli, áður merkisbóndi þar og oddviti Saurbæjarhrepps um fjölmörg ár. Hann var liðlega sjötugur að aldri. Kvenfélagið Framtíðin hefir fjáröflunardag fyrir starfsemi sína næstk. sunnudag, 18. þ. m., að Hótel KEA. Bazar hefst kl. 2.30. — Verða þar á boðstólum margir eigulegir munir. Einnig vcrður selt kaffi frá kl. 3. Um kvöldið verður félagsvist með á- gætum verðlaunum og dans á eft- ir til kl. 1. Hljómsveit leikur. Ak- ureyringar! Drekkið síðdegis- kaffið að Hótel KEA. Styrkið gott málefni. Nýja Bíó sýnir síðar í vikunni stórmyndina Júlíus Cæsar, en hún er gerð eftir hinu fræga leikriti Shakespeares um þennan stór- brotna rómverska höfðingja og þvkir mjög vel tekin og gerð og val leikara vandað eftir föngum. Meðal annars má geta þess, að Marlon Brando leikur Brutus, eitt aðalhlutverkið í myndinni, en hann er nú einn viðurkenndasti kvikmyndaleikari, sem uppi er. Frá ájengisvarnarneínd Akureyrar. - Skrifstofa nefndarinnar verður opin í Varðborg fyrst um sinn á mánudags-, miðvikudags- og föstudagskvöldum kl. 8—10. Þeir, sem vilja vinna gegn opn- un áfengisútsölu á Akureyri eru vin- samlega beðnir að gefa sig fram á ekrifstofunni eða hringja í síma 1481. VIN BER E P L I Delicius, kr. 14,00. Jónathan, kr. 9,50. Kaupfélag verkamannc — Kjörbúð — Uppboð Laugardaginn 17. þ. m. fer fram uppboð við lögregluvarð- stofuna á Akureyri og hefst það kl. 1 e. h. Selt verður: Ýmsir munir, sem lengi hafa verið í óskilum hjá lögreglunni, s. .s. reiðhjól, sleðar o. fl. Ennfremur verður selt nokk- uð af búsmunum. BÆJARFÓGETI. \Ov - # 1 <&■ ^ «*• 1 Axld— - ' '

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.